Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Blaðsíða 14
Uppruni Guðrúnar Vigfúsdóttur ætt hennar og niðjar. Á Hörgslandi á Síðu bjó Magnús Pétursson prestur, prófastur og skáld, dáinn 1686. Faðir hans, Pétur Gunnarsson, var sonur Gunnars Gíslasonar sýslumanns á Víðivöllum í Skagafirði og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur, Jónssonar bisk- ups, Arasonar. Þess má geta að bróðir Péturs Gunn- arssonar var Bjöm sýslumaður á Bustarfelli, en hann var langafi Vilborgar Ámadóttur móður Ásmundar Sveinssonar í Svínafelli. Sonur Magnúsar Péturssonar var Björn faðir Magnúsar föður Sigurðar “landsskrifara” er svo var nefndurvegnafrábærrareljusemi við afritun gamalla handrita, og eru skrif hans varðveitt í Landsbóka- safni. Dóttir Sigurðar “landsskrifara” var Þorgerður húsmóðir í Hnappavallahjáleigu, kona Einars Erlends- sonar, en dóttir þeirra Guðný Einarsdóttir (fædd 1789) var kona Eiríks Bjarnasonar er var bóndi á Kvískerjum, (fæddur 1780), en hann hrapaði til bana í Ingólfshöfða 1814. Guðný fór þá með börn þeirra þrjú að Hnappavöllum, til fósturbróður síns og vinar, Vigfúsar Þorsteinssonar bónda á Hnappavöllum, en kona hans, Vilborg Arnadóttir, Ásmundssonar í Svínafelli, var öldruð og farin að heilsu. Dóttir þeirra var Steinunn Vigfúsdóttir kona Einars Pálssonar bónda á Hofi og síðar Steinsmýri. Meðal bama þeirra v&rJórunn Einarsdóttir, fædd 1831 ogdáin 1858,en sonurhennar,SigurfinnurSigurðsson varfaðir£7«ö/'A' föður Sigurbjörns biskups. Meðan Guðný Einarsdótt ir dvaldi á Hnappavöllum eignaðist hún með Vigfúsi dóttur er Guðrún hét, og var hún fædd 1.1.1816. Guðrún Vigfúsdóttir varð hin merkasta kona. Hún var ljósmóðir, og húsmóðir í Holtaseli, Flatey og á Borg, en allt eru það býli á Mýrum í A-Skaftafells- sýslu. Um hana segir Þórbergur Þórðarson í Rökkur- óperu sinni: “Hún var mikil kona og merk og mjög músíkölsk og söng í kirkju, sem þá mun hafa verið fátítt um konur.” Fyrri maður hennar, Sigurður Jónsson, fórst í sjóróðri frá Skinneyjarhöfða í miklu mannskaðaveðri 3. maí 1843. Sigurður sonur þeirra giftist Valgerði Einarsdóttur frá Brunnum og eignuðust þau mikinn fjölda afkomenda. Frá þeim er sagt í kveri Auðuns H. Einarssonar: Ættartala úr Suðursveit, er var fjölritað sem handrit á Egilsstöðum 1974 og finnst m.a. í Borgarbókasafni Reykjavíkur. Guðrún dóttir þeirra SigurðarJónssonarvarmóðirbændahöfðingjans/ó/!5 Eiríkssonar í Volaseli sem fæddur var 1880 og dáinn 24. desember 1963. Seinni maður Guðrúnar Vigfúsdóttur var Sig- urður Sigurðsson hreppstjóri, og bjuggu þau fyrst í Flateyen 1866ogsíðanáBorgtilæviloka hans 1883. Meðal barna þeirra var Guðrún Sigurðardóttir, fædd 26. maí 1850, en hún varð kona Jóns Hálf- danarsonar eldri, frænda síns er var fæddur 21. júlí 1846. Ingunn Sigurðardóttir móðir hans var systir Sigurðarhreppstjóra, svo að þau hjón, Jón og Guðrún voru systkinaböm. Þau hófu búskap sinn í Flatey, en fluttu síðar til Vopnafjaðar, og loks Akureyrar, og þar bjuggu börn þeirra flest. Þau voru tíu og eignuðust fimm þeirra afkomendur og eru þeir margir. En heima í átthögum Guðrúnar Vigfúsdóttur stað- festust önnur börn hennar, sem voru þau Guðný kona Sigurðar Benediktssonar í Flatey, Sigurður faðir Ara bónda á Borg, og Guðmundur bóndi á Skálafelli, en meðal bama hans voru þær Steinunn kona Stein- þórs Þórðarsonar á Hala, Lucia kona Bjama Þor- leifssonar í Viðborðsseli, og þeir Þorsteinn á Reyni- völlum og Vilhjálmur á Gerði, en afkomendur þess- ara systkina eru margir og búa flestir í heimahéraði. Hér skal telja böm þeirra Ingunnar Sigurðar- dóttur í Odda og Hálfdans Jónssonar seinni manns hennar. Þau voru þessi: I. Benedikt f. 1845; fór til Ameríku, l.Jóneldri, f. 21.7. 1846, d. um 1922á Akureyri. (Virðist jarðsunginn 14.2. 1922.) 3. Jónyngri, f. 10.9.1847, hann bjó í Flatey, d. 31.12. 1926. 4. Gísli, f. 13. mai, 1850; hann kvæntistekki, og dó á Geitagerði í Fljótsdal 29.3.1882. 5. Ari, f. 19.9.1851. Hann var bóndi og hreppstjóri á Fagurhólsmýri, d. 26.4. 1939. 6 .Sigríður, f. 6.6.1853. Hún bjó á Smyrlabjörgum. (d. 23.4. 1945) 7. Vilborg, f. 24.3. 1855. Hún bjó í Holtum í Mýrahreppi, (d.3.3.1940). Enn eignaðist Guðný Einarsdóttir bam utan hjóna- bands og var bamsfaðir hennar Rafnkell Jónsson frá Bæ í Lóni, en faðir Jóns og afi Rafnkels var Rafnkell prestur á Stafafelli Bjarnason, frá Geirlandi á Síðu. Bam þeirra Guðnýjar og Rafnkels var Ragnhildur Rafnkelsdóttir, f. 1819 í Einholti. 14

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.