Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 12

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 12
kalla mig útvegsbónda þegar ég var kominn á kaf í hestana. Ætli það sé ekki besta skilgreiningin. Eg er héma fyrir austan frá því í apríl fram að jólum. Núna í haust gerðist það þegar ég var að koma hingað austur og fór yfir Þjórsár- brú að kvöldi til þá fannst mér ég í fyrsta sinn vera á heimleið. Mér var tekið með nokkurri varúð þegar ég kom hingað aust- ur fyrst. A fyrstu sýningunni sem ég sendi hesta á var tekið fram að þetta hross ætti Brynjar Vilmund- arson fiskverkandi í Keflavík. Það var ekkert verið að kynna aðra hestaeigendur hvort þeir væm gröfumenn eða bændur eða sjómenn. En ég þurfti að ganga í gegnum það að sanna mig fyrir þessu fólki hér eystra og það gekk ekki átakalaust fyrir sig.“ - Hvað færóu út ur því að rœkta hross? „Við því er stutt og laggott svar: Eg geri ekkert sem ég hef ekki gaman af. Eg hef alltaf kom- ist upp með það. Mér hefur aldrei leiðst nein vinna og ég hef aldrei efast um að ef einhver annar get- ur eitthvað þá geti ég það líka. Eg hef alveg feiknalega gaman af hrossum. Um daginn kom til mín maður um fertugt sem vildi kaupa af mér folald en var með einhverjar efasemdir um það hvort hann gæti beðið eftir því að það yrði að hesti. Þá svaraði ég því til að ég skildi vel að hann hefði ekki tíma til að bíða því hann væri svo gamall. Eg hefði hins vegar nógan tíma til að bíða eftir folaldinu. Ég er mjög fljót- huga en einnig þolinmóður og það er nauðsynlegur eiginleiki i hrossaræktinni. Þeir sem ekki búa yfir þolinmæði geta gleymt þessu starfí. Ég hef átt margar vökunætur yfir fé í sauðburði eða merum sem eru að kasta. Þá hef ég vak- að um bjartar nætur með hestun- um og hundunum mínum og það eru forréttindi að fá að lifa sliku lífí. Hins vegar er ég fyrir löngu búinn að átta mig á því að þetta stúss mitt við hestana er ekkert annað en framhald á uppeldinu, þessari grjóthörðu sveitamennsku af elstu gerð sem ég ólst upp við og mótaðist af. Eitt af því sem ég fékk í arf var ísköld hreinskilni og hún fellur ekki öllum í geð.“ Dómskerfið Brynjar hefur oftar en einu sinni nefnt það hversu illa honum er við öll kerfi svo það liggur beint við að spyrja hvað honum fínnist um dómkerfið í hesta- mennskunni. „Já, ég veit að ég hef talað illa um kerfin en þið megið ekki álíta mig svo blankan að ég geri mér Hestamiðstöð íslands... Frh. afbls. 16 * Asta B. Pétursdóttir vegna samráðsfundar um reiðþjálfun fatlaðra kr. 67.000 * Sigrún Sigurðardóttir og Guð- rún Fjelsted til náms í reið- þjálfun fatlaðra kr. 600.000 * Agnes Ósk Sigmundardóttir [ 12-Freyr 10/2002 vegna könnunar meðal áhuga- manna um íslenska hestinn er- lendis kr. 100.000 * Landsmót ehf vegna þáttar- gerðar til kynningar landsmóts kr. 1.500.000 * Sigríður Bjömsdóttir vegna rannsókna á spatti kr. 100.000 * Astund og Eyjólfur Isólfsson vegna myndbandsgerðar kr. 250.000 ekki grein fyrir því að það verða að vera lög og reglur. En þegar ég sendi hross á sýningu er það mín heitasta ósk að það fái dóm sem endurspeglar verðleika þess. Kerfið má ekki vera svo stíft að hrossið njóti aldrei vafans. Auð- vitað er það ekki svo og dómar hafa orðið markvissari með árun- um en sjálfum finnst mér dóm- kerfið í kynbótageiranum sem byggist á heilum og hálfum töl- um helvítis bull. Það er min hjartans sannfæring en þessu vilja menn alls ekki breyta. Ég er handviss um að það verður hleg- ið að þessu kerfi í framtíðinni. Sennilega vilja menn ekki breyta þessu vegna þess að þeir eru ekki nógu góðir reikningsmenn. Stundum þegar illa liggur á mér hef ég sagt að það væri gam- an að sjá framan í þessa dómara ef ég fengi að dæma hestana þeirra. Öll völd eru vandmeðfarin en ég sé að það er stefnt að því núna að dreifa valdinu meira og það er ég ákaflega ánægður með.“ Þetta verða lokaorð Brynjars Vilmundarsonar útvegsbónda í Feti á Rangárvöllum þótt eflaust hefði verið hægt að ræða við hann lengi dags því hann hefur frá mörgu að segja og gerir það skemmtilega. Viðtal: Þröstur Haraldsson * Samtals styrkir 2002 kr. 5.947.000 Eins og sjá má eru verkefni Hestamiðstöðvarinnar nokkuð fjölbreytt og af nógu að taka í framtíðinni. Eitt af þeim verk- efnum sem fyrir dyrum standa er að athuga möguleikann á útgáfu fræðsluefnis um íslenska hestinn, nokkurs konar handbók sem get- ur fylgt með öllum söluhestum í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.