Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.06.1963, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 21.06.1963, Blaðsíða 6
6 Ní VIKUTlÐlNDI /■ Khíbburinn Tríó MAGNUSAR PÉTURSSONAR ásamt söngkonunni SÓLVEIGU BJÖRNSSON ÍTALSKI -salurinn Tríó leikur með söngvaraniim COLIN PORTER Hið heimsfræga danspar. LUCIO o g ROSITA leilta og syngja í efri sainum. FRAMHALDSSAGAN — Eg sagði þér að ég hefði verið heima í Cedar Ra- pids, af því að sumarið er óþolandi hérna í New York. Eg var viðhúin því að mér leiddist alveg óbærilega. Eg kunni vel við gamla húsið, saumaklúbbinn og að fara í kirkju á sunnudögum. Er það ekki hlægilegt?“ — Nei, það finnst mér ekki. Honum datt í hug að þessi skartgyðja hefði sjálf- sagt ruglað ýmsa sveitapiltana í ríminu, þegaj^ hún stóð uppi hjá kirkjuorgelinu í marglitu rökkurljósi mós aíkglugganna. - — Það sem mér leiddist þar, voru sf"ákamir, fvrst og fremst. Ekki sízt hvemig þeir klæddu sig. Og ann- að hvort voru þeir svo hlédrægir og eintrjáningslegir, að það var ekki hægt. að tala við þá. eða beir voru vöðvadýr, sem komu beint af akrinum. þar sem þeir léku sér að því að lyfta dráttarvélum með annarri hendi, Einstaka þeirra vom glæsilegustu menn og spennandi svolitla stund, en til lengdar . .. — Eg akil. — Eg hefði átt að vera bóndakona í litlum bnnda- bæ með rósum í gluggunum. Það hefði siálfsagt verið rómantískt að bíða eftir manninum koma heim frá dag- legu striti, ef það hefði verið maður, sem var mér að skapi. En New York hefur alveg eyðilagt mig sem slíka! — Eg vona að ég hafi átt þátt í því! Hún kleip hann í handlegginn. —' Það er einmitt það sem ég á ýið! Mér finnst náttúrlega ennþá þú vera yfirlætisfullur og hræðilega montinn, en burt séð frá því ertu í raunimti anzi sætur, og þú veizt hvernig þú átt að koma fram. Þú móðgast vonandi ekki þótt ég tali svona opinskátt við þig? Hún tæmdi vínglasið, og hann fyllti það fyrir hana á ný. — Þá held ég að þú hefðir ekki á móti Fransmönn- unum, sagði hann. Eftir því sem sagt er, mun það vera þeir, sem fundu upp daðrið. — Eg býzt við að þeir gætu verið-skemmtilegir til tilbreytingar, en til lengdar kýs ég helzt Ameríkana, nánar tilgreint New York-ara. Hún kleip hann í hand- legginn. — Skilurðu hvað ég á við, Russ? — Já, áreiðamlega, elskan, sagði hann og kyssti hana á höndina. — Finnst þér ég hræðileg? spurði hún. Ágeng eða eitthvað annað ennþá verra? — Nei, hvernig getur þér dottið það í hug? sagði hann. Eg kemst ekki hjá því að segja, að þú sért hríf- andi, og það ertu líka! Með sjálfum sér fyrirleit hann sig fyrir þetta bjána- lega smjaður. / — Almáttugur minn! andvarpaði hún í áfengisörv- andi einlægni. Eg hef aldrei hitt neinn, sem ég hef verið eins hrifin af og þér. Það var dásamilegt að elska þig! Þú heldur ekki að ég sé að skrökva að þér, Russ? Heldurðu það? — Nei, Suzy, svaraði hann. Við höfum aldrei farið á bak við hvort annað. Með sjálfum sér hugsaði hann: — Hvers vegna er ég eiginlega að segja þetta? Eg þykist hafa kúltíverað- an smekk, þegar um er að ræða bækur. músik, mál- verk, föt og menn almennt — en hvað verður af þeirri dómgreind, þegar ég tala við stúlku. sem ég held að ég geti kannske sængað með? Er álit Frauds á mann- fclkinu nær sanni en Kalvins? Er ekkert til sem þeitir sál? Er ég ekki mannleg vera með hugsun og dóm- greind? Hef ég ekki svo mikla heilbrigða dómgreind að ég geti séð hvað ég hegða mér heimskulega; og hef ég ekki nægan móralskan styrk til þess að segja nei? Er þá til nok'kurs að ég sé að leggja þessar spurn- ingar fyrir mig? En þarna sat hún rétt hiá honum! Og hann gat ekki varizt þvi að hugsa um fersku og appelsínulöguðu brjóstin á henni, flata magann og gullnu hárin . .. Það var í rauninni bæði ánægjulegt og spennandi að hafa þrjár konur í takinu á sama tíma. Hvaða egoisti gat staðið gegn slíku? Fyrst hann á annað borð hafði gengið svo langt að vera með tveimur Og það var ekki sérlega áhættusamt; Suzy yrði ekki í borginni nema tvær vikur! — Fyrirgefðu mér, Claire! hugsaði hann. Claire? Átti hann ekki við Madeline? Nei, það var ekki Madé- line! Suzy vildi ekki fara á dansstað. Hún vildi heldur fara heim með honum strax. I bílnum á heimleiðinni kysstust þau, og tungur þeirra léku sér saman. — Eg held að það sé tilgangslaust að ergja sjálfan sig með spumingum, hugsaði hann. Bezt ef ég hefði ekki greind til að velta þeim fyrir mér! Þau höfðu varla lokið fyrstu faðmlögunum, þegar hún vildi fá meira að drekka — Það var ekki laust við að honum fyndist það hálf-móðgandi fyrir sig, þótt hann væri ekki í minnsta vafa um að hún hafði not- ið faðmlaganna til fulls. Það var engu líkara en að hún væri hrædd við að áfengisáhrifin hyrfu henni, eins og hún óttaðist að ef ( af henni rynni myndi henni verða ljóst. hversu lítið hún í rauninni væri hrifin af hon um. Reyndar var honum sama hvort hún var hrifin af honurn eða ekki, og hann hafði góða ástæðu til að æsa. ekki upp logana í sínuim arni. Þess vegna bland- aði hann tvo rommsjússa, og þau urðu dálítið meira drukkin. Hún var inni í baðherbergi, þegar síminn hringdi. Hann vissi óðara, að skynsamlegast væri að svara ekki. En ekki var óhugsandi að um áríðandi skilaboð til Madeline væri að ræða. Eða ef til vill var Madeline að hringja. Honum fannst óverjandi að svara ekki. Suzy var ennþá inni í baðherbergi. Hann Vonaði að hún hefði ekki héyrt í símanum. Hann tók símtólið með sér inn í klæðaskápinn frammi á ganginum, lok- aði á eftir sér og svaraði, áður en hringt hafði þrisv- ar. — Halló, sagði hann lágt. — Halló, það er ég. Það var Claire. Hann varð rakur í lófunum, þegar hann heyrði fal- lega röddina hennar. — Hvernig liggur á þér, ástin, spurði hann. — Eg er bál-ösku-reið! svaraði hún. — Eg er reiður sjálfur. sagði hann. Við hefðum átt að eiga þetta kvöld saman. Þetta var alveg nýtt! Ástmærin og vinkonan! — Bölvuð skepna ertu, maður! hugsaði hann. Og á næsta andartaki sagði hann við sinn innri mann: — Þú ert svívirðileg, óforbetranleg, samvizkvilaus og aumkunar- verð bulla!“ Upphátt sagði hann: — Hvaðan hring- irðu? — Úr almenningsklefa. Varð að kaupa í morgunmat- inn á morgun, elskan. — Jæja. .— Þetta er svo harðneskjulegt! Eg hafði hlakkað svo mikið til að hitta þig.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.