Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2002, Side 28

Freyr - 01.05.2002, Side 28
Kynbótaelnkunnlr nauta 2002 Samkvæmt venju er birt tafla með kynbótamati þeirra nauta sem verið hafa í mestri notkun frá Nautastöð BÍ undanfarin ár og eiga þar af leiðandi mestan fjölda dætra í framleiðslu. Þarna má sjá kyn- bótaeinkunnir þessara nauta fyrir alla eiginleika sem með eru í ræktunarmarkmiðinu, auk nokkurra fleiri eiginleika. Einkunnir nautanna, sem fædd voru árið 1995 og voru í af- kvæmadóm að þessu sinni, er að flnna í töflu í greininni um afkvæmarannsóknina. Kynbótamarkmiðið er grund- völlur ræktunarstarfsins og þess vegna verður það aldrei of oft rifjað upp hvemig það er byggt upp. Það kemur fram í því hvaða vægi einstakar einkunnir hafa í heildareinkunn og er það þannig: Heildareinkunn = 0,60*afurða- magn + 0,10*mjaltir + 0,10*frumutala + 0,08*júgur + 0,04*spenar + 0,04*fijósemi + 0,04*skap. Mat á afurðamagni er eftir- farandi: Afurðamagn = 0,85*magn af mjólkurpróteini + 0,15*hlutfall próteins. I afúrðum er því miðað að því að auka eins mikið og kostur er magn af mjólkurpróteini með samt þeim skilyrðum að haldið sé óbreyttu próteinhlutfalli í mjólk og skýrir það sérstakt vægi á pró- teinhlutfallið. Væri aðeins valið fyrri magni próteins þá mundi próteinshlutfallið lækka örlítið með hverju ári. | 28 - Freyr 4/2002 ÓBREYTTUR GRUNNUR Gmnnur kynbótamatsins er að þessu sinni alveg óbreyttur frá fyrra ári. Breytingar í kynbóta- mati hjá nautunum skýrast því af nýjum upplýsingum um dætur eða aðra afkomendur nautanna. Astæða er til að benda á það að hér hafa allar upplýsingar um af- komendur áhrif, en ekki aðeins beinar mælingar fyrir dætur nautsins eins og gilti um eldri að- ferðir. Eðlilegt er að breytingar geti orðið mestar þar sem um er að ræða hlutfallslega mesta viðbót í upplýsingunum. Þetta á öðru fremur við um tvo hópa nauta í töflunni. Það eru yngstu nautin, sem aðeins voru dæmd á grunni upplýsinga fyrir takmarkaðan fjölda dætra á síðasta ári, en hjá þeim hafa bæst við hlutfallslega miklar upplýsingar, bæði upplýs- ingar um yngstu dætumar og við- bótarupplýsingar fyrir stærstan hluta kúnna. Hins vegar em naut- in sem nú fá inn miklar upplýs- ingar fyrir dætur sem em að koma til sögunnar eftir síðari notkunarferil þeirra, þetta á að þessu sinni mest við um nautin sem fædd em 1990. Röð efstu nauta í heildareink- unn hefúr breyst mikið frá fýrra ári vegna tilkomu nautanna frá 1994 sem gera sig mjög gildandi. Punktur 94032 hefúr hækkað talsvert í mati frá fyrra ári og skipar nú efsta sætið með 121 í heildareinkunn. Mestu munar þar um að mat hans um afurðir hefúr hækkað vemlega og er hann þar nú með 127 í einkunn, enda dæt- eftir Jón Viðar Jónmundsson og Ágúst Bænda- samtökum Islands ur hans feikilega mjólkurlagnar kýr. Einnig hækkar mat hans um mjaltir og skap örlítið. Segja má að í mati hans sé enginn bláþráð- ur. Kaðall 94017 skipar annað sæt- ið með 119 í heildareinkunn en hann stóð efstur allra nauta á síð- asta ári. Hann hefúr örlítið lækk- að í mati. Aðallega er það mat hans um fmmutölu sem lækkar urn 10 stig sem skýrir þessa breytingu. Rétt er um leið að benda á að einmitt fyrir lágarf- gengiseiginleika, eins og fmrnu- tölu, er ekki óeðlilegt að talsverð- ar breytingar verði þegar umtals- verðar nýjar upplýsingar koma til. Kaðall stendur eftir sem áður með fymaöflugt mat og eins og hjá Punkti er þar ekki hægt að benda á neina áberandi veika þætti. Völsungur 94006 er þriðji skömngurinn úr 1994 árgangnum sem þama er á toppnum. Hann hefúr að vísu eins og Kaðall lækkað um tvö stig í heildareink-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.