Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 7
abatymdi 1996 Góðir Fundarmenn! I dag ber aðalfund Ættfræðifélagsins upp á afmælisdag þess, 22. febrúar, en nú er afmælisárið okkar 1995 liðið. Afmælishátíðinni, sem haldin var í Gerðubergi 25. febrúar 1995 og móttökunni í Höfða, gerði ég skil áaðalfundi 1995, það tókstalltvelogvarvel sótt. Við höfúm haldið 8 stjómarfundi og 6 félags- fundi á síðasta ári, svo hafa verið haldnir fundir í ýmsum nefndum eftir þörfum. Félagsmenn fóru í ferðalag 29. júlí og fóm um Rangárvallasýslu. Ferðin var skemmtileg og veð- ur bara gott, þó lagt væri af stað í rigningu. Það komu út 7 Fréttabréf á árinu 1995 og eru þau vel úr garði gerð hjá Hálfdani Helgasyni; félagar segja við mig að þeir "hlakka til að fá Fréttabréfið". Við fómm í haust að nýta húsnæðið á Dvergs- höfða 27, með því að félagsmenn ættu kost á að koma saman og ræða ættfræði, t.d. að þeir sem komnir væm úr ákveðnum héruðum, hittust og bæru saman bækur sínar. Þetta hefur gefíst vel, fólk hefur gaman af að hittast og kannski fræðast eitthvað af öðrum eða miðla af þekkingu sinni. Mér hefur dottið í hug að gaman væri ef fólk utan af landi gæti komið á þessa fúndi ef það væri í bænum. Félagið hefur fengið talsvert af bókum gefins t.d. frá Þjóðsögu og félagsmönnum, sem eru að gefa út niðjatöl, einnig hafa aðstandendur gefið bækur til minningar um látna félaga okkar, þetta er orðið dálítið safn bóka. Við þökkum öllum, sem gefið hafa bækur þann velvilja sem það sýnir. Kynning hefúr verið nokkur á félaginu bæði í útvarpi, blöðum og víðar og hefúr Guðfmna Ragnarsdóttir verið dugleg að kynna það. Stærstaverkefni okkaráárinu 1995 varvinnsla og útgáfa á Manntalinu 1910, Rangárvallasýsla og Vestmannaeyjar, það kom út núna í janúar. Á engan er hallað þó ég segi: það er Eggert Kjart- anssyni að þakka að þessi bók er komin út, hann vann nær alla undirbúningsvinnu. Við gleðjumst yfir útgáfú þessarar bókar og það hlýtur að vera markmið okkar að koma þessu manntali öllu út. Nýtt fólk er alltaf að ganga í félagið, það sýnir áhugann á ættfræðinni. Þeim vaxtarbroddi þurf- um við að hlúa að með aðstoð eldri félaga t.d. á fúndunum í Dvergshöfða. Ef okkur tekst það, þá erum við á réttri leið. Nú fara þau úr stjóm Klara Kristjánsdóttir og Guðmar Magnússon. Klara kom til samstarfs með okkur við Mann- talið 1910, árið 1990 og vann með okkur þar til frumvinnu lauk 1995. Hún kom í stjóm félagsins 1991 og varð þá ritari til 1993 að hún tók við gjaldkerastörfúm, en 1995 var hún varaformaður. Guðmar Magnússon kom í stjóm félagsins 1993 og var varaformaður. Hann var varamaður í stjóm árið 1995. Klara og Guðmar em búin að vera í stjóm á talsverðum annatímum í félaginu. Við emm búin að taka á leigu húsnæði til ýmissa nota, við höfúm unnið mikið að útgáfúmálum, við héldum mikla afmælishátíð og fleira. Ég þakka þeim samstarfið og vel unnin störf. Athugið að næsti félagsfundur verður haldinn MÁNUDAGINN 25. mars n.k. Félagsmenn eru minntir á að greiða félagsgjaldið. Gíróseðill fylgir þessu blaði. Skilvís greiðsla eflir félagsstarfið. 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.