Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 9
er auðvitað rétt, því það var ekki fyrr en einveldi kirkjunnar var hrundið að katólsk kvæði fengust aftur gefin út hér á landi. Raunar var það ekki fyrr en seint á 19. öld eða jafnvel ekki fyrr en á þessari sem hin katólsku helgikvæði vóru gefin út á þrykk. Enn og aftur gleymist hins vegar að huga að þeim hluta bókmenningarinnar sem aldrei var gefinn út. Það er vitaskuld ekki nóg að benda á að helgikvæðin fengust ekki prentuð, ef hugað er að því að á sama tíma er ekkert efni skrifað upp í öðru eins magni og þessi sönru kvæði. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir eftir sem áður er: Vóru helgikvæðin úr katólskum sið aðgengileg, vóru þau lesin, vóru þau einhvers metin? Til að draga skýrar fram hvað ég á við skal hugað að umhugsun og viðhorfum manna á fyrri tíð til Maríu Guðsmóður. Hún er vitaskuld ákaflega gott dæmi þar sem siðaskiptamenn reyndu allt hvað þeir gátu til að útrýma öllum átrúnaði og velvild í hennar garð. Spurningin er: Tókst ætlunarverkið eða vóru menn hliðhollari henni en prentaðar bækur kirkjunnar gefa tilefni til að ætla? Vitaskuld tókst ætlunarverkið að því leyti að fá kvæði vóru prentuð um Maríu á meðan kirkjan hafði enn einveldi yfir prentverkinu. En sé litið til hinnar skriflegumenningarblasirviðnæstafrábrugðinmynd. Helgikvæðin sem ætluð eru úr katólskum sið eru rituð upp aftur og aftur í lútherskri tíð. Mörg þeirra eru jafnvel einungis varðveitt í uppskriftum úr lútherskri tíð og mig langar til að víkja að tveimur slíkum kvæðum. Hið fyrra eru svokallaðar Gyðingsdiktur. Jón Helgason gaf kvæðið út í sinni miklu útgáfu Islenzkum miðaldakvæðum. Þar segir hann að kvæðið sé varð- veitt í dag í heilum níu gerðum, sem séu hver annarri svo ólík að ekki sé unnt að stemma gerðirnar saman.15 Þess má raunar geta innan sviga að undirritaður kom auga á tíundu gerðina í rannsóknarferð í Kaup- mannahöfn nú í haust og er að vinna að því að gefa þá gerð út á prent. En svo við víkjum aftur að aðþal- atriðinu: Allar þessar ólíku gerðir segja okkur að kvæðið er að breytast í hinni skriflegu geymd, það er ekki geymt hugsunarlaust eins og einhver aflóga hlutur, heldur er stöðugt verið að yrkja inn í eða breyta, fella brott og setja annað í staðinn. Kvæðið ber þannig með sér sögu langrar lifandi þróunar. Og það er athyglisvert að elsta varðveitta gerð kvæðisins er aðeins frá síðasta hluta 17. aldar, en hinar eru allar frá 18. og 19. öld. Um eina gerðina er sagt að Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi hafi skrifað upp eftir gamalli konu “sé hún niðursetningskerling í Eystrahrepp og var einmitt á Minnanúpi til 30. janúar 1863.”16 Um aðra gerðina kemst Jón Árnason þjóðsagnasafnari svo að orði: “Þetta kvæðasafn (þar sem Gyðingsdiktur eru að finna) er mitt fyrsta; ég skrifaði það sumt upp úr kerlingum og körlum á Álptanesi veturinn 1845-46.”17 Undirkvæðinu stendur nafnið Hallbera og má ætla að eftir hennar orðum hafi verið skrifað. Kvæðið er frásögukvæði og fjallar um gyðings- dreng sem gengur út af garði föður síns og inn í kirkju kristinna manna. Þar þiggur hann heilagt sakramenti og snýr aftur heim. Er faðir hans fréttir af tiltækjum sonar síns bregst hann hinn versti við og segir í kvæðinu18: Barnið þrífur upp bóndinn reiður, býr sig nú til ferða. Þú hefur forsmáð frænda heiður, fanturinn þinn, ert orðinn leiður. Þinn mun glæpurinn þér að illu verða. Fór þá hina fögru braut, fram að elda ranni. Barninu þegar í bálið skaut, byrgir hann aftur foldar laut. Lofuð María líknar úngum manni. Móðir drengsins verður harmþrungin er hún heyrir tíðindin og Hún heldur heim að húsi hratt, hann réð fyrir að ganga. Brúðar varð ei brjóstið glatt, bráðlega leit hún, það var satt, sá hún í loganum sveininn afmors spánga. Barninu kippir bauga rein brátt úr eldi megnum. Talar hún þá við tiginn svein: Tapast mun hennar ángur og mein, skylt er þér að skýra það við fregnum. Faðir þinn hefur þér furðu reiður fleygt í eldinn rauða. Hver hefur geymt þig, málma meiður, mjög var hann í svörunum greiður, bálið ekki brenndi þig til dauða. Sá eg hjá loganum sitja mey, sú var í möttli rauðum, svinnust tók mig silki ey, so í það sinn eg mátti ei dey. Burt frá bruna og öllum heimsins nauðum. Sakir þessa kraftaverks er María auðsýndi tóku þau mæðgin trú og lifðu hamingjusamlega eftir. Og skáldið endar kvæðið með því að líta í eigin barm, en slíkur endir er alvanalegur í eldri texta: 9

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.