Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 13
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - Kristín Nævelsdóttir í fréttabréfi Ættfræðifélagsins 5. tbl. 1995 var meðal annars fyrirspurn frá Friðriki Skúlasyni um Kristínu N ævelsdóttur og mann hennar og bamsföður, föður Kristjönu Jónsdóttur, sem seinna var húsfreyja í Bjameyjum. Þar sem ég hafði reynt að fínna þetta sama fólk, vegna dóttur Kristjönu, var mér nokkur forvitni á að sjá hvaða svör Friðrik fengi við þessu. Þar sem nú er nokkuð um liðið og ekkert svar hefur borist, a.m.k. ekki í Fréttabréfinu, ætla ég hér að setja niður það litla sem mér hefur orðið ágengt. Fyrstu heimildir mínar um Kristjönu húsfreyju í Bjameyjum em í Breiðfirskum sjómönnum. Þar segir að foreldrar hennar hafi verið Jón Jónsson og Krístin, dóttir Níelsar Nevels, áður kaupmanns í Flatey. Nú veit ég ekki hvaðan höfundur Breiðfirskra sjómanna hefur þetta, en víst er, að Kristjana hefur verið fædd í Ingjaldshólssókn um 1815, en vegna þess hvað glatast hefur af kirkjubókum Nesþinga frá þessum tíma, eins og Friðrik nefnir, er ekki hægt að finna fæðingardag hennar og fá þar með fulla vissu um foreldra hennar. Kristjana kom í Rauðseyjar í Skarðsstrandarhr., Dal. árið 1832 og varþarvinnukona til ársins 1841, en þá fluttist hún til Bjameyja, þar sem hún átti svo heima upp frá því. Ef við göngum út frá því að foreldrar Kristjönu hafi verið fyrmefnd Jón og Kristín, skulum við fyrst huga að Kristínu. Foreldrar hennar voru Valgerður Bjamadóttir, eins og Friðrik veit, og Christian Nevel, ekki Níels Nevel. Kristín var fædd í október 1783 í Grundarijarðarkaupstað í Eyrarsveit, Snæf. Foreldrar hennar þá skráðir, fyrmefnd Valgerður Bjamadóttir og Christian Nevel, bæði ógift. Valgerður var þama lausakona við búðina, en um þennan Christian Nevel hef ég engar aðrar heimildir. Hann er ekki skráður í sóknarmanntölum í Setbergssókn sem til eru frá þessum tíma. Hann gæti þó eitthvað hafa verið við verzluninaeðaeinfaldlega verið farmaður. Valgerður var fædd um 1759, dó 19. febrúar 1836 á Blómstur- völlum á Hellissandi. Um foreldra hennar veit ég ekki, en þess má geta, að jafnaldra hennar og alnafna átti heima í Gröf í Eyrarsveit á sama tíma og hún var í Grundarijarðarkaupstað. Er vitað hverjir foreldrar Valgerðar í Gröf voru. Kristín Nevel var ýmist kölluð Nævelsdóttir (Nefilsdóttir) eða Kristíansdóttir (Christíansdóttir), í seinna tilfellinu t.d. við giftingu og á manntali 1835. Hún giftist í nóvember eða desember 1814, Jóni Jónssyni frá Lukku. Lukkavartil í Ingjaldshólssókn, sennilega þurrabúð, og hefur Jón vafalítið verið þaðan. Býli, sem Lukka hét var til í Staðarsveit, Snæfi, en Jón var ekki þaðan, að því er ég best fæ séð. Ég hef ekki getað fundið foreldra Jóns frá Lukku og er því aðalspumingu Friðriks ósvarað. Jón Jónsson hefur lifað stutt í hjónabandi, sennilega dáið 1817- 1819, en frá þeim árum eru ekki til dánarskrár úr Nesþingum, nema rétt í byrjun árs 1817, því að Kristín Nevel er orðin bústýra Guðmundar Jónssonar sjómanns á Blómsturvöllum á Hellissandil821, og þar átti hún heima þar til hún dó, 23. júlí 1846. Eggert Th. Kjartansson. r Elsta íslenska ættarskráin Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga: i Yngvi Tyrkjakonungur. ii Njörður Svíakonungur. iii Freyr. iiii Fjölnir, sá erdó atFriðfróða. v Svegðir. vi Vanlandi. vii Vísburr. viii Dómaldur. ix Dómarr. x Dyggvi. xi Dagur. xii Alrekur. xiii Agni. xiiii Yngvi. xv Jörundur. xvi Aun hinn gamli. xvii Egill Vendilkráka. xviii Óttarr. xix Aðísl að Uppsölum. xx Eysteinn. xxi Yngvarr. xxii Braut-Önundur. xxiii Ingjaldur hinn illráði. xxiiii Ólafur trételgja. xxv Hálfdan hvítbeinn Upplendingakonungur. xxvi Goðröður. xxvii Ólafur. xxviii Helgi. xxix Ingjaldur, dóttursonur Sigurðar Ragnarssonar loðbrókar. xxx Ólafur hinn hvíti. xxxi Þorsteinn hinn rauði xxxii Ólafur feilan, er fyrstur byggði þeirra á íslandi. xxxiii Þórður gellir. xxxiiii Eyjólfur, er skírður var í elli sinni, þá er kristni kom á Island. xxxv Þorkell. xxxvi Gellir, faðir þeirra Þorkels, föður brands, og Þorgils, föður míns, en ég heiti Ari. ___________________________________________________________________________________________J 13

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.