Þrumuskot - 01.03.1999, Blaðsíða 7

Þrumuskot - 01.03.1999, Blaðsíða 7
Þjálfaraviðtal Nafn: Laufey Inga Guðmundsdóttir. Heimili: Miðtún 9 Selfossi. Fæðingardagur og ár: 19. júlí 1971. Starf: Ég er sölukona hjá heildsölu- fyrirtækinu Effco í Kópavogi og þjálf- ari hjá knattspyrnudeild Selfoss þar sem ég þjálfa 6., 5. og 4. fl. kvenna. Menntun: Ég er stúdent af íþrótta- braut F.Su. Hef tekið A og B stig í þjálfun hjá KSÍ. Hef nýlokið nám- skeiði hjá KSÍ í unglinga- og barna- þjálfun. Fjölskylduhagir: Ég er í sambúð með Brynjari Sveinssyni og eigum við 6 ára son, Svein Fannar. Áhugamál: Þau eru mörg og aðal- lega tengd íþróttum. Ég hef að sjálf- sögðu gaman af fótbolta, æfði lengi badminton og hef gaman af því að fara á skíði. Mér finnst mjög gaman að ferðast og að borða góðan mat í góðra vina hópi er í uppáhaldi. Uppáhaldsfélag: Að sjálfsögðu Sel- foss. í enska boltanum held ég með Man.Utd. - hef gert það lengi! Laufey Gudmundsdóttir þjálf- ari, á sínum yngri árum. Uppáhaldsmatur: Mér finnst allur matur góður, fiskur, kjúklingur, hangikjöt og margt fleira. Eitthvað að lokum: Já stelpur, haidið áfram að æfa svona vel, þá getið þið náð langt í fótboltanum. Þið eruð nú þegar með þeim bestu og haldið bara áfram á sömu braut. Umsjón: Foreldraráð. Við styðjum ungt knattspyrnufólk á Selfossi. ÁFRAM SELFOSS! ______________________y v - ÞRUMUSKOT - 7

x

Þrumuskot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þrumuskot
https://timarit.is/publication/875

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.