Fylkir


Fylkir - 06.05.1960, Blaðsíða 2

Fylkir - 06.05.1960, Blaðsíða 2
2 F Y L K I R Um hvað er Framhald a£ 1. síðu. með uppgjafaryfirlýsingu þeirra í desember 1958, þegar allt var komið í kaldakol, engin sam- staða um nein úrra^ði, ný verð- bólgualda skollin yfir o. s. frv. Spyrnt við fótum: Með sameiginlegum átökum Sjálfstæðismanna og Alþýðu- flokksins tókst að spyrna við fót um um hríð, en það efnahags- kerfi, sem Framsóknarflokkur- inn hælir sér mest af að hafa komið á, var gengið sér til al- gerrar húðar. Jafnvel sjálfum Eysteini var víst farið að þykja nóg um spennuna í efnahagslíf- inu, þegar hann tilkynnti þjóð- inni með Sogsláninu, sem bund ið var við framhaldandi dvöl varnarliðs á íslandi, að „við •yrðum að ganga hœgt nm dyr framfaranna/‘ þ. e. sníða okkur stakk eftir vexti, enda sjálfsagt flestir sammála um það. HvaS kostar breytingin?: Þegar farið var að kafa til botns í öllu Framsóknargrugg- inu, sást að engin leið var að koma málum í rétt horf, nema með gerbreytingu á efnahags- kerfinu. Þessi breyting er í fram kvæmd núna. Mönnum finnst liún að sjálfsögðu nokkuð dýr. En þær byrðar, sem allir verða að taka á sig, eru gjaldið, sem greiða verður fyrir þetta fyrr- verandi kerfi, sem Framsóknar- menn þakka sér öllum öðrum fremur að hafa komið á. Nú koma þeir og segja: En Sjálfstæðismenn voru með okk- ur í stjórn, og þeir bera að sjálf sögðu ábyrgðina líka. Auðvitað, og enginn Sjálfstæðismaður neitar því. Flitt neitar hann að viðurkenna, að allt illt stafi frá Sjálfstæðisflokknum, en hið MÁLGAGN SJÁLFSTÆÐISFLO KKSINS ÚTGEFANDI: SJÁLFSTÆÐISFÉLAG VESTMANNAEYJA RITSTJÓRI og ÁBYRGÐARM.: EINAR H. EIRÍKSSON Sími: 308. — Pósthólf: 102. Prentsmiðjan EYRÚN h. f. að velja? góða frá Framsóknarmönnum. Á það skal svo lögð áherzla, að Framsóknarmenn sjálfir telja sig liafa mótað stjórnarfarið að sínum hætti og sinni stefnu, og miklast af. Hvað var til varnar?: Framsóknarblaðið gerir mik- ið úr þeim ummælum Einars Sigurðssonar á Alþingi, að hann óskaði þess, að aftur kæmu tím- arnir, sem voru áður en Fram- sóknarmenn náðu völdum, þ. e. 1927. Eg veit satt að segja ekki, hvernig Framsóknarmenn, sem bera hag — eða réttara sagt þykj ast bera hag — fátæka fólksins í landinu svo mjög fyrir geta haft á móti því. Vil ég í þessu sambandi vitna til um- mæla, sem þeir væntanlega telja sér ekki neina vansæmd af að minnzt sé á. Kaupmóttur stendur í stað: Einar Olgeirsson lýsti því yf- ir á Alþingi við umræður um efnahagsmálafrumvarp ríkis- stjórnarinnar, að síðustu 12 ár- in, þ. e. frá 1948—1960, liefði kaupmáttur launa ekkert auk- izt. Hvernig má þetta vera? Hefur ekki kaupið verið hækk- að æ ofan í æ? Hefur ekki vísi- talan verið óskert — eftir á að liyggja: Hvað varð um vísitölu- stigin 6 frá 1956, sem forseti Al- þýðusambandsins tók af launa- mönnum með bráðabirgðalög- um? Hvað var gert við vísitöl- una í „bjargráðunum" vorið 1958? Hví segja þeir ekki verka lýðnum frá þessu? Og livers vegna jókst kaup- mátturinn ekkert öll þessi 12 ár? Vegna þess efnahagskerfis, sem búið var að koma á, því að safnað var skuldum erlendis, flutt inn í landið hátollavarn- ingur, bílar o. fl., o. fl., sem fólkið var í rauninni neytt til að kaupa, svo að útgerðinni yrði lialdið gangandi. Með öðrum orðurn: Útgerðinni var haldið uppi með því, sem tekið var af fólkinu í sköttum og tollum og þannig urðu kauphækkanirn ar að engu. Þetta kerfi varð aldrei umfangsmeira né stórvirk ara en þann tíma, sem kommún istar sátu í stjórn með Framsókn armönnum. „Þegar neyðin er stærst...." Árið 1939 skyldi Framsókn við alt í strandi. Þá var Sjálf- stæðisflokkurinn kvaddur til að taka sæti í stjórn. Eg vil ekki segja, að það hafi verið gert til að geta skellt á liann skuld- inni fyrir óvinsælar, en bráð- nauðsynlegar aðgerðir. í aðventubyrjun 1958 var gjaldþrotayfirlýsingin lesin. Þá var kallað á þjóðstjórn, þ.e. að Sjálfstæðismenn tækju sæti í stjórn landsins. Eg vil heldur ekki segja, að það hafi verið gert til að geta skelt á þá skuldinni af enn brýnni ráð- stöfunum en gera þurfti 1939. Þar með er sagan öll. Nú verð- ur það hlutverk Sjálfstæðis- rnanna að gera þær róttækustu breytingar á efnahagskerfinu, sem um getur. Þær eru að sýnu leyti nákvæmlega sama eðlis og sem einstaklingur þarf að gera, ef hann ætlar að liætta að lifa á lánum, hætta að safna skuldum, en byrja að borga skuldir. Á meðan hann er að borga þær upp og þá vexti, sem óhjákvæmilega verð- ur að greiða, liverfa til annarra lifnaðarhátta, sverfur að hon- um, hann verður, nauðugur viljugur, að leggja að sér. Það er einmitt þetta, sem er að ger- ast núna. Fyrir 1927: En livað var það þá, sem Einar Sigurðsson var að óska eftir á Alþingi, að ætti aftur- kvæmt? ' Haraldur Jóhannsson, liag- fræðingur, segir í nýútkominni bók, Efnahagsmál, bls. 82, að kaupmóffur tímakaups verkamanna hafi vaxið um 60 — sextíu — af hundraði á órunum 1921 til 1926. Þá md gela anndrs lika: Bát- ar og togarar vorn á pessum ár- um keyptir til landsins, reksl- ur peirra var yfirleilt ekki ú- hagstceður, fyrslu dráttarvélarn- ar voru fluttar lil landsins, púfnabanar o. s. frv., og jarð- rœktarlög sampykkt á Alpingi I923. Þá gerðist það, sem aldrei liefur gerzt síðar á íslandi: Gengi íslenzku krónunnar var hækkað. Um það hafði forgöngu Jón Þorlóksson, fyrsti formaður Sjólfstæðis- flokksins. Þó voru engar skömmtunarnefndir, engar innflutnings- og gjaldeyris- nefndir, viðskiptahöft nær ó- þekkt fyrirbrigði.. Það liefur einkennt stjórnar- feril Framsóknarmanna, að kom ið er á allskonar nefndum og ráðum, þar sem flokksmönnun- um er lilaðið á fóður hjá rík- inu. Svo ætlar allt um koll að keyra, þegar leggja á eitthvað af þessu nefndarfargani niður, sennilega af því, að þá er komið að Iijarta Framsóknarmanna, þegar snert er við pyngjunni. Eftir er svo þetta: Menn verða að gera það upp við sig, livort þeir vilja freista þess að koma aftur á svipuðu grózku- tímabili og því, sem færði þeim aukinn kaupmátt launanna um 60% á 5 árum, eða hvort þeir vilja heldur lialda áfram því kerfi, sem færir þeim enga aukn ingu kaupmáttar á 12 árum. Nú er bezt að hver svari fyrir sig, og hvort hann telur ómarks ins vert að skipta um. Ýmis fleiri atriði, sem Fram- sóknarblaðið sneiðir að, verða að bíða síðari tíma. Munið ÓDÝRU VÖRURNAR á Sólvangi! Verzlunin Sólvangur Sími 104. g2S2SSS2SSSSS2S2S2S£SggSS2S2S2SSS2S2S2SSS2SSSÍiS2SSS2SSS2S£SSgSS2?l2SSg2S£SSS2S£S£S2S2S2S2SSSSSSS2SSS252S£S£ REKNET 40 reknet ásamt kapli, sirtum og belgjum, allt nýtt, til sölu nú þegar. SVAVAR ANTONÍUSSON S2S2SSS2S2S282S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2SSS2J V indutj aldaefni plast, pappír og kefii. Fyrirliggjcmdi. Verkstæði Krisfjáns Kristóferssonar, Sfrandv. 47. brjósti, aðgerðir,

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.