Nýi tíminn


Nýi tíminn - 16.03.1950, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 16.03.1950, Blaðsíða 8
Hrynjandi markaðir. Hermann og t Heiðnaberg. Efnt til samkeppni um minjagripi Ferðaskrifstoía ríkisins hefur undanfarin ár haft minjagripasölu til ferðamanna og seldi s. 1. ár minia- gripi fyrir um 360 þús. kr. Það 'sem mest hefur háð hessari starfsemi er einmitt að hörgull hefur verið á smekklegum og heppilegum listiðnaði, sem bjóða mætti erlendum ferðamönnum sem minjagripi um ísland. Ferðaskrifstofa ríkisins og Heímilisiðaðarfélag ís- lands hafa nú efnt til samkeppni um land allt um fallega minjagripi. Sýning að samkeppni lokinni. Ennfremur er ráðgert, ef mikið berst góðra muna, að halda á þeim sýningu að sam- keppninni lokinni og jafnvel að senda úrval þeirra á erlend ar minjagripasýningar. Sérstaklega er því beint til allra öryrkja, vinnuhæla, sjúkrahúsa og annarra, þar sem góðar aðstæður eru til tóm- stundavinnu, að taka þátt í sam keppni þessari, — en ekki síður til allra fyrirtækja og einstakl- inga, sem framleiða listiðnað af einhverju tagi. Það skal og tekið fram, að dómnefnd sú, er valin hefur verið, mun starfa áfram að sam keppninni lokinni og veita grip- um viðtöku, en þeir sem berast eftir umræddan tíma, 30. apríl, koma að sjálfsögðu ekki til greina við verðlaunaveitingu né sýningu, ef haldin verður. Verði þjóðinni til sóma. Með átökum manna um allt land er það von forgöngumann- anna að samkeppni þessi geti orðið spor í þá átt að efla fagr- an listiðnað í landinu, veita því fólki, sem sendir góða gripi, markað fyrir framleiðslu sína gjaldeyri til handa þjóðinni. En og skapa um leið erlendan Stofnfundur félags til menntatengsla fslands og Ráðstjérnarrikjanna á snnnndaginn Framhaldsstofníundur haldinn bráðlega S.l. sunnudag kl. 2 e.h. var haldinn í Tjarnarkaffi stofn- fundur félagsskapar, sem ætlar sér að vinna að áukinni kynn- ingu og menningartengslum milli Islands og Káðstjórnar- ríkjanna. Fundur þessi var boðaður af undirbúningsnefnd, sem í áttu sæti þeir Kristinn E. Andrés- son, Sigurður Jóhannsson og Sigfús Sigurhjartarson. Kr. E. Andrésson setti fundinn og bauð gesti velkomna en Arn- finnur Jónsson var fundarstjóri. Ræður fluttu m.a. Kr. E. Andrésson og H. K. Laxness Þá var og lagt fram uppkast að lögum fyrir félagið. Fundur- inn var mjög fjöhóttur, svo að húsrými reyndist alltof lítið og fjölmargir urðu frá að hverfa. Var samþykkt að efna hið bráð- asta til framhaldsstofnfundar í rýmri húsakynnum. ★ Framsöguræða Kristins E. Andréssonar verður birt í næsta blaði. 1 þó fyrst og fremst hitt, að þeir minjagripir, er úr landinu fara, geti orðið þjóðinni til verulegs sóma, hvar sem þeir sjást. Um tilhögun og framkvæmd þessarar fyrirhuguðu sam- keppni er þetta að segja: Engin takmörk eru sett fyrir tegund gripar.na. Kemur allt til greina, sem heppilegir minja gripir geta talizt, svo sem hverskonar hannyrðir, trésmíða gripir, málmsmíði, skartgripir, leðurmunir, leikföng, brúður og ýmiskonar föndur, svo fátt eitt sé nefnt. Það eina, sem binda verður nokkrum takmörkum, er verð hlutanna, sem sendir eru, þótt ekki sé það frágangssök, að einstaka fagur gripur sé nokkuð dýr. Þrenn verðlaun. Þeir aðilar, sem að samkeppn inni standa, hafa valið þriggja manna dómnefnd hinna fær- ustu manna, sem kostur er á. Þegar allir þeir gripir, sem til samkeppninnar berast, eru komnir á einn stað, verða þeir afhentir dómnefnd, nafnlausir, og velur hún allt það úr, sem heppilegast og smekklegast get ur talizt. Hefur þá verið á- kveðið, eins og gert er á öllum hinum Norðurlöndunum, að merkja þá gripi, er þannig eru valdir, sérstöku viðurkenningar merki, og heldur framleiðand- því merki, geri hann fleiri sam svarandi gripi. Gripir þessir sæta síðan forgangsrétti á þeim sölustöðum, t. d. bæði Keflavík og í Reykjavík, þar sem erlend um ferðamönnum verður sér- staklega ráðlagt að verzla, og verður athygli þeirra vakin á viðurkenningarmerkinu. Á með- al þessara gripa verður síðan dæmt um þrjá hina beztu og verðlaun veitt samkvæmt því: 1. verðlaun kr. 1000,00, 2. verð laun kr. 700,00 og 3. verðlaun kr. 500,00. Frestur til 30. apríl. Frestur til þess að skila grip um til samkeppninnar er ákveð inn til 30. apríl næstkomandi. Skal senda þá til Ferðaskrif- stofu ríkisins, annaðhvort á Akureyri eða í Reykjavík, í góðum umbúðum, og skulu um- búðirnar merktar „Samkeppni". Nafn og heimilisfang sendanda skal fylgja með hverjum grip í viðlögðu umslagi, og verða dómnefnd þá afhentir gripirn- ir tölusettir, en nafnlausir. Einnig er nauðsynlegt að greina frá verði, og skal það vera hið sama og sendandi treystir sér til að framleiða vöruna fj'rir framvegis að óbreyttum ástæð- um, sé um fleiri samkynja hluti að ræða. Ef hægt er að koma því við á smekklegan hátt, er æskilegt að merkja gripina „Ieeland" Eru öll líkindi fyrir því, að þeir, sem skilað geta smekklegum gripum í sam- keppni þessa við hóflegu verði, geti framvegis átt tryggan markað. Gullöld marshallsteínunnar: Ekki lengnr til ambúða papír! í dagblaði Eysteins og eymdarinnar, Tíman- birtist í gær eftirfai’andi: ,„ORÐSENDING TIL HÚSMÆÐRA. Þar sem birgðir vorar af umbúðapappír eni þrotnar getum vér ekki fyrst um sinn af- greitt SKYR til annarra en þeirra, sem koma með umbúðir undir það í mjólkurbúðirnar. M j ól kur samsal an. “ Þessi stutta tilkynning er eitt lítið dæmi um velgengní íslenzku þjóðarinnar undir marshall- stefnu þeirra Eysteins, Bjarna Ben. og Stef. Jóh. Það er ekki einu sinni til umbúðapappír um skyr! — Skyldi líða langt þangað til Tíminn birtir annaö álíka eymdarvæl betliþjóðar varð- andi mjólkurflöskur? Er það kannske misskiln- ingur aö hálfgerður eysteinseymdarsvipur hafi verið á útvegun þeirra undanfariö? ÚRRÆÐI SÓSÍALISTAFLOKKSÍNS V. AUKIN TffiKNI Eitt meginatriði í sam- bandi við framleiðslu og framleiðslukostnað er aukin tækni. Lífskjör almennings á undanförnum árum hafa mótazt af nýsköpun atvinnu- lífsins, sem sósíalistar hrundu af stað, en þó var það verk aðeins hafið, þeg- ar afturhaldinu tókst að stöðva þróunina. Með auk- inni tækni og stórum fjöl- þættari framleiðslu er hægt að stórlækka kostnaðinn og skapa aukið öryggi. Jafnframt þarf að koma betra skipulagi á útgerðina, koma í veg fyrir bruðl og sóim og óhæfilegan kostnað við útgerðarstjómina. Með aukinni tækni og bættu skipulagi má einnig lækka að mun verð land- búnaðarafurða og tilkostn- aðinn við iðnaðinn, en þau atriði eru einn mikilvægasti liðurinn í verðbólgunni inn- anlands. Sósíalistar hafa látlaust brýnt fyrir þingi og þjóð nauðsyn tækniþróunar, en talað fyrir daufum eyrum á þingi síðustu árin. Með geng- islækkunarfrumvarpi íhalds- ins verður tækniþróunin mjög torvelduð, þar sem innkaupsverð véla og tækja erlendis hækkar um 74,3%, Sjónarmið Sósíalistaflokks- ins í þessum málum voru dregin þannig saman í kosn- ingastefnuskránni í haust. „Hafizt sé handa um skipulegt átak til þess að lækka framleiðslukostnað i sjávarútvegi og vinnslu sjávarafurða, iðnaði og landbúnaði með aukinni tækni, bættum vinnu- brögðum og betra skipu- lagi. Lögð sé áherzla á inn- flutning nýtízku véla og tækja, þannig að ekkert þurfi á að skorta íál þess að hægt sé að koma við sem fullkomnastri tækni í framleiðslunni, jafn- framt því sem hagnýt- ing þessara tækja sé sldpulögð þannig að full afköst fáist úr hverri vél og verksmiðju. I landbún- aðinum sé lögð áhcrzla á aukna samvinnu bænda, þannig að vélakosturinn nýtist betur og hægt sé að koma við rekstri í stærri stíl jafnfranit betri og hagkvæmari nýtingu af- urðanna, Byggingarkostn- aður sé lækkaður með skipulagðari vinnubrögð- um sbr. sundurliðaðar til- lögur, sem Sósíalista- flokkurinn hefur Iagt fram í þeim efnum“. ÚRRÆÐI SÓSÍALISTAFLOKKSINS VI. LÆKKUN VAXTA Eitt furðulegasta atriðið i stjómvizku afturhaldsflokk- anna er okur Landsbankans og annarra lánsstofnana á framleiðsluatvinnuvegunum. Á sama tíma og útvegurinn hefur verið á barmi gjald- þrots ár eftir ár hafa bank arnir hirt af honum óhemju- legan gróða. Gróði bankanna í heild hefur undanfarið numið um 30 milljónum króna á ári, þar af Lands- bankans 17—18 milljónum, og verulegur liluti þess hef- ur verið tekinn af útvegin- um. Þó nema skuldlausar eignir bankanna hundruðum milljóna. Er þetta ekki lítill liður í framleiðslukostnaðin- um. Sama máli gegnir um vátryggingariðgjöld sem eru óhæfilegur baggi á útvegin- um. Sýnt hefur verið fram á að með lækkun vaxta og ið- gjalda og öðrum hliðstæð- um ráðstöfunum mætti lækka rekstursútgjöld meðal fiskibáta um 60.000 kr. á ári. Sósíalistar hafa árangurs- laust borið fram tillögur um þetta efni á þingi og í kosn- ingastefnuskránni í haust var lögð áherzla á þessi at- riði: „Vextir íil framleiðslunn- ar verði stórlækkaðir.Vext ir til útgerðarinnar lækk- aðir niður í 2y2%. Láns- tími fastra lána og stofn- lána til útgerðar fyrir- tækja sem rekin eru í sambandi við hana og hlið stæðra fyrirtækja í ís- lenzku atvinnulífi sé lengdur að mun. Miðað sé við að lánstími tiL nýrra skipa og nýrra verk- smiðja sé 20 til 30 ár. Vátryggingariðgjöld verði lækkuð svo að ið- gjöld af nýjum bátum verði ekki hærri en 3—4%.“

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.