Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.11.1952, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 20.11.1952, Blaðsíða 2
2) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 20. nnóvember 1952 UM SÓKN NORÐFfRZKRAR ALÞYÐU I september 1945 fór þritugur norðfirzkur sjómaður seinasta róð- urinn sinn, hætti sjómennsku til að sinna öðrum verkefnum. Hann gerði þá að aðalstarfi sínu það verk sem um 15 ára skeið hafði verið honum nauðsyn, og tekið frxtíma hans allan, stjórnmála- starf í þágu austfirzkrar alþýðu. Hann tók við stjórn á kosninga- skrifstofu Sósíalistaflokksins í Neskaupstað og við biaði Sósial- isafélagsins, Árlxliki. Árin að und- anförnu hafði enginn einn flokk- ur haft meii-ihluta á Norðfix-ði, Alþýðuflokksvaldið sem Jónas Guðmundss. byggði í kringum sig molnað niður og höfðingi þess korninn að þeirn kafla í ævisögu sinni sem hefst með ofsalegri vínnautn og lauk í pýramídade'lu, kanatilbeiðslu og skrifstofustjói’a- stöðu í stjórnari’áðinu (sjá rit J. G.: „Leyndardómur ofdrykkj- unnar".) Bjarni lcom fyist iil Norðfjarð- ar í september 1929, við höl’um kannski sézt þar á götu, einmitt í þeim mánuði hætti ég á Frið- þjófi litla og fór buxt í fram- haldsskóla. Bjarni kom til þess að ganga á unglingaskólann á Norðfirði, mér hefði verið nær að fara þangað líka í stað þess að þjóta í annan landsfjórðung, við hefðum þá áreiðanlega kynnzt og orðið samveikamenn í þeiri'i ein- stæðu sókn, sem norðfirzkir sósí- alistar hafa háð síðustu 20 árin. Ég sagði það nýlega við Bjarna, snortinn öfund af afrekum þeirra Norðfirðinga, en fanst þá á hon- unr að hann hefði að minnsta kosti unglingur heldur kosið sér aðra leið, framhaldsnám, mennta- skóla og háskóla — ef fátæktin hefði ekki alveg lokað henni. Traustur maöur hefði hann orðið hvar sem hann var, gáfur hans og þrek hefðu hvarvetna lyft lýðshreyfingarinnar i Neskaup- stað verður með hverju árinu eft- ir 1930 meir og meir tengd nöfn- um þeirra, og þar gorist það i smáum stíl sem gerast mun um allt land og öll lönd: verkalýðs- hreyfingunni vex svo ásmegin að hún verður meginafl samfélags- ins og skapar þvi örlög. Nú þeg- ar eiu nöfn þessara þriggja ung- menna úr Kommúnlstaflokki Is- lands órjúfanlega tengd merkustu æviatriðum hins unga bæjarfé- lags Neskaupstaðar . Bjarni Þórðarson og Lúðvik Jósepsson tóku þegar árið 1930 hikiausa afstöðu með Kommún- istaflokknum og nokkru siðar bættist Jóhannes Stefánsson í hópinn. Þegar Bjarni kom til Norðfjarðar haustið 1929 hafði hann varla heyrt nefndan sósíal- Hver repi að kinilra ú Atóm- stöðin bii út í Danmörku? Var það Kristján Albertson sem beitti dilpómatískri aðstöðu sinni á þennan hátt? Nýi tíminn skýröi nýlega frá uppljóstrunum Martins Iiarsens, fyrrverandi sendikemiara, þess efnis aö „maöur i islenzku utanríkisþjónustunni“ hefði reynt aö koma í veg fyrir aö hin snjalla skáldsaga Halldórs Kiljans, Atóm- stöðin, yrði þýdd og gefin út í Danmörku. Spuröi Þjóð- viljinn af því tilefni hver þessi maöur værii, hvort það væri Bjarni Benediktsson sjálfur eöa einhver af undiif- mönnum hans, en ekkert svar hefur borizt við þeim fyrir- spurr.um. En í janúar 1946 myndast aftur hreinar línur í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar. Sósíalistaflokkurinn fær fimm bæjarfulltrúa af niu, hreinan meirihluta fulltrúanna og fast að meirih'.uta atkvæða. Það er merkisstund í sögu verkalýðshréyfingarinnar og sósi- alismans á Islandi. Sósíalistaflokk- urinn hafði í fyrsta sinni fengið hreinan meirihluta í-stjórn bæjar- félags. Og enda þótt enginn þurfi að halda að hægt sé að fram- kvæma sósíalisma með meiri- hlutavaldi sósíalista í einu bæjar- félagi, meðan auðvaldsskipulag ríkir i landi, veltur að sjálfsögðu á miklu hvernig með völdin er farið. Flokksmenn, bæði á Norð- firði og annarsstaðar á landinu, vissu að fylgzt yrði með hverri hreyfingu og öllum aðgerðum nýja bæjarstjórnarmeirihlutans, og ekki sparað að lesa úr hverjum mis- tökum „sönnun" fyrir því, að það sem sósiaiistar stefni að sé al- gert hrun atvinnuveganna, algert öngþveiti, fátækt og vandræði, því fólk sem slíkt reyni sé bezt undir það búið að með- taka sósíalisma. En þessa kenn- ingu þreytast þau ekki á að flytja blöð hins þríeina aftur- halds í landinu, Morgunblaðið, Tíminn, Alþýðublaðið öll i kór. Dómur reynslunnar um störf norðfirzku sósíalistamm í at- vinnumálum Neskaupstaðar skal ekki rakinn í þessu greinat'korni, hann er lesendum Þjóðviljaps og raunnr alþjóð kunnur. Reynt hefur verið að hnýta í einstök atríði þeirrar stórfelldu nýsköp- unar sem þar er orðin en ég held að ekkert blað hafi reynt að tengja stjórnarstefnu norðfirzku sósíalistanna við „hrunstefnu" og „rústir", þó sjálfsagt liafi ekki vantað viljann. Hér skal aftur vikið að sjó- manninum, sem stjórnmál og stjórnarmál bæjarfélagsins hrifu allan til sin í september 1945. Hann gegndi bæjarstjórástarfi : Neskaupstað fyrri hluta árs 1946 og liefur nær óslitið verið starfs- maður á bæjarskrifstofunum sið- an. Eftir kosningarnar í janúar 1950 þegar Sósíalistaflokkurinn í Neskaupstað vann einn glæsileg- asta kosningasigur sem unninn hefur verið á Islandi, hlaut af 0 bæjarfulltrúum gegn sam- einuðum lista þríflokkanna, Sjá'f- stæðisfiokksins, Aiþýðuflokksins og Framsóknarf’okksins, var sjó maðurinn okkar, Bjarni Þórðar- son, kjörinn bæjarstjóri Neskaup- staðar, í apríl 1950. Fjöldi ann- arra trúnaðarstárfa fyrir bæjarfé lagið hefur á hann hlaðizt fram þennan dag. Bjarni Þóiðarson er fæddur að Kálfafelli í Suðursveit, 24. apríl 1914. Foreldrar hans voru Þórður Bergsveinsson frá Urðarteigi við Berufjörð og Matthildur Bjarna- dóttir, af skaftfellskum ættum. Þau bjuggu ailan sinn búskap að Krossi á Berufjaiðarströnd. Þórður drukknaði í róðri 1925. Var Bjatni eiztur, þá 11 ára, en yngsta barnið ófætt. Föðurbróðir Bjarna eignaðist jörðina og var Matthildur áfram á Krossi með börn, sín þar til 1930 að þau fluttu til Norðfjarðar. Lúðvík Jósepssoii, líjarui Þórðarson, Jóhanncs Stefánsson lionum langt upp úr meðal mennsku. Bjarni varð kyrr, og hóf harða baráttu fyrir daglegum þörfum heimilis þeirra mæðgina, í hinum ömurlegu atv'innuþiengingum árin eftir 1930, og lífsbaráttan varð þessum 17 ára ungling sizt auð- veldari vegna þess að hann skip- aði sér í flokk á yzta bekk, floklt sem einmitt á þessum árum hóf eldmóðsbaráttu um hagsmuni verkafólksins í landinu, við öll máttarvöld landsins, fýrirlitinn, rægður og hataður af arðræn- ingjum Islands og afturhaldsliöi allra gömlu flokkanna en unnað heitar af fátæku alþýðufólki en nokkrum öðium íslenzkum stjórn- má'aflokki til þess dags — Kom- jinúnistaflokk Islands. Baráttan var hörð á þessum ái um, það var , ekkert hégóma- mál neinum manni, sizt fjölskyldu- fyrirvinnu, að vera með í hinum þunnskipuðu röðum Kommúnista- flokks íslands, það gat þýtt og þýddi oftast nær miskunnarlausar atvinnuofsóknir, og hvergi er eins auðvelt að koma þeina við eins og á litlum stöðum. — Samt komu þeir undir merkin, verka- mennirnir, ekki einungis í Reykja- vík og á Akureyri, þar sem rauð- ur loginn brann skærást, heldur og í öðrum bæjum og þorpum lands- ins, raddir hrópendanna, einstak- linga sem boða framtíðina, heyrð- ust líka úr sveitum. Alþýðuflokk- urinn sigldi hraðbyri út i það kviksyndi afturhalds og svika við málstað verkalýðs og sósíalisma sem árin undanfarið nær rök- réttu hámarki með þeirri við- leitni að afhenda flokki Thórsara- hyskisins og heildsala undirtökin í sjálfi'i verkaiýðshreyfingunnf. Þeir sem skýrast sáu fyrir þenn arí þróunarferil, og var það alvara að á ísiandi skyldi háð stéttabarátta þar til al- þýðan hefði sigrað og fátækt, a öryggisleysi og neyð væri útrýmt, risu upp, menntamenn, verka- menn, iðnaðarmenn og sjómenn á öllum aldursskeiðum, — og það var strax árin 1930—31 álitlegur hópur ungra manna víðsvegar um landið er skipaði sér í raðir kommúnista, stofn sem fram til þessa dags hefur reynzt drjúgur verkalýðshreyfingtinni á íslandi. isma, en þar kastaði hann sér strax út í verkalýðsmál og stjórn málabaráttu. Norðfjarðardeild úr Kommúni.staflokki Islands var stofnuð 12. janúar 1932, þar var kominn Gunnar Benediktsson og kom liann flokksdeildinni í heini- inn. Og enda þótt það væri eng- in unglingadeild var Bjarni Þórð- arson, 17 ára sjómaðurinn, kos- inn. fyrstl formaður hennar. Um sama leyti var honum ásamt tveimur félögum sinum, Xngi- manni Ölafssyni ög Einari Sv. Frí- manns vikið úr Verkamannafé- lagi Noi'ðfjarðar og gefið að sök greinar í kommúnistab'öðum, hitt var auðvitað sökin að þeir höfðu vogað að rísa upp gegn Jónasi Guðmundssynl, alvaldi vorkalýðs- félagsins og bæjarmálanna. En Bjarni átti eftir að verða for- maður Verkamannafélagsins um langt skeið. Af }æim mönnum ei-u Norðfirð- ingarnir þrír í fremstu röð, Bjarni I^órðarson, Jóhannes Stefánsson og Lúðvík Jósepsson. Soga veriia- 1 bæjarstjórnailcosningunum 1934 vorii þrír forvígismenrt kommún- ista í Neskaupstað of ungir til að vera í kjöri, tveir nítján ára og einn tvítugur! Fókk iisti flokks þeirra 28 atkv. og kom engum að. Alþýðuf!okkurinn fékk þá fimm kjörna af átta. Við næstu bæjarstjórnarkosningar, 1938. knúði samfyllcingaraldan Alþýðuflokkinn til sameiginlegra lista. með Komm- únistaflokknum víða um land og einnig á Norðfirði. Fékk sá listi sex kosna, þrjá af hvorum Tóku þá Bjarni Þórðarson, Jó- hannes Stefánsson og Lúðvik Jósepsson sæti í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar og hafa átt þar sæti síðan. Haustið 1938 er Sósía’ista- flokkurinn stofnaður og öflugt Sósíalistafélag í Neskaupstað. Samkomulagið við Alþýðuflokkinn entist skammt, og árin næstu valt á ýmsu vegna þess að enginn flokkur liafði meirihluta. Árið 1942 or Sósíalistaflokkurinn orðinn sterkasti flokkur bæjarins, og það ár, í sumarkosningunum er Lúð- vík kosinn á þing. Hreinar línur fengust, oins og áður er sagt i kosningunum 3946, er Sósíalista- flokkurinn nær einn meirihluta i bæjarstjórn. Og svo — dómur fólksins um stjórn sósíalista eitt kjörtimabil, dómur þess um stór- fellda nýsköpun atvinnulifsins og aihliða framför bæjarfélagsins, kosningasigurinn 1950, Sósíalista- flokkurinn fær 415 atvæði og sex menn kjöma, cn sameináður llstl Alþýðuflokks, Sjálfstœðisflokksins Framhald á 7. siðu . Nú hefur blaðinu bor- izt næsta kynlegt bréf frá áartin Larsen, svohljóðandi: „Út af slkrifum B. B.‘s í ,,Þjóðviljanum“ 26.10. 52 vil ég :aka fram: Enginn utanríkisherra Is- 'ands, hvorki núverandi né iyrrverandi, eða nokkur ráð- íerra. annar hefur nokkurn ':íma á nokkurn hátt, beint né íbeint, reynt að skifta sér ijf etlun minni um að þýða „At- 5mstöðina“, enda hefur hingað ’:il engum dottið ©ú fjarstæða í hug. Mér þykir vægast sagt mjög leitt að „Þjóðviljinn“ get- ur ekki takmarkað bókmeanta- umræður við það, snm um er að ræða, og notar blaðaskrif um bókmenntir, þar sem ég er viðriðinn, til flokksárása á ís lenzkan stjórnmálamann. Ég get verið Kristjáni AL bertssyni ósammála um „At- ómstöðina“, eins og ég er kommúnistum ósammála urn hana, eti marklaus skammar- yrði eins og fasisma eiga elck- ert erindi í þessar umræður. Virðingarfyllst Martin Larsen“ Þjóðviljinn hefur aldrei að þvi vikið að nok'.uir íslenzkur utanríkisráðherra hafi snúið sér til Martins Larsens; hann fékk sín skilaboð frá yfirboð- uruiium, danska sendiráðinu. „Leiðréttingin“ er því algerlega út í hött. En af þessu tilefni er sjálfsagt að rifja upp gögn- in -eins og þau liggja fyrir Martin Larsen hefur sjálfur skýrt frá í brcfi sem birt var í danska blaðinu Land og Folk: „Það er rétt að ég hafði munnlega komið mér saman við höfundinn um að þýða bókina og ég hætti við það vegna þess að mér varð Ijóst að þýðing bókar, sem hefur að geyma háð 'um íslenzk stjómmál, gat mis- skilizt á þann hátt að verið væri að taka afstöðu, meðan ég var danskur lektor við Há- skóla íslauds og blaðafulltrúi við danska sendiráðið í Eeykjar vík“. 1 danska blaðinu Information skýrði Martin Larsen þessi um- mæli svo enn frekar: „Mér er kunnugt um að mað- ur í íslenzku utanríkisþjónust- unnl sneri sér í Paris til manns í dönsku utanríldsþjónusí'unni og sltýrði hann frá því aö það •það væri illa séo að bóldn yrði þýdd á önnur mál og að það væri leiðinlegfc ef þáverandi danskur blaðafulltrúi skyldi annast þýðÍEguna“. Og enn var það upplýst í dömskum blöðum, að Daninn sem fókk þessa leynilegu dipl- ómatísku tilkynningu hafi verið frú Bodil Begtrup, sendiherra Damnerkur á íslandi, og hefur Martin Larsen ekkert haft að atímga við þá frásögn. Atburðarásin liggur þannig ijóst fyrir og hefur ekkert ver- ið máhun blandað í frásögn Þjóðviljans. Kristján Albertson beðinn um svar Þegar Bodil Begtrup fékk hina diplómatísku tiikynningu var hún fulltrúi á þingi Sam- einuðu þjóðanna í París. Is- lendingarnir sem þar voru staddir liggja því allir undir grun. Ber þar ekki sízt að nefna Bjarna Beciediktsson ut- anríkisráðhen’a og bróður hans Pétur Benediktsson, tengdason Ölafs Tfiors. En umfram allt beinist grunurinn að Kristjáni Albertson vegna þess að hann á sér sögu í sambandi við At- ómstöðina. Nokkru eftir að Atómstöðin kom út gerði Ólafur Thors sér erindi til Parísar. Þar fékk hann skjólstæðig sinn, Kristján Albertson til að skrifa ritdóm um bókina, og sat yfir honum á meðan. Fór Ólafur ekki heim fyrr en Kristján var búinn og kom með ritdóm hans í vasan- um til Morgunblaðsins. Var At- ómstöðin nefnd „skítugur leir“ í grein fagurkerans og öðrum ámóta nöfnum, sem þóttu bera meira ættarmót Ólafs Thors en hins efnilega rithöfundar, Kristjáns Albertsons. Því skal Kristján Albertson spurður umbúðalaust: Var það hann sem sneri sér til frú Bodil Begtrup með málaleitun þá sem Martin Larsen hefur Ijóstrað 'upp um? Átti hanii nokkurn þátt í hví að handrit Atómstöðvar- inuar lá mjög lengi lijá danska forlaginu Gyldendal, á'%r en ráðizt væri í útgáfu? Er það rétt hann hafi enn reynt að koma ii veg fyrir útgáfu bókarinnar, þegar hann dvaldsst í Danmöriui í vor, — og það eftir að bókin var fulísett í prentsmiðju? Stsassálerðifnas Framh. af 5. síðu ins um ferðir strandferðaskip- anna s. 1. ár og það sem af er þessu ári. Samkvæmt þeim upplýsingum hafa strandferða- skip ríkisins farið árið 1951 samtals 45 ferödr austur um land frá Reykjavík. E«i ferðirn- ar vestur um land frá Reykja- vík voru 82. Það sem liðið er af þessu ári, hafa skipin fari'ð alls 28 ferðir austur um land, en 52 vestur. Það er því aug- ijóst, að ferðafjöldinn vestur um land er miklu meiri en austur hjá skipum ríkisins, en auk þess eru svo ferðir Eim- skipafélagsskipanna. Nú mun það sannast mála, að skipagöngurnar vestur þykja ekki góðar. En hvað mun þá vera um Austurlandsferðimar. Samþykkt þessarar tillögu er ekki nema réttlát leiðrétting á því misræmi, er nú ríkir í þcssum efnum.“

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.