Ný vikutíðindi - 04.06.1965, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 04.06.1965, Blaðsíða 3
Ní VIKUTIÐINDI 8 og erlends fólks. Meðan setið var að glæsilegri danskri mál tíð, þá kom Gullfoss brun- andi út Eyrarsund. Islend- ingamir og borðfélagar þeirra risu úr sætum og gengu út að glugga salarins, þeim er að Eyrarsundi vissi, og það fór fagnaðarbylgja um hugi þeirra. En hitt var merkilegra, að allt hið er- ienda fólk, sem þama var statt, reis líka úr sætum sín- mn og horfði með engu minni hrifningu á hinn glæsi lega farkost. Það er nefnilega eitthvað sérstakt, sem erfitt er að lýsa með orðum, við Eim- skipafélagsskipin og þá al- veg sérstaklega við Gullfoss, flaggskipið góða og fagra. Það er helzt hægt að iikja þvi við, að þar væri hluti af islenzku þjóðarsálinni innan borðs. hjalpandi bróðurhönd En Eimskipafélagið er okki eingöngu félag, sem á skip sem flytja farþega og vörur landa á milli og með ströndum fram. Eimskipafé lagið er með vissum hætti nokkurs konar þverskurður af öllu því bezta, sem ís- lenzkt er. Eimskipafélagið tók snemma upp þann hátt að %tja námsmenn og lista- menn landa á milli fyrir lágt fargjald til stuðnings mennt- am og listum. Eimskipafélagið hefur líka iagt fram fé til hafnarfram- kvæmda víða um land, og þegar þrengst var um fjár- ráð hjá Flugfélagi Islands í brautryðjendastarfi þess fé- iags, þá var það Eimskipa- félag íslands, sem rétti fram hjálpandi bróðurhönd. Loks hafa svo Vestur-ís- lendingar stofnað myndar- legan sjóð við Háskóla ís- lands á vegum og í tengsl- um við Eimskipafélagið. SIGURGLEÐI Yfir Eimskipafélagi Is- lands hvíhr viss ferskur og virðulegur svipur. Aðalfund- ir Eimskipaféiagsins eru virðulegar samkomur, þar sem fram koma góðar erfðir fortíðar í nánu samstarfi við líðandi tíð og með brúar- sporða yfir til framtíðarinn- ar. Það var bjartur og léttur blær yfir aðaifundinum 21. maí s. 1. Fundarmönnum svall móður í brjósti; sigur- gleði og sigurvissa settu svip sinn á fundinn. Vel virðist koma til greina, til þess að sem flestir lands- menn geti verið og eignazt hluti í félaginu, að heimila útgáfu nýrra viðbótar smá- hlutabréfa, t. d. þúsimd króna bréfa, sem nýir hlut- hafar gætu fengið keypt, til þess að afla sér félagslegra réttinda og afla sér þeirrar tiifinningar, að þeir séu líka þátttakendur í uppbygging- ar- og þjónustustarfi félags- ins. Það var ánægjulegt að sjá Guðmund Vilhjálmsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóra Eimskipafélagsins, á aðal- fundinum, manninn með ára- tuga langt farsælt starf að baki. Og hinn bjarti og ein- beitti svipur framkvæmda- stjórans nýja fól í sér fyrir- heit inn, að merki félagsins skuli ekki falla, meðan hans nýtur við. * * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ t ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Sími 17333. GLAUMBÆR Dansað öll kvöld (nema á miðvikudögum). Borðpantanir í síma 11777. Kvöldverður framreiddur frá kl. 19,00. GLAUMBÆR SÓII 11777 og 19330 KOMPAN Hátt fargjald - Börnin í sveit. - Viðey - I Engey - Bossa Nova. - Lokaðir baðstaðir - Astarvísa. - Hábær ÞAÐ er mál manna, að Akraborgin sé dýrasti farkostur í veröldinni, en far- miði með henni upp á Akranes kostar eitt hundrað og tuttugu krónur. Lætur nærri að hver míla, sem þetta ágæta skip flytur mann, kosti tíu krón- ur og er það sannarlega drjúgur skild- ingur fyrir ekki lengri ferð. Þrátt fyrir hin háu fargjöld hefur útgerðin gengið hálf-brösulega, og mun um að kenna ónógri fragt. Til dæmis fer Akraborgin ekki nema einu sinni í viku til Borgamess, en kaupfélagið þar mun hafa tekið þann kostinn að flytja allar sínar mjólkuraf- urðir hingað suður með bílum. ÞEIR munu þykja alra manna lánsam- astir, sem hafa komið bömum sínum í sveit, en að því er nú ekki hlaupið. Þó hefur það aukizt talsvert á síðari árum, að sveitaheimili taki nokkuð mörg böm yfir sumartímann og höfum við fregnað að gjaldið fyrir hvert bam sé 2.500 krónur. Það er sem sagt vissara að hafa góð- ar tekjur, ef senda á mörg böm frá sama heimilinu í sveit. ER EKKI hugsanlegt að gera skemmti- garð úti í Viðey? Víst er að fólk hefur talsverðan áhuga á því að fara þang- að út, en hins vegar mun eigandinn, Stefán Stephensen, ekki vera yfir sig hrifinn af rápi út í eyjuna. Mun Stef- áni hafa gramist blaðaskrif um slæma umgengni í eyjunni, þar sem hann var hafður fyrir rangri sök, og það svo mjög að hann er varla fáanlegur til að leyfa fólki að skoða hina merku Viðeyj- arstofu. Annars hefur heyrzt að Stef- án hafi boðið bænum Viðey til sölu, en verðið er fimmtán milljónir. ÖNNUR eyja er í nágrenni Reykjavík- ur, Engey, og hefur löngum verið búið þar, en þó ekki síðustu áratugina. Þar standa tvö hús og hafa til skamms tíma verið í megnustu van- hirðu. Svo brá við um síðustu helgi, að ein- hver tók sig til og málaði húsin, og er það sannarlega þakkarvert. ÞAÐ mun heldur hafa hlaupið á snær- ið hjá einum af blaðamönnum viku- blaðsins Fálkanum á dögunum. Fréttzt hefur, að Sigurjón Jóhanns- son hafi komizt yfir myndir, sem tekn- ar voru á hinum frábæru tónleikum Músíka Nóva (sem nú er ahnennt nefnd Bossa Nóva) og mxmu myndim- ar koma í Fálkanum innan tíðar. MIKIL gremja er meðal sóldýrkenda I þeirra, sem sækja baðstaði höfuðborgar I innar, út af því að ekki skuli vera op- ið á almenmun frídögum, þegar fólk hefur einna helst tækifæri til að slíeikja | sólskinið, fáklætt. Þessu má til með að kippa í lag, og væri til dæmis hugsanlegt að hafa að- gangseyrinn ögn hærri rnn helgar, til að standa straum af helgidagavinnu- kaupi starfsfólksins. Á skólaárum sínum varð Tómas Guð- mundsson skáld eitt sinn ástfanginn af danskri stúlku, og eins og við var að búast orkti hann henni ástarljóð og það ekki af verri endanum: ,Du ved ej hvor jeg længes min elskede eftir dig Jeg tror jeg ville hænges hxis du blev hængt með mig“. TALSVERÐ aðsókn mim hafa verið að liinum ldnverska matstað í Hábæ, enda er maturinn þar ágætur, þó að hér- lendis sé að vísu ekki hægt að fá allt til kínverskrar matargerðar. Þarna er hægt að velja mn fjóra kínverska rétti og sitja í rólegheitum, laus við hávaða í lélegum músiköntum. Ef ástæða væri til að kvarta yfir ein- hverju á þessum ágæta matstað, væri það helst loftræstingin, en eins og allir vita svitna menn, þegar étinn er kín- verskur matur með tilheyrandi kryddi. Bö rkur ifc

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.