Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 13

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 13
Frá Félagl hrossabsnda. Ársyflrllt 2002 Skrifstofan Skrifstofan var rekin með sama sniði og áður, þ.e.a.s. einn starfs- maður í hálfu starfi. Stjómar- fundir hafa verið haldnir á skrif- stofu félagsins í Iþróttamiðstöð- inni í Laugardal en þar er góð að- staða til fundarhalda. Töluverð reynsla er komin á þær breyting- ar sem gerðar vom fyrir tveimur ámm og em þær greinilega hag- kvæmar fyrir félagið. Stjóm fé- lagsins er þannig skipuð: For- maður: Kristinn Guðnason, vara- formaður: Olafur Einarsson, gjaldkeri: Eyþór Einarsson, ritari: Helga Thoroddsen og meðstjóm- andi: Sigbjöm Bjömsson Aðalfundur Aðalfundur Félags hrossa- bænda var haldinn í íþróttamið- stöðinni í Laugardal hinn 5. apríl sl. Rétt til fundarsetu höfðu 36 fulltrúar og 29 sátu fundinn. Kristinn Guðnason, formaður fé- lagsins, fór yfír atburði liðins árs og fjallaði meðal annars um af- urðasölumál og góða sátt í um- hverfismálum milli hestamanna og Landgræðslunnar. Kristinn af- henti ferðaþjónustufyrirtækinu Is- hestum viðurkenningu fyrir glæsilegan árangur í umhveríís- málum. Hann fór yfir markaðs- mál vítt og breitt, fækkað hefur útfluttum hrossum en á sama tíma hefúr verðmætasköpun orð- ið meiri.Ein breyting varð í stjóm, Ingimar Ingimarsson gaf ekki kost á sér áfram og við tók Eyþór Einarsson, Syðra-Skörðu- gili. Frá Kjötframleiðendum kom Hreiðar Karlsson og skýrði frá markmiðum og verkþáttum á ár- inu sem byggjast á þróunarstarfi í því að ná fótfestu á nýjum mörk- uðum sem og endurskipuleggja flutninga. Vinnsla hefur aukist á hrossakjöti og nýting vaxið til muna þar sem síðukjötið er í auknum mæli nýtt. Fjölmargir gestir sátu aðalfund- inn og kom Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, fyrstur í pontu. Hann fjallaði um áhuga erlendra aðila á hestinum og Qölgun ferðamanna til landsins í tengslum við hann. Þá vísaði hann í vinsældir hestaferða hér á landi sem Flugleiðir hafa mark- aðssett að hluta til og einnig sam- starf félagsins við íslenska hesta- menn. Ari Teitsson, formaður BI, ræddi þörfina á samvinnu í is- lenskum landbúnaði og mögu- leikann á að nýta hestinn meira í þágu erlendra ferðamanna. Hann talaði um þörf landbúnaðarins fyrir að hafa aðgang að sjóðum til þróunar á markaðssetningu landbúnaðarvara. Guðni Agústsson, landbúnaðar- ráðherra, kvað þróun í tamning- um, þjálfún, og allri meðferð hestsins hafi orðið búgreininni til mikils framdráttar og er hún nú alvöru atvinnugrein. Sveinbjöm Sveinbjömsson sat fúndinn sem fúlltrúi Landsmóts 2002. Hann skýrði frá fram- kvæmdum á Vindheimamelum og sagði frá undirbúningi landsmóts. Þorsteinn Broddason frá Hesta- miðstöð Islands ræddi markaðs- mál og vömval fyrir markaðinn á lífhrossum ásamt erfiðleika á því sviði. Fáar tillögur lágu fyrir aðal- fúndinum en eftirtektarverðust var tillagan um breytingu á bún- aðarlögum um gjaldtöku af hverju einstaklingsmerktu hrossi. Þetta gjald getur numið allt að kr. 1.000 en verður háð verðlags- breytingum. Ef þessi tillaga kem- ur til ffamkvæmda falla niður fé- lagsgjöld til félagsins. Nokkur umræða varð um þessa tillögu en hún var að lokum samþykkt með þorra atkvæða. I lok fúndarins kom Leopold Jóhannesson í ræðustól og fræddi fúndarmenn um það starf sem hann hefúr unnið við söfhun gagna um félagið. Þar hefur mik- ið safnast saman af fróðleik úr félagsstarfinu eða um 400 blað- síður. Formannafundur Formannafúndurinn var hald- inn 21. nóvember sl. í íþrótta- miðstöðinni í Laugardal. Fundinn sátu fulltrúar flestra deilda ásamt stjóm félagsins. Kristinn Guðna- son fór yfir starfið, m.a. hrossa- kjötsmál, hrossútflutning, SAGA reiðskólann, markaðsmál, lands- Freyr 10/2002-13 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.