Nýi tíminn


Nýi tíminn - 16.03.1950, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 16.03.1950, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. marz 1950 NÝI TÍMINN 7 THtaga frá Finnboga Hríti Vaidimarssgni p'- • Trygglngastofnun ríkisins setji upp Yinnuheimili handa öryrkjum Finnbogi Rútur Valdimarsson ílytur á Alþingi tillögur um, að Tryggingastofnun ríkisins skuli leit- ast við að útvega öllum öryrkjum atvinnu við þeirra hæfi, ennfremur að stofnuninni heimilist að setja upp verkstæði, vinnustofnanir eða hæli, þar sem cryrkjar vinni við þau störf er þeim hentar. — Til- lagan er flutt sem viðaukatillaga við almanna- tryggingafrumvarp það er nú liggur fyrir Alþingi. ' Tillaga Finnboga hljóðar svo: „Tryggingastofnun ríkisins skal skrá öryrkja á aldrinum 16—66 ára og leitast við að útvega 'þeim atvinnu við þeirra hæfi, svo að starfskraftar þeirra geti komið þeim sjálf- um og þjóðfélaginu að sem mestu gagni. Á öryrkjaskrá skal taka hvem þann, sem vegna afleið- inga slysa, sjúklegs ástands ,Æða fötlunar á mjög erfitt með að fá eða stunda vinnu, sem ella mundi hæfa honum, enn fremur gamalt fólk, þótt ekki séu öryrkjar, sé það atvinnu- laust og óski skráningar. Hver sá, sem óskar fyrirgreiðslu stofnunarinnar, skal senda um það umsókn, með þeim upp- lýsingum og skilríkjum, sem hún ákveður. Tryggingastofnunin skal leita samninga við félagsskap atvinnurekenda um, að þeir láti öryrkja sitja fyrir störfum, sem sérstaklega eru talin við þeirra hæfi að dómi sérfróðra manna. Getur Tryggingastofn- unin ákveðið, að öryrkjar skuli ganga fyrir um ráðningu í þau störf. Geti Tryggingastofnunin ekki miðlað þeim, sem þess BILL COHEN Framhald af 5. síðu. Reykvíkingar munu hinsveg- ar minnast þess, að Kani af Keflavíkurflugvelli söng eitt sinn á kabarett i Holstein. Þeg- ar á kvöldið leið gercist hann drukkinn og vildi endilega syngja hvert einasta lag með hljómsveitinni, en söngurinn var ekki fagur og þoldu hlustir samkomugesta hann ekki til lengdar, svo að manninum sem mun hafa heitið Cohen, var kastaö út. Er ekki nema jafn- gott á húsráðendur Holstein að þeir séu kallaðir rauðliðar fyr- ir slíka meðferð á „óopinberum sendiherra" herraþjóðarinnar. Vonandi berst þó þessi saga ekki vestur um haf, því að það gæti spillt fyrir því að Bill Cohen fái, ef ekki Congressional Medal of Honor þá að minnsta koieti.Purple Heart fyrir hetju- legá framgongu í baráttunni við þann erkióvin vestrænnar siðmenningar, útkastarann í Holetein......v*,-. óska, vinnu við þeirra hæfi með þessum hætti, en þeir gætu með þjálfun eða lærdómi orðið færir um að taka að sér vinnu, getur hún haldiö námskeið til þess að þjálfa þá til sérstakra starfa, eða samið við aðra að- ila, að þeir annist það. Styrkir til náms og lán til vinnuvélakaupa. Tryggingastofnuninni er heimilt að setja upp verkstæði, vinnustofnanir eða hæli, þar sem öryrkjar vinni við þau storf, er þeim henta, eða semja við félagsskap um rekstur slíkra stofnana, enda verði öll- um ágóða, sem verða kann á starfseminni, varið til hagsbóta fyrir öryrkja og starfsemin öll háð reglum, ssem Trygg- ingastofnunin og ráðherra geta fallizt á. Ráðherra getur veitt Trygg- ingastofnun ríkisins eða félags skap, sem rekur vinnustofnun eða hæli með samningum við hana, einkarétt til framleiðslu ákveðinna vörutegunda. Öryrkjar, sem sveitarfélög óska upptöku fyrir á slíkar vinnustofur eða vinnuhæli, skulu ganga fyrir öðrum, enda greiði þau sveitarfélög gjald fyrir hvern öryrkja eftir regl- um sem Tryggingastofnunin setur með samþykki ráðherra Tryggingastofnuninni er heimilt að veita öryrkjum hjálp til þess að byrja sjálf- stæða vinnu með því að styrkja þá til námS', bóklegs og verk- legs, og veita þeim styrk eða lán til þess að kaupa vinnu- vélar.“ Fleiri breytingartillögur Finuboga. Finnbogi flytur fleiri breyt- ingartillögur við frumvarpið þ. á. m. þessar: „Við 9. gr. Á eftir grein- inni komi ný gr., svohljóðandi: Þegar Tryggingastofnunin greiðir bárnalífeyri samikv. 1. málsgr. 127. gr. laganna, á hún endurkröfurétt á hendur barnsföður, og fer um inn- heimtu slíkrar kröfu eftir á- kvæðum 117 gr. laganna. Verði vanskil af hálfu föður, skal innheimta kröfuna hjá framfærslusveit hans, og telst fjárhæðin framfær:lustyrkur veittur honum. Eignast Trygg- ingastofnunin að ’ öllu leyti sama rétt á hendur framfærslu sveit föður og dvalarsveit móð- ur hefur samkv. framfærslu- lögum, en um endurkröfurétt framfærslusveitar á hendur barnsföður fer samkv. ákvæð um fi amfærslulaga. Þverskall- ist framfærslusveit við að greiða, eignast Tryggingastofn unin þmm rétt, sem dvalarsveit móður samkv. i'ramfærslulög- um til að endurkrefja ríkis1- sjóð um upphæðina. Aðrar bætur og styrki, sem Tryggingastofnuninv á endur- kröfurétt á, skal innheimta irieð sama hætti. Við 13. gr. Við gr. bætist ný málsgr., svo hljóðandi: Háfi sjúkrasamlag eða sveit- arstjórn í þjónustu sinni hjúkr unarkönu eða aðsstoðarstúlk- ur til þess áð veita hjúkrun eða aðstoð á heimilum í veikind- um, er Tryggingastofnuninni heimilt að taka þátt í kostnaði við þau störf eftir samkomu- lagi við viðkomandi aðila. V erkst jóranám- skeið samþykkt í Neðri deild Framhald af 2. síðu fullra 22 ára að aldri, hafi unn- - ið 12 mánuði eða lengur við þá starfsgrein, sem hann vill taka verkstjórapróf í, hafi auk þess verið flokksstjóri eða að- stoðarverkstjóri í sömu starfs- grein 4 mánuði eða lengur, og að hann hafi lokið miðskóla- prófi, eða tilsvarandi inntöku- prófi. Verkstjórar, sem lokið hafa prófi af námskeiðum þessum, skulu ganga fyrir öðrum um verkstjóm í hlutaðeigandi starfsgrein í opinberri vinnu. Frumvarpið fer nú fyrir efri deild. Handbók um trygginga- mál. Við 34. gr. Við greinina bæt- ist ný málsgr.: Trygginga'tofnun ríkisins skal eins fljótt og við—verður komið eftir gildistöku þessara laga Iáta semja og gefa út handbók um tryggingamál, er veiti aðgengilegt yfirlit yfir gild andi lagaákvæði um almanna- tryggingar, einkum réttindi og skyldur hinna tryggðu og ann- arra aðila, er lögin snerta.“ ~~injfrui .rui—u --.r jJhu~nj‘r.r ----n*-- - —|-i-- — — - ~ m ^ JOHANN KRISTOFER eftir Romain Rolland II. bindi er komið út | W»I JöHAM KRISTOFER er einhver íegursta skáld- saga sem nokkru sinni hefur verið rifuð. Hún kom út á frummálinu í tíu hindum á árunum 1905 — 1913, og hlaut höfundurinn Hóhels- verðlaun fyrir þetta verk. Höfuðpersónan cr tón- snillingur, og er álitið að Beethoven sé aðalfyrir- mynd skáldsins. Sagan er borin uppi af trú höf- undarins á fullkomleik mannsins og sigur hins góða sem lögmál framþróunarinnar. Hún er sem heill heimur mannlegrar auðlegðar. fegurðar og góðvildar. L BINDI ER bEGAR AÐ VERÐA UPPSELT BékabifS Kláls og Knenningar LAUGAVEGI 19 — SlMI 5055

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.