Fylkir


Fylkir - 09.04.1981, Blaðsíða 2

Fylkir - 09.04.1981, Blaðsíða 2
—"— Ritstjóri og ábm.: Magnús Jónasson Afgr. og auglýsingar: Páll Scheving S 1344 og 1129 Upplag 270(1 Útgefandi: Sjáifstæðisfélögin í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsetprentun: Eyrún hf.. Vm ALÞJÓÐAÁR FATLAÐRA Að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna hafa nokkur und- anfarin ár verið tileinkuð ákveðnum þjóðfélagshópum, til þess að vekja athygli á og minna sérstaklega á stöðu þeirra barna jarðar. Við þessar umræður hefur margt gagnlegt og einnig geigvænlegt komið á daginn, þar sem er hin stórkost- lega mismunun meðal jarðarbúa á aðstöðu og atlæti. Nokkuð hefur þokað áleiðis, en við skulum minnast þess að m.a. býr stærsti hluti jarðarbúa við sult og seiru og ótrúlegt misrétti meðan minnihlutinn er á margna hátt í vandræðum með ofeldi sitt. Okkur íslendingum hefur með auknum ferðalögum og upplýsingum úr fjölmiðlum verið rækilega kynnt, hve gott við eigum, hve samfélag okkar er réttlátt og mörgum skrefum á undan öðrum. Það sem við köllum vandamál eru smávægileg ef borið er saman við alvörumál annarra þjóða. Árið 1981 er sem kunnugt er tileinkað fötluðum. Hefur þegar mikil umræða átt sér stað hér á landi til þess að kynna stöðu þess hluta þjóðarinnar, sem býr við fötlun af ýrusu tagi, andlega og líkamlega. Sem betur fer er ekki lengur reynt að fela þá ein- staklinga, sem fyrir slíkri reynslu hafa orðið. Mikið hefur verið afrekað á síðustu tímum til þess að létta undir með þessum aðilum, sem beint og óbeint hafa mest orðið að líða, er það mest fyrir þeirra ótrúlega áræði og dugnað. Er þess að vænta, að þetta ár verði til þess að þoka ýmsum réttlætismálum þessa fólks betur áleiðis, og mega þeir sem alheilbrigðir teljast ekki láta sitt eftir liggja að leggja hönd á plóginn. Um síðustu helgi var haldið hér í Eyjum 3ja íslands- meistaramót fatlaðra með yfir 100 þátttakendum víðs- vegar af landinu. Mun óhætt að fullyrða að ekki hafi í annan tíma verið áhugasamari og keppnisglaðari hópur í okkar glæsilegu íþróttamannvirkjum mættir til leiks. Við sem vorum svo heppin að sjá með eigin augum þann dugnað og kjark, sem einkenndi þátttakendur, sem náðu ótrúlegum árangri, munum seint gleyma þessum atburði. Framundan er Norðurlandameistaramót í sundi, sem einnig verður haldið hér í sumar. Eiga þeir sem að þessum mótum standa þakkir skildar fyrir mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf, það er sómi byggðarlagsins að eiga þetta fólk að. Að frumkvæði ALFA-nefndar, sem kjörin var hér á sl. hausti er hafinn undirbúningur að því að reisa í Eyjum verndaðan vinnustað, þar sem heilsuskertu fólki verður búin vinnuaðstaða, svo það geti unnið nytsöm störf eftir því sem geta leyfir. Sérhannað hús mun rísa á horni Faxastígs og Hlíðar- vegar, hefur þegar verið tryggt verulegt fjármagn til framkvæmdanna og munu á næstunni kom saman fulltrúar ýmissa aðila sem taka að sér framkvæmda- stjórn við þetta merka framtak, sem okkar býður á þessum vettvangi. Er þess að vænta að átakið, sem hér er á ferðinni verði til að sameina bæjarbúa eins og oft áður til góðra verka og okkur takist, að láta þennan draum þeirra meðal okkar, sem ekki fá notið sín vegna fötlunar, verða að veruleika. Jóhann Friðfinns. HÆKKUNARGLEÐI Mitt í allri verðstöðvuninni dynja yfir landsmenn allskonar hækkunarbeiðnir á vörum og þjónustu. Opinber fyrirtæki og stofnanir ganga lengst í sínum hækkunarbeiðnum eins og oft- ast áður. Um síðustu áramót var opin- berum fyrirtækjum heimilað að hækka þjónustu sína um 10% og gilti hækkunin frá 1. janúar 1981. Héldu flestir að við svo búið yrði látið sitja, að a.m.k. til 1. maí n.k. í fjárhagsáætlun Rafveitu, Hitaveitu og Vatnsveitu var reiknað með 20% hækkun á töxtum veitnanna 1981 og var 10% hækkunin frá 1. janúar sl. því helmingur af þeirri hækkun sem veiturnar reiknuðu með á þessu ári. Því vekur það mikla athygli að á fundi í stjórn veitustofnana 31. mars sl. lágu fyrir tillögur um miklar hækkanir á töxtum frá 1. maí n.k. Rafveitan sækir um 20% Með tilkomu ó mónoðQ verðtryggðra reiknínga auk vaxtQaukoinnlánQ hefur hagur sparifjáreigendQ Útvegsbankinn býður yðurvelkomin til viðraeðna um ávöxtun á sparifé yðar. Útíbússtjóri og annað starfsfólk er ávallt búið til að aðstoða yður og ráðleggja. Ríkísábyrgð er á öllum innlánum í Ú bcnkanum. s Viðskiptavinir hitaveitu snuðaðir Á síðasta bæjarstjórnarfundi bar ég fram tillögu um að leið- rétta bæri meðaltalshitafall á heitu vatni frá hitaveitu, þannig að verðlagning þess verði í raun rétt út reiknað eða á þeirri for- sendu, sem reglugerð hitaveitu gerir ráð fyrir, að verð sé reikn- að út frá 40 gráðu hitafalli vatnsins. Nú er ca. 37 gráðu hitafall í vatninu að meðaltali og því þarf að hækka framrennslishitann um 2 til 3 gráður, sem næðist með því að stilla niðurkæling- arlokann í 80 gráður. Meirihlutinn hafnaði þessari tillögu Með því er meirihlutinn í raun að snuða viðskiptavini hitaveitu um 63 gkr. á hverju tonni. Þegar hækkunarbeiðni hitaveitu kemur til fram- kvæmda þann fyrsta maí, verð- ur verð heita vatnsins ekki 840 gkr. eins og til stendur, heldur 903 gkr. Þetta ber að leiðrétta án tafar og halda sér við reglu- gerð hitaveitu um verðútreikn- inga á vatninu. Meirihlutanum ber skylda til að hætta þeim leikaraskap sem hann hefur viðhaft í sölu á heitu vatni til viðskiptamanna hitaveitu. Gísli G. Guðlaugsson. Æðisleg vínber blá græn Kartöfluflögur hringir og ostapopp voru að koma BÍLASTÖÐIN v/Heiðarveg Ódýra hvalkjötið er komið Heimaver hækkun á gjaldskrá, að við- bættum 60% af hækkun heild- söluverðs raforku. Vatnsveitan sækir um 27,2% hækkun á notkunargjaldi og gjöldum sem tengd eru því. Hækkar tonnið ef þetta verður samþykkt úr 1,65 í 2,10 frá 1. maí n.k. Hitaveitan sækir um tæplega 16% hækkun á gjaldskrá frá 1. maí n.k. Samkvæmt því verður tonnið af heita vatninu 8,40, en það hefur verið 7,25 frá 1. jan. sl. Hefmtaugargjald hækkar samsvarandi. Hækkunin á heita vatninu kemur til vegna hækkunar á byggingavísitölu 1. apríl sl., en gjaldskrá veitunnar er ein- göngu miðuð við byggingarvísi- tölu. Byggingarvísitala hefur því hækkað mun meira en kaup- gjaldsvísitala, en almennt kaupgjald hækkaði um 5,95% 1. mars sl. Er því greinilegt að ekki er sanngjamt gagnvart notendum veitunnar að miða eingöngu við byggingavísitölu sem hækkar stöðugt, en eins og kunnugt er eru stjórnvöld oft að krukka í kaupgjaldsvísitölu. Kalla Alþýðubandalagsmenn afskipti stjórnvalda af kaup- gjaldsmálum ýmist kauprán eða slétt skipti eftir hverjir ráða í stjórnarráðinu. Virðist eðli- legt að miða verð á heita vatn- inu bæði við byggingavísitölu og kaupgjaldsvísitölu, og taka 50% tillit til breytinga á hvorri vísitölu um sig. Þessar hækkunarbeiðnir stjórnar veitustofnana voru teknar fyrir á fundi bæjar- stjórnar s.I. föstudag og voru samþykktar með atkvæðum meirihlutaflokkanna í bæjar- stjórn. A.S. Páskaegg í miklu úrvali frá NÓA og VÍKING fást á BÍLASTÖÐINNI v/Heiðarveg Viltu spara Kaffitilboð Gevalia - Kaaber - Braga 5 pk. kaffi Venjul. verð 64,50 Tilboðsverð 59,50 Hólayötu 28

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.