Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.06.1963, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 21.06.1963, Blaðsíða 4
4 Ní VIKUTlÐINDI Samskipti femplara við Styrktar- félag vangefinna út af Kumbravogi Úr vörn Arncr Clnnsen í mnll 1§ST gegn W Snemma á árinu 1860 bauð Styrktarfélag Vangefinna templurum samstarf um rekstur bamaheimilis templ- ara að Skálatúni í Mosfells- sveit. Var gerður samningur þessu viðvíkjandi, sem skyldi undirritaður af báðum að- iljum. I samningi þessxun kvað m. a. á um, að bama- heimilið yrði sjálfseignar- stofnun. — Samningurinn lá síðan í fleiri mánuði hjá Um dæmisstúkunni nr. 1, sem af einhverjum ástæðum fékkst ekki til að undirskrifa hann, þrátt fyrir marggefin loforð þar um. Hafði þá styrktar- félagið talið víst að stúkan mundi undirskrifa samning- inn eins og hann lá fyrir og af þeirri ástæðu liafið bygg- ingu starfsmannahúss að Skálatúni fyrir fé styrktarfé- lagsins. Þegar á átti að herða kom í Ijós, að umdæmisstúkan var ekki tilbúin að undirskrifa samninginn, nerná einu á- kvæði væri bætt inn i, sem sé því, að leyst yrðu öll veð- bönd (á annað hundrað þús- und krónur) af Kumbaravogi og flutt yfir á Skálatúnsheim ilið, og KumbaraVogur þann- ig skilinn frá. Kumbaravogur hafði ávallt fram að þessu verið talinn óumdeilanleg eign Barnaheimilis Templara. Nú hefði mátt halda, að eftir að umbj.m. hafði í grein í blaði sínu skorað á stefn- anda að upplýsa á hvern hátt veðbönd voru leyst af Kumb- aravogi, eftir að allt var þar komið í óefni og templarar höfðu gefizt upp á rekstri drykkjumannahælisins þar, að einhver skýring kæmi fram í skýrslu og reikningum stefnanda. Á fskj. nr. 4 bls. 59 segir orðrétt: ,,Eins og skipulagsskráin nýja ber með sér, er hún aðeins sett fyrir Skálatúnsheimi 1 ið, en Kumb- aravogseignin er skilin frá og er áfram og eingöngu und ir umdæmisstúkunni komið hvernig henni er ráðstafað og til hvers Iiún er notuð. Kumbaravogur er nú skuld- laus. Á reikningi stefnanda fyr- ir Barnaheimili Templara, dskj. nr. 4, bls. 108—109, er elcki minnzt á Kumbaravog sem eign lengur, af eðlilegum ástæðum, heldur er hann þar dreginn út af eignalið. Síð- an kemur eins og skollinn úr sauðaleggnum neðst á bls. 109 orðrétt: „Efnahagsreikningur 31. des. 1960, skv. skipulagsskrá 1946 Eignir Jörðin Kumbarayogur í Stokkseyrarhreppi bókf.verð kr. 168.300.67 Reykjavík 10. apríl 1961, Páll Kolbeins. Hér er beitt einhverjum ný móðins aðferðum í bókhaldi, sem venjulegt fólk á erfitt með að skilja. Bókhaldarinn hefur vafalaust séð, að ekki var hægt að undanskilja Kumbaravog, sem skv. skipu- lagsskrá frá árinu 1946 var óumdeilanleg eign Barnaheim ilisins að Skálatúni, og klínir honum þarna aftan við. Þótt Kumbaravogur sé á þennan hátt undanskilinn, sést ekk- ert á reikningum yfir rekst- ur hans, þótt tekið sé fram í skýrslu stefnanda að Kumb aravogur sé leigður út til Njarðvíkurhrepps fyrir kr. 6.000.00 á gri. Hvað er gert við þessar 6.000.00 krónur? Styrktarfélag Vangefinna jhefur verið aðili að rekstri ■ Skálatúnsheimilisins frá þvi um áramót 1960—1961. Nokk'ru fyrir þann tíma kom einn stjórnarmeðlima heim- ilisins að máli við styrktarfé- lagið og baðst ásjár af þeim ástæðum, að úttekt á matvæl um og öðru fengizt hvergi fyrir heimilið, því skuldir væru alls staðar svp miklar. Styrktarfélagið taldi sér rétt og skylt að bjarga ástandinu, þótt það væri ekki orðinn að ili að rekstri heimilisins og gaf þá kr. 75.000.00, þó með því skilyrði, að templarar hafi aldrei lagt fram þessa f járhæð ... Áður en ég skil við barna- heimilið, vil ég geta þess, að á reikningum þess koma fram næsta furðulegar tölur þegar reksturs- og efnahags reikningur er borinn saman. Mun ég nánar ræða þetta atriði við munnlegan flutning málsins. Skv. því sem rakið hefur verið hér að framan, tel ég ummæli umbj. m. um fram- komu stefnanda í sambandi við Kumbaravog, eiga fullan rétt á sér, því þar er þess einungis getið, að frólegt væri að fá svör stefnanda við þeim atriðum, sem þar er spurt um og enn sltorað á stefnanda að gefa skýringar á þeim atriðum, hver stefn- andi hefur ekki treyst sér til ’að gefa enn sem komið er.. Álit umbj. m. var og er enn, að almenningur eigi full an rétt á að fá að vita hið sanna í þessum málum og að engin leynd eigi að hvíla yf- ir starfsemi stefnanda máls þessa. Eg vona að stefnandi geti gefið viðhlýtandi skýr- ingar á þeim atriðum, sem ég hef minnzt á í þessari grein- argehð, því að öðrum kosti geri ég ráð fyrir að stefn- anda muni reynast erfitt að sýna fram á að umrnæli um- bj. m. séu ekki réttmæt. Fjórþröng Framsóknar Framsóknarflokkurinn eyddi meira fjármagni í sið- ustu kosningar en nokkru sinni fyrr. Sumt var flokk- urinn búinn að fá greitt, og annað var í loforðum. Nú hefur hinsvegar heyrzt, að ýmsir fjársterkir Millwood-málðð (Framh. af bls. 1) afbrotamanni undan og á að refsast fyrir samkvæmt ís- ienzkum lögum. Enda hefur Hunt- ekki komið hingað í kurteisisheimsókn síðan Jietta skeði, en margir muna að liann sat á skrifstofu yf- irmanns landhelgisgæzlunnar þegar Milwood var staðinn að ólöglegum veiðum. Mihvood-málið hefur tekið nýja stefnu, eins og saksólai- ari sagði í málflutningi fyrir Hæstarétti, en sú stefna er ekki nógu ákveðin né fylli- lega í anda laganna, þar sem einn afbrotamannanna er ekki ákærður fyrir mjög al- variegt brot gegn íslenzkum lögum og þar af leiðandi skapað fordæmi, sem erfitt verður fyrir íslenzka dóm- stó'a að fást við, ef kvrrt i verður lát'ð liggja. Það er að minnsta kosti skýlaus krafa almennings að fá að víta hvað veklur bess- um viHiingatökum og hvorf yfir’eitt er nokkur skýriiig til á þeim. einstaklingar muni ætla að draga að sér höndina og verða sparari á aurana við flokkinn en þeir höfðu lof- að. Þykir þeim léleg fjárfest- ing að borga til flokksins, fyrst hann komst ekki í rík isstjórn. Þrautarlendingin er að láta kaupfélögin borga meira en gert hafði verið ráð fyrir. Tíminn gaf út aukablað um síðustu helgi, sem var lítið annað en auglýsingar frá ýmsum kaupfélögum úti á landi. Er þetta aðefns lítill hluti a.f framlagi þeirra til Framsóknarflokksins vegna kosninganna. I HVERT HERBERGI í HUSINU HUSGÖGN FRÁ HIBYLAPRVÐI. 12—15 TEG. SÓFASETTA, 15—20 TEG. SÓFABORÐ, ELDIIUSBORÐ ELD- HUSSTÓLAR, HJÓNARUM, SVEFN- SÖFAR OG DAGSTOFUHUSGÖGN HUSGÖGN við allra hæfi. SÍMI 38177 HALLARMÚLA SfLDlN (Framh. af bls. 1) þeirra í bönkunum, hvemig þeim takizt að bjargazt, ef illa fer. En einhverjum verð ur að fórna, þvi bankamir geta ekki haldið áfram að lána öllum, sem fengu lán fyrir vertíðina. Svör við V E I Z T U ... ? 1. Þeir hafa báðir 7 hálsliði. 2. Brennuvargur (sem nýtur þess að sjá logana). 3. Styrjuhrognum. 4. Harlem. 5. Knud Hamsun. 6LAUMBÆR Opið í hádegis- og kvöldverði. Dansað á báðum hæðum. Hljómsveit ÁRNA ELFAR S ö n g v a r i HILMAR MAGNUSSON Borðapantanir í síma 11777. GLAUIIBÆH

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.