Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 17
Patricia Allred prófessor og ættfræðingur / Ég hef verið beðin um að segja ykkur í stuttu máli frá ættfræðiáhuga og rannsóknum í Minnesota. Það er fernt sem ég ætla að dvelja við í þessu spjalli mínu: staða íslensku ættfræðisamtakanna í Minnesota; mikilvægi ættfræðinnar fyrir fólk af íslenskum upp- runa í Norður-Ameríku; viðfangsefni mitt á sviði ættfræði; og möguleika á samvinnu milli þjóða. íslensk ættfræði í Minnesotafylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku er ekkert eitt sameiginlegt ættfræðifélag á sviði íslenskrar ætt- fræði, og skipulagðir hópar á þessu sviði eru fáir. Þar sem þeir eru til, eru þeir venjulega deild eða hluti ættfræðifélaga innan fylkis eða stærra landsvæðis, og það er engin samvinna milli hópanna. Fyrir uþb sjö árum stofnaði ég hóp um íslenska ættfræði innan Ættfræðifélags Minnesota (MGS, Minnesota Ge- nealogical Society). Þetta var lítill hópur og flestir voru líka félagar í Heklu-klúbbnum (Hecla Club) sem er íslendingafélagið í Minnesota. Hópurinn okkar er einn fjögurra sem mynda norr- æna deild innan Ættfræðifélags Minnesota. í Minne- sota eins og þið vitið settist að fjöldi manns frá Norðurlöndunum og því er deildin stór. Félagar í deildinni hittast ársfjórðungslega og haldnir eru fyrirlestrar og námskeið, gefið er út fréttabréf með efni sem höfðar til allra þeirra sem kallast af norrænum uppruna. Á einum fundi okkar fjallaði ég um Islendingasögur. Það verður þó að viðurkennast að íslenski hóp- urinn getur vart talist starfandi. Vestur-íslendingar eru hér, miðað við önnur landssvæði, margir, en fáir ef miðað er við önnur þjóðarbrot. Það reyndist illmögulegt að koma saman fundi með þessu fólki vegna þess hve langt var að fara. Minneapolisborg er stór og þegar við bætist nágranna- eða tvíburaborgin svokallaða, St. Paul, voru ýmsir sem þurftu að fara langa leið. Margt af þessu fólki var komið til ára sinna og féll illa að þurfa að aka í myrkri, aðrir voru í fullu starfi og vildu því heldur eyða frítímanum með fjölskyldunni. Eldra fólkið gat notfært sér nokkuð íslenskar heimildir, en yngra fólki óx í augum að þurfa að skilja íslenskuna, nota örfilmur, og ekki bætti úr skák að nauðsynlegustu bækur voru aðeins aðgengi- legar í safninu við Manitobaháskóla í Winnipeg! Allir höfðu brennandi áhuga á að rekja ættir sínar, en flestum þótti leiðin löng og erfið að markinu. Málin hafa því þróast þannig, að ég hef í auknum mæli tekið að mér að rekja ættir fólks af íslenskum ættum, ekki aðeins á mínu svæði, heldur víðar í Bandaríkjunum og einnig í Kanada. Áhugafólk um ættfræði hefur þó enn ýmis konar samband hvert við annað, símleiðis eða bréfleiðis, hittist á fundum, miðlar upplýsingum af ýmsu tagi. Vikublaðið Lögberg-Heimskringla sem gefið er út í Winnipeg birtir fyrirspumir um ættfræði, og Þjóðræknisfélag Islendinga er einnig vettvangur fyrir samskipti á sviði ættfræði. Magn ættfræðiheimilda sem við hér vestan hafs höfum aðgang mundi sjálfsagt vekja mörgum Islend- ingum furðu. Að sjálfsögðu eigum við, eins og þið, auðveldan aðgang að kirkjubókum, manntölum og öðru því sem Mormónakirkjan hefur látið setja á örfilmur. Ættfræðimiðstöðvar kirkjunnar eru víða (þrjár á mínu svæði), og þar má bæði skoða þessar heimildir eða panta upplýsingar. Það er ekki langt fyrir okkur í Minnesota að sækja í besta heimildasafn um íslenska ættfræði og sögu hér vestan hafs, en það er íslenska deildin í Manitoba- háskólasafninu í Winnipeg. Þar að auki hefur sögu- félag Manitobafylkis safnað kirkjugarðaskýrslum frá landnámsárum íslendinga í Nýja-íslandi og fylkis- skjalasafnið í Manitoba á ýmis gögn frá kirkjum landnemanna. ÆttfræðisafnMormónakirkjunnar í Salt Lake City á mikið safn íslenskra ættfræðirita, þ.á.m. undirstöðurit eins og safn Espólíns, Boga Benedikts- sonar, Snoksdalíns, Jóns Steingrímssonar, Steins Dofra, héraðasögur, ævisögur og einnig nýrri rit frá þessari öld. Ein af stærstu Islendingabyggðunum varPembina- sveitin í Norður-Dakota og ýmis gögn þaðan eru varðveitt hjá sögufélagi fylkisins og háskólanum í Grand Forks. Nýtt félag hefur nú litið dagsins ljós, Islendingafélagið í Minnesota, og við það eru ýmsar vonir bundnar, m.a. að stofnuð verði deild áhugamanna um ættfræði og félagar hennar muni uppgötva hinn heillandi heim ættfræðinnar. 17

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.