Fylkir


Fylkir - 06.05.1960, Blaðsíða 4

Fylkir - 06.05.1960, Blaðsíða 4
Bæjarfréttir. v_________ ________J Landakirkja: Messað á sunnudaginn kl. 2. Séra Halldór Kolbeins prédikar. Sálmar: 219, 323, 370 — 612 og 318. Fermingarmessur verða sunnu daginn 15. þ. m. hjá séra Jó- lianni Hlíðar, sunnudaginn 22. maí kl. 11 og kl. 2 hjá séra Halldóri Kolbeins. K. F. U. M. og K.: Almenn samkoma á sunnu- daginn kl. 5. Betel: Samkoma á sunnudaginn kl. 4,30. Jarðarför: Útför Ingunnar Jónasdóttur frá Skuld var gerð frá Landa- kirkju í gær. Séra Jóhann Hlíð- ar jarðsöng. Fró Krabbavörn: Nýlega voru félaginu Krabba vörn afhentar kr. 2.100,—, sem voru afgangur af lokaskemmtun Hraðfrystistöðvarinnar. Flyt ég gefendunum kærar þakkir. Einar Gutlormsson. Verkfræðingur: Þórhallur Jónsson, sem ráð- inn hefur verið bæjarverkfræð- ingur, er kominn í bæinn og tekinn til starfa. Eiturdrykkur: Um síðustu helgi gerðist það, að piltur einn hér í bæ veikt- ist á dansleik og var fluttur á Sjúkrahús. Kom í ljós, að hann hafði neytt af liálf göróttum miði, sem liann hafði náð í um borð í liollenzku skipi, sem lá hér í höfninni, Cornelia I. Þegar er vart varð við þetta, gerði lögreglan aðvart og bað menn hafa gát á drykkju sinni og gefa sig fram, ef þeir hefðu liollenzkt mungát um hönd. Varð ekki frekar af, en piltur- inn er úr allri hættu. Þess skal getið, að um enga óleyfilega sölu eða þess háttar var að ræða á vökva þessum. Almenna bókafélagið: Mánaðarbækurnar eru komn- ar, en þær eru: Hjá afa og ömmú, eftir Þorleif Bjarnason, og Frúin í Miklagarði, eftir Maria Dermout. Vinsamlegast vitjið þeirra sem allra fyrst til Þorgils á Grund. Guðjón Framhald af 1. síðu. lengi minnzt af sínum samtíð- armönnum, honum var gott að kynnast, ávallt hress og glaður, og hrókur alls fagnaðar í vina- hóp, óspar á að láta hnyttna brandara fjúka. Hann liafði fág aða og aðlaðandi framkomu svo fátítt var, enda talinn manna hæfastur til að standa fyrir allskonar mannfagnaði. Guðjón var traustur, hrein- skilinn og drenglyndur, skap- fastur og hélt fast á skoðun sinni. En eftir að málið var út- rætt erfði liann ekki skoðana- mun, en var þeirn jafn hollráð- ur og áður. En til hans þurftu rnargir að leita, því allir vissu að þar var maður greiðugur og hjálpfús. Guðjón var einnig alvörumað ur og einlægur trúmaður. í Fimmfugur: Hallberg Halldórsson kaup- maður, varð fimmtugur í fyrra dag. Sýning: Á sunnudaginn kemur verð- ur sýning á liandavinnu og teikningum nemenda Gagn- fræðaskólans. Sýningin verður í skólahúsinu og verður í leik- fimisalnum og á tveim efri hæð- um hússins. Þá verður einnig til sýnis náttúrugripasafn skól- ans, ennfremur byggðasafnið eða hluti af því og sægur ljós- mynda úr myndasafni Kjartans heitins Guðmundssonar, ljós- myndara, sem er hið merkasta og hefur mikið gildi fyrir Vest- mannaeyjar og byggðarlög á Suðurlandi. Sýningardaginn verður ársrit skólans, Blik ,til sölu, fjölbreytt að efni og vandað að frágangi. Frumvarpið orðið að lögum: Frumvarp þeirra Guðlaugs Gíslasonar o. fl. um heimild fyr ir ríkisstjórnina til að selja Vest mannaeyjakaupstað Eyjarnar, er orðið að lögum. Var málið af- greitt fyrir fáum dögum. Jónsson æsku var honum innrætt Guðs- trú og góðir siðir og hélt hann fast við hvorttveggja til æviloka. Lítt gaf liann sig að opinber- um málurn og skorti hann þó ekki til þess greind né forsjá. Hitt kaus hann fremur að vinna ætlunarverk sín í kyrrþey og yf- irlætisleysi, en slíkra manna er þjóðarþörf. Aðalstarf Guðjóns voru smíð ar, lærði liann þær af föður sínum, sem verið hafði þjóð- hagasmiður og með lionurn mun hann liafa byrjað að smíða lík- kistur, sem hann svo um ára- tugaskeið smíðaði af Jreirri vand virkni og snilldarbragði, sem löngu er viðurkennd. Guðjón sagði við mig í fyrra sumar, að nú væri liann bráðum á förum, en sagði svo, að allra veraldarvegur viki að sama punkti, þegar hann fann, að þrekið var farið að dvína. Tók hann sér í munn þessi gullvægu orð skálds þjáninganna, en í til- vitnun þess birtist æðruleysi þroskaðrar sálar, sem skilur hin æðstu sannindi, sem seint verða fullskýrð eða skilin. Heimilið var sá staður, sem mér virtist Guðjón njóta sín bezt í kyrrlátri sambúð við konu sína og börn. Af kynnum mínum af Oddsstaðaheimilinu, virtist mér líka sambúð þeirra ofin Jreim Jrætti, sem slíkum vefnaði er mestur styrkur og prýði í, ást karls og konu. Hvernig þeirra fagri vefur ann ars var gerður, er þeirra einka- mál. Þega litið er á æviferil Guð- jóns má segja, að liann hafi ver ið gæfumaður á margan hátt. Honum voru gefnar tvær ágæt- ar konur, sem livor á sinn hátt urðu lionum ómetanlegir föru- nautar. Honum auðnaðist að sjá börn sín verða að góðum og nýt- um borgurum, sem allir bera traust til, sem til Jrekkja. Guð- jón fékk a§ dvelja á heimili sínu til hinztu stundar, og má segja, að hann gengi úr heil- brigðri kvöldvöku ellinnar, dáð Neðan f rá sjó. v________ ) Vertíðarlok: Enn eru 5 dagar til hins ganrla lokadags. En þessa dag- ana eru bátar í óðaönn að taka upp veiðarfæri sín, og veiðum er að heita má lokið. Þó hafa nokkrir bátar tekið línu og róa enn. Hafa þeir getað veitt nokk uð, sumir hverjir. Aflahæstur mun að þessu sinni Stígandi með um 1050 tonn. Væntanlega mun verða unnt að birta aflaskýrslu í næsta blaði. Merkilegt atriði: Jónas Jónsson, útgerðarmað- ur, upplýsti í erindi, er hann flutti á Rotary-fundi snemma í apríl, að gerður hefði verið sam anburður á færafiski og neta- fiski. Úr teknu magni af færa- fiski hefðu komið 226 kg. af hrognum, en aðeins 26 kg. úr sama magni af netafiski. Sýnir þetta, að hrognfiskurinn liefði getað haldið sig að mestu uppi í sjó. Bíll III sölu MOSKVICT 1957. — Upplýs- ingai' í sima 354. SSSSSSSSSSSSSS8S3S8SSSSSSSSS8SSSSS8SSSSS8SSS8SSSSSSS Flísilín. Khaki, Nankin, Golltreyjur, Ódýr sundföt. VERZLUN Anna Gunnlaugss. ur af ástvinum og virtur af sam ferðamönnunum til hins nýja dags. Hann var jarðsunginn f-rá Landakirkju að viðstöddu miklu fjölmenni föstudaginn 6. nóvember s. 1. Að leiðarlokum þakka ég þér vinur alla góðvild, senr þú sýnd ir mér, og það er trú mín,. að maður með þitt viðhorf liafi átt góða heimvon, þráðurinn að of- an hafi aldrei slitnað á þinni löngu ævi. Það má vera eftirlifandi ást- vinum þínum huggun og fyrir- rnynd. Friðf. Finnsson.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.