Ný vikutíðindi - 04.06.1965, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 04.06.1965, Blaðsíða 7
Ní VIKUTIÐINDI 7 að ég komist í rétta lest, og segðu mér hvenær við getum sézt aftur“. „Engin stefnumót framar hjá okkur, elskan“, segi 6g- „Og haltu þér frá næturklúhbmn. Hallaðu þér að strákum á svipuðum aldri og þú og láttu þá ekki sóa aurum á svona búlustöðum". „Jim, ertu reiður út í mig? Ég bauðst til að borga helminginn, eins og þú manst“. „Það kemur ekkert þessu máli við. Ég er bara að reyna að koma þér í skilning um að allir næturklúbb- ar eru búlur“. „En af hverju má ég ekki hitta þig aftur?“ Svo að ég segi henni, að það sé ómögulegt, og hún skilur það ekki og er særð og fer að gráta, þegar ég kveð hana við lestardyrnar án þess svo mikið sem kyssa hana í kveðjuskyni. Ég býst við að hún sé ennþá að velta því fyrir sér, hvað hafi komið fyrir, en hvernig gat ég sagt henni að það hafi verið vegna þess að hún var svo indælt og saklaust barn. Svo að ég geng heim, og ég hef ennþá ekkert að sýna henni vinkonu minni á matbarnum, sem geti sannfært hana um, hvers vegna ég sé hættur að hitta hana. Akærður fyrir þjófnað ... Einu sinni lenti ég í hálfgerðum habbít inni á lög- reglustöðinni við 54. Stræti. Þetta var sólbjartan eftirmiðdag. Rangeygður ístru- belgur kemur út úr dyrunum á Hótel Waldorf Astoria °S segir mér að aka að Madison Square Garden. Eg ?ari það tafarlaust, og gjaldið reynist vera ein sjö- tíu sent. Hann fær mér 20 dollara seðil, og ég neyð- lst til að iðka hlaupaæfingar í nokkrar búðir áður en ™ér tekst að fá seðlinum skipt. Allt og sumt, sem ég ^æ að launum fyrir erfiði mitt, eru skitin tíu sent. Eg hef ekki fyrir því að þakka honum. Jseja, ég renni í burtu og sé kurfinn hverfa í mann- þröngina. En hvað er nú þetta! Mér verður litið á tramsætið og kem auga á veski, sem ístrubelgurinn hefur skilið eftir. Eg opna það og sé átján dollara í því. Þar sem ég er heiðvirður borgari, sný ég bílnum °S leita að manninum. En hann er hvergi sjáanleg- ur. Svo að mér kemur í hug að það er lögreglustöð þarna í nágrenninu. Eg álykta að réttast sé að af- henda lögreglunni peningana, og að ef til vill fái ég þá alla, ef maðurinn vitjar ekki um þá. A lögreglustöðinni tefst ég í hálf-tíma. Mér er vís- að frá einum til annars. Eg þarf að útfylla nákvæma skýrslu — hvar ég tók farþegann upp í, hvert ég ók honum og hversu mikið ég fann. Að lokum er ég farinn að sjá eftir því að hafa ekki haldið þesstun skitnu átján dollurum og efast um að það borgi sig að vera heiðarlegur. Eftir þessa þolraun er ég á leið út, en þá kemur rangeygði fitukeppurinn vaðandi inn og spyr hvort Éigubílstjóri hafi komið með veski í vanskilum. Eg geng til hans og segi, að hann muni geta vitjað mn veskið og peningana við afgreiðsluborðið. Skarfurinn ?orir ekki svo mikið sem að þakka mér, svo að ég &eng á ný til dyra. En áður en ég er kominn út, kall- ar lögreglumaðurinn á mig og biður mig að tala við sig. „Hvað er nú að?“ spyr ég svolítið önugur. »Þú þarft að gefa svolitla skýringu, góði,“ segir lÖgreglumaðurinn með drápsaugum. „Þessi maður full- yrðir að það hafi verið tuttugu og fimm dollarar 1 veskinu, og hann finnur þar ekki nema átján.“ Eg fyllist ofsabræði og sný mér að ákæranda mín- Um- „Hvemig geturðu sagt svona nokkuð, þegar þú Veizt að það er ekki satt?! Svo að þetta em þakkimar iyrir að vera heiðarlegur og skilvís. Eg er búinn að 6yða löngum tíma og mikilh fyrirhöfn í að skila pen- lngum þínum og pappírum. Hvað viltu meira?“ Mér svíður sárt að hugsa til þess, að ef til vill verði 6g settur í fangelsi og þurfi að borga lögfræðingi tU Þess að losna úr klípunni. í sama bili kemur varðstjórinn fram og heimtar að fá að vita, af Verju þessi hávaði stafi. Svo ag ég segi honum LÁRÉTT: 1. rekkja, 5. gengur, 10. falla, 11. lok, 13. andaðist, 14. fellt, 16. dindill, 17. sam stæðir, 19. rödd, 21. ægi, 22. lægð, 23. sjógangur, 26. salt- kjöt, 27. hljóð, 28. álkuleg, 30. púld, 31. dýra, 32. mú- hameðstrúarmaður, 33. lengd arein., 34. tré, 35. hitamælir, 36. æfðar, 38. skvampa, 40. umferðarmerki, 41. óhreinka, 43. blóm, 45. starfrækti, 47. kvantúm, 48. furðudýra, 49. ifugl, 50. hjálparsögn, 51. nóta, 52. vein, 53. skel, 54. áflog, 55. ókyrrð, 57. heilt, 60. forsetning, 61. búsáhöld, 63. unir, 65. egnir, 66. skraut. hvernig í öllu liggur. Varðstjórinn segir þá sitt á- lit á málinu: „Mér virðist þér sýna bílstjóramum mikið órétt- læti. Hann hefur sennilega misst af nokkrum klukku- stunda akstri við að skila veskinu yðar, auk allrar þeirrar fyrirhafnar, sem hann hefur haft af því. Og nú kærið þér hann fyrir að hafa stohð sjö doll- urum. Það er rökrétt að álykta, að ef bílstjórinn væri óheiðarlegur, myndi hann aldrei hafa farið að skila þessum átján dolluniTn.** Rangeygði ístrubelgurinn lætur sig loks og seg- ir, að kannske hafi sér skjátlast. Varðstjórinn á- vítar hann fyrir að bera fram rangar sakargiftir á saklausan mann og skipar honum að fara út. Þeg- ar hann er farinn þakka ég varðstjóranum fyrir að taka upp hanzkann fyrir mig. „Eg er yður mjög þakklátur, varðstjóri. Þér máttuð ekki seinna koma. Þakka yður kærlega fyrir.“ „Ekkert að þakka,“ segir varðstjórinn brosandi. „Mín er ánægjan. En ég ráðlegg þér til að hlaupa ekki upp á nef þér, Jim, bara vegna þess að ein- hver og einhver sakar þig um óheiðarleika. Taktu það ekki svo nærri þér. Engir eru fullkomnir. Hann hljóp á sig. Farðu nú að vinna og gleymdu þessu.“ Eg vildi að ég gæti það. Vegna þessa aulabárðar varð ég að hálfs dags kaupi. Mér gremst þetta ... Sumir menn eru fæddir auðvirðilegir, hugsa ég. Einu sinn heimsótti ég bílstjóra, sem vann með mér. Konan hans hélt íbúðinni tandurhreinni, en samt úthúðaði hann henni fyrir það að hún skyldi gleyma að hreinsa öskubakkann. Eg vissi að hann gerði þetta til þess að sýna hvað hann væri mikill hreinlætismaður sjálfur. En slíkir fuglar finna sér alltaf eitthvað til foráttu. Þeir þyrftu að fá spark í staðinn, og ég þarf ekki að segja þér hvar. LÓÐRÉTT: 1. titiU, 2. kjör, 3. afnota- réttur, 4. aría, 5. Rvík, 6. fæða, 7. stall, 8. dýr, 9. lyf- seðill, 10. hæðir, 12. þófar, 13. lægð, 15. dýrka, 16. þver stykki, 18. kona, 20. hygg- ing, 21. áætli, 23. friðil, 24., vafaorð, 25. fúann, 26. um- ferðarmerki, 28. eflda, 29. grenja, 35. umgjarðar, 36. bíll, 37. gufi, 38. raupa, 39. ójafna, 40. rabb, 42, muldra, 44. samhljóðendur, 46. mann lausar, 49. vein, 51. hugboð, 52. gubbar, 55. reykja, 56. hugarburða, 58. óþétt, 59. vissa, 62. forsetning, 64. greinir, 66. umferðarmerki. LAUSN á síðustu krossgátu LÁRÉTT: 1. snörp, 5. gösla, 10. kræfa, 11. glatt, 13. ár, 14. rugg, 16. snöp, 17. ær, 19. sin, 21. ske, 22. ækið, 23. hráar, 26. fínn, 27. kið, 28. slumpar, 30. tin, 31. aukar, 32. skolt, 33. ek, 34. kr., 35. í, 36. fólks, 38. karfa, 40. k, 41. sko, 43. lakkaði, 45. nei, 47. kyrr, 48. rakti, 49. ægir, 50. inn, 51. R, 52. I, 53. ann, 54. sn, 55. líma, 57. auðn, 60. na, 61. trafa, 63. snáfi, 65. áfast, 66. ís- aði. LÓÐRÉTT. 1. sr, 2. nær, 3. öfug, 4. rag, 5. g, 6. ögn, 7. slög, 8. lap, 9. at, 10. kriki, 12. tækni, 13. ásæki, 15. gárur, 16. snaps, 18. renna, 20. niða, 21. sítt, 23. hlakkar, 24. ám, 25. rakk- aði, 26. f, 28. skell, 29. rorri, 35. ískis, 36. forn, 37. skapa, 38. Katlað 39. anga, 40. kirna, 42. kynnt, 44. kk, 46. einni, 49. æ, 51. rífa, 52. iðna, 55. laf, 56. mas, 58. uss, 59. náð, 62. rá, 64. fi, 66. í.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.