Nýi tíminn - 12.03.1947, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 12.03.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. marz 1947. 5 TÍMLNN MSVI I STUTTU HALI Bandaríkjamenn eru öðru livoru að minna aðra v býður við að horfa. Nýlega hefur bandaHsM flughcrinn sprengjuflugvélinni 'B-30. Lsetur hann það fyigja meS, s sprengju til hvaða byggðarlags, sem vera skal, og komizt að lenda. w yub-iLi ' í í Aþenu búa sendiherrarnir, þangað koma enlendir blaða- menn. í Aþenu er líka vottur af lýðræðislegu skipuiagi. Blaða- maður, sem kemur þangað í skyndiheimsókn, verður ekki var við neitt athugavert. Þingið starf ar, stjórnarandstaða er leyfð og EAM er leyft að gefa út blað. en honum kynni að koma til hugar að vilja ferðast um land- ið, verður hann var við átakan lega umönnun fyrir velferð sinni. „Ræningjafilokkar“ vaða uppi, og hann er ekki óhultur um líf sit't .. því miður ..... það er ómögulegt að vera honum hjálp- l<?gur ... það er svo mikill á- byrgðarhluti. Hann verður að vera kyrr í Aþenu — og þar af leiðandi hefur hann ekki að- stöðu til að vita, að ekkert af EAM-blöðunum kemst út fyrir takmörk borgarinnar, 'áð í 95 prós. af öllu landinu er öll mót- staða ólögmæt, að EAM og EPON eru alls staðar neydd til að fara huldu höfði. Þessi undantekning er aðeins til blekkingar. Og frelsinu í Aþenu eru einnig takmörk sett. Við sátum með nokkrum EPON-mönnum í húsa- kynnum klúbbs eins. EPON hafði áður 26 slíka klúbba viðs- vegar um Aþenu. Það var ráðizt á þá hvern á fætur öðrum, þeir voru leystir upp og húsakynni þeirra eyðiilögð. Loks er þessi eini eftir ,,og það er alveg víst, að honum verður lokað einhvern doginn," segir sá; sem við erum að tala við, einbeittlegur stúdent, sem oft hefur verið tekinn fastur. — „Maður verður að vera þess al- búinn, hvenær sem er, að eitt- hvað slíkt komi fyrir. í gær voru hér óeirðir. Ef til vill hefur það verið undanfari þessa“. Samkvæmt áskorun okkar seg ! ir hann okkur dálítið um sögu og markmið EPON: Grundvöllurinn að þessum samtökum var lagður 23. febr. 1943 með sameiningu 10 æsku- lýðsfélaga, sem öll tóku virkan þátt í andstöðunni gegn hernáms liðinu. Skömmu seinna kom í ljós styrkur þessara samtaka, en þau beittu sér fyrir almennum mótmælum, sem gerðu að engu fyrirætlanir Þjóðverja og ítala um stórkostlegt útboð verka- manna. Eldskírnina hlaut EPON 22. júlí 1943, er það tók þátt í götubardaga í Aþenu. Tala þeirra, sem féllu í þessum bar- Si$ai8i liliiíi daga, skipti hundruðum. Á með- an á frelsisbairóttunni stóð, féllu þeir þúsundum saman. „Hvað segið þið við ákærunni um siðlausan áróður?“ spyrjum við. „Fyrir hverju Derzt EPON í dag? Ósjálfrátt rís einn af við- stöddum á fætur, dregur út skúffu, tekur upp skjaldarmerki EPON og réttir okkur. „Fyrir þessu berjumst við.“ Skjaldarmerkið er ungur mað- ur, sem er á leið upp á við móti morgunsó'linni. „En látið það ekki sjást á götunni“, bætir hann við. „Þá eigið þið á hættu að vera teknir fastir.“ Annar leggur nokkra bæklinga fyrir framan okkur á borðið. Það er stefnuskrá EPON. Frelsi til handa föðurlandinu, og' samein- ing þess. Útrýming fasisma bæði í heimalandinu og hvar sem er í heiminum. Trygging lýðfrelsis- ins. og hinna f jögurra grelna | frelsisins. Barátta gegn landw ingastyrjöldum. Taka höndum j saman við önnur æsku’.ýð eða samtök, sem beriast 'g> i N' i » L L —i L táiii ot I-. . = ‘ fasisma, um öryggi friðarins. — Endurreisn landsins eftir eyði- leggingar stníðsins. EPON mun beita alium sínum kröftum til að skapa ný-gríska menningu á þessum grundvelJi. Þannig er áróður EPON. Er hann ekki siðlaus?! ¥ Við erum að fara í gegn um bunka af dagblöðum, sem bönn- uð eru í sveitinni. Þau eru öll merkt með: ,2. hernámið". Allt í einu kemur simskeyti. Andlit aðalritarans Ijómar af gleði, er hann hefur lesið það. Hann rétt- ir okkur skeytið. Það er frá amerískum jafnöidrum, sem láta í ljós vanþóknun sína á þeim öflum, sem fótumtroða lýðræðis- leg réttindi hins gríska æsku- lýðs. „Þetta virðist hafa lítið að þýða,“ segir aðalritarinn, „en þið ættuð að vita hversu mikils virði það er fyrir okkur. Það kemur fyrir, að okkur finnst við standa einir í baráttunni. — Við fáum einstöku sinnum svona skeyti, en óskuðum gjarnan eftir miklu fieirum." Hann heldur á- fram og rödd hans hefur fengið aukinn þrótt. Hinn ungi Grikki taíar til okkar fyrir hönd lands síns og orð hans hljóma eins og hróp eða áskorun til hinnar dönsku æsku, til alirar dönsku þjóðarinnar; Okkur fækkar með degi hverjum, dag hvern falla fleiri eða færri af beztu mönnum okkar. Æska vor þjáist í fjöll- unum og kvelst í fangabúðunum. Líf okkar er í stöðugri hættu. — Ætlið ekki, að það séum aðeins við, sem erumí í hættu. Síðar kemur röðin að ykku.r Einn af EPON-mönnunuim fylg ir okkur gegnum Aþenu. Á göt- unum er líf og fiör ein' og venjulega í Suðurlöndum. Þar úir óg grúir af fólki. ,er að Framhald á síðu. iGYPTAR geta ekki sætt sig við annað, en að Bretar fari tafarlaust með allt sitt her- . lið á brott úr Egyptalandi sagði egypzki forsætisráð-- herrann, Nokrashi Pasha, í egypzka þinginu 3. þ. m. Hann skýrcii frá því, að Bret- ar hefðu viljað fá margra ára frest til að ljúka brott- flutningi herliðs síns, þrátt fyrir yfirlýsingar Attlees og Bevins, um að Bretar af- söluðu sér öllum rétti til her setu í Egyptalandi. NÝLEGA fóru fram kosningar ríkisstjóra og ríkisþinga í Brasilíu og borgarstjórnar I í höfuðborginni Rio de Jan- eiro í fyrsta skipti síðan 1934. Fullnaðarúrslit eru ekki kunn, en af þeim frétt ' um, sem borizt liafa, er ljóst, að kommúnistar hafa unnið allra flokka mest á í kosr i .g unum. Er það í samræmi vi§ stjórnmálaþróunina í öðrum Suður-Ameríkuríkjum, en þar hafa kommúnistaflokk- arnir eflzt mjög. upp á síð- kastið. NORSKA ÞINGIÐ samþykkti 4. þ. m. með 101 atkv. gegn 11 að hafna tilmælum Sov- étstjórnarinnar um samn- inga varðandi sameiginlegar hervamir á Svalbarða. Aft- ur á móti samþykkti þingið, að halda áfram umræðum um endurskoðun Svalbarða- samningsins frá 1920. í á- lyktun þingsins segir, að því sé vel ljóst, hvílíkra efna- hagslegra hagsmúna Sovét- ríkih hafi að gæta á Sval- barða, og minnist með þakk læti þeirrar hlutdeildar, sem Sovétríkin áttu í frelsun Noregs. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bretlands og Frakkhtids hafa undirritað vináttu- og varnarsamning milli landa sinna. Sáttmálinn á að gilda í 50 ár og skuldbinda báðir aðilar sig til að standa sam an ef Þýzkaland kynni að hyggja á árás í framtíð nni. Á FUNDI öryggisráðsins 5 þ. m. gaf Gromyko fulltrúi Sov étrikjanna þýðingarmikla yf- irlýsingu um stefnu stjórnar sinnar í kjarn,orkumálum, J Vill hún láta það ganga fyr ir öllu, að samþykkt sé bann við framleiðslu kjarnorku- vopna og annarra múgdráps tækja. Sovétstjóitiin hefur endanlega ákveðið að hún geti ekki sætt sig við skýrslu kjarnorkunefndarinnar í þeirri mynd sem hún er nú ,og telur hún Bandaríkin vera að reyna að skipa sam einuðu þjóðunum fyrir verk- um um aðgerðir í kja; t íorku- málunum. TILKYNNT VAR í Aþttiu 5. þ. m„ að 500 forystumenn vinstri flokkanna, sem hand- tekr.ir voru daginn áður, hefðu samdægurs verið dæmdir og fluttir í útlegð til eyðieyjar í Eyjahafi. — Demokrataþingmaður, frá New kfexikóríki, sem á sæti í f utanríkismálanefnd Banda- ríkjaþings, sagði 5. þ. m., að vel gæíi svo farið, að banda rískt herlið yrði sennt til Grikklands. Bandaríski öl<. • ungadeildarþingmaðurinn Barkley hefur skirt frú því, að Truman forseti muni þrrd lega leggja til við þingið, að líkissjóður Bandaríkjanna veiti grísku stjórnimi 250 millj. dollara lán. Gríski Öryggismálaráð- herrann* Zerves, hefur til- kynnt, að handtökum vinstri manna verði haldið áfram. 7. þ. m. voru 27 þekktir vinstri menn í Aþenu dæmdir í út- legð í viðbót við þá 500, sem dæmdir voru fyrr í vikunni. NEÐRI DEILD brezka þingsins felldi með 337 atkv. gegn 185, tillögu íhaldsmanna um að fresta því um óákveðinn tíma að Bretar afsali sér völdum í Indlandi. Tillaga stjórnarinnar um valdaafsal 1948 var síðan samþykkt. BRÁÐABIRGÐAÞING Indo- . nesa hefur samþykkt trausts yfirlýsingu á stjórn dr. Sjahris, og falið henni að koma því til leiðar, að Borneo, Celebes og aðrar Molukkaeyjar .samei íist indo nesiska lýðveldinu. LUNDÚNAFRÉTTARITARI Kaupmannahafnarblaðsins „Land og Folk“ hefur átt tal við brezkan Verkamanna flokksþingmann George Thomas, sem nýlega dvaldi í Grikklandi, og heimsótti þá yfirráðasvæði skæruliða. ,,Þó maður kalli grísku stjórn ekki fasistiska,“ sagði Thomas, ,,þá verð ég að segja, að hún hefur öll þau e'ukenni, sem ég gæti búizt við að finna hjá fasistískri stjórn“.......„Lífið á yfir ráðasvæði skæruliða er með allt öðrum blæ“, segir Tho- mas. „Þar er fólk frjálst og hamingjusamt, og þárf ekki að óttast embætt.ismenn stjórnarinnar." •— Thomas er í hægra armi Verkamanna flokksins og hefur staðið mjög nærri Bevin utanríkis- ráðherra. FRÉTTARITARI sænska blaðs- ins „Ny dag“ í Róm símar nýlega blaði sl íu á þessa leið: ítalska afturhaldið hef- ur íarið tvennar hrakfarir seinustu vikurnar. Fyrst reyndi það að rjúfa einingu verkalýðsflokkanna og síðan. að bola þeim út’ úr ríkis- stjórninni. Meðan átökin stóðu yfir í sósíalistaflokkn um var de Gasperi forsætis ráðherra í B: i idaríkjunum að semja um lán. Er hann kom til Italíu lagði hann fyr irvaralaust fram lausnar- beiðni fyrir stjóra sína. Kvis aðist að hann hefði lofað Bandaríkjamönnum og ítalska afturhaldinu, að losa sig við fulltrúa verkaiýðs- flokkanna í stjón únni. Þetta fór þó á.annan veg því þeg- ar hann myndaði stjórn á ný voru verkalýðsflokkarnir á- hrifameiri en áður.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.