Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1997, Blaðsíða 22
Bíldhóli, síðast í Litla-Langadal, giftist ekki, en átti dóttur með Guðmundi Grímssyni, þá vinnumanni á Bíldhóli, Guðbjörgu að nafni, sem f. var á Bíldhóli, 28 .maí 1825, d. á Dröngum í sömu sveit, 25 .nóv. 1827. DóttirVigfúsarframhjákonu sinni,meðGuðlaugu (f. 1781) Ólafsdóttur, seinna húsfr. íFremri-Vífilsdal í Hörðudalshreppi, var Kristín, f. í Fremri-Vífilsdal 1812, d. þar 19.jan. 1828. Bústýra Vigfúsar á tímabili, eftir að þau Anna skildu, var Sæunn (f. 24.des. 1794) Ivarsdóttir frá Spjör í Eyrarsveit, Snæf. Dóttir þeirra Vigfúsar var Guðrún f. á Setbergi, 5.júlf 1825, d. í Hergilsey í Flateyjarhreppi, Barð., 13.apríl 1883, húsfreyja á Kleifastöðum í Gufudalssveit, Barð., gift Gísla Finnssyni bónda þar. Þau hjón voru einnig í hús- mennsku í Vestureyjum Breiðafjarðar í mörg ár. Þau áttu mörg börn. Dóttur átti Guðrún Vigfúsdóttir, fyrir hjónaband, með Jóni Jónssyni í Ólafsvík. Foreldrar Vigfúsar voru hjónin Einar Sæmunds- son, f. um 1740, sennilega í Skógarstrandarhreppi, d. ísömu sveit, sennilegaá Vörðufelli, 19. júlí 1802 og Steinunn Aradóttir f. um 1739, sennilega í Skógar- strandarhreppi, d. á Oddstöðum í Kolbeinsstaðahr., Hnapp., lO.des. 1804,en varjörðuð á Breiðabólsstað, 20. sama mánaðar. Þau Einar og Steinunn bjuggu á Hálsi í Skógarstrandarhreppi og e.t.v. víðar, líkl. síðast á Vörðufelli. Synir þeirra Einars og Steinunnar, sem mér er kunnugt um, voru: Vigfús (f. 1767-1768), sjá hér fyrr. Sigurður f. á Hálsi um 1774, d. í Hausthúsum í Eyjahreppi,Hnapp., ll.febr. 1847,kvænturValgerði Jónsdóttur, sem f. var á Ingjaldshóli, Neshr. utan Ennis, Snæf. Hún var dóttir Jóns Ólafssonar verzlunarmanns í Grundarfjarðarkaupstað og í Stykkishólmi og k.h. Rósu, dóttur Halldórs prests Sigurðssonar á Staðarhrauni og k.h. Valgerðar Tómasdóttur. Sigurður og Valgerður bjuggu fyrst á Vörðufelli, en síðan á ýmsum stöðum í Hnappa- dalssýslu og víðar. Þau áttu nokkurböm sem ættir eru frá. Einar Sæmundsson var laungetinn. Faðir hans var Sæmundur f. eftir 1702, d. á Kjarlaksstöðum í Fell- strandarhr., Dal., 1749 (jarðsettur á Breiðabólsstað á Skógarströnd, ó.sept.) bóndi fyrst á nokkrum stöðum í Skógarstrandarhreppi, á Narfeyri, á Hálsi og á Bíldhóli, en síðast á Kjarlaksstöðum á Fellsströnd. Foreldrar hans voru Þórður prestur á Staðarstað Jónsson (biskups Vigfússonar) og k.h. Margrét Sæ- mundsdóttirprests íHítardal, Oddssonar. MóðirEinars Sæmundssonar hét Una Guðmundsdóttir og virðist alveg ókunnugt um foreldra hennar. Kona Sæmundar Þórðarsonar hét Kristín f. okt.- nóv. 1702, dánarár óvíst, dóttir Guðmundar Jónssonar prests í Breiðavíkurþingum og víðar og fyrri konu hans, Þorkötlu Þórðardóttur. Kristín bjó á Kjarlaks- stöðum í nokkur ár eftir lát Sæmundar. Böm hennar og Sæmundar voru Guðrún húsfr. á Hálsi, sjá hér síðar, og Guðmundar klæðalitari í Leirvogsstungu og í Þormóðsdal í Mosfellssveit, Kjós. Foreldrar Önnu húsfr. í Laxárdal o.v. voru hjónin Pétur Jónsson f. um 1716, dánarár óvíst, útvegsbóndi, kaupmaður og smiður í Ólafsvík, Snæf. og víðar, og Ástríður Árnadóttir, f. um 1731, d. í Króki í Fróðárhreppi, 20.jan. 1796. Þau Pétur og Ástríður áttu mörg börn. Seinni maður Ástríðar var Magnús Lund Sigurðsson í Ólafsvík og víðar, síðast á Húsa- vík. Foreldrar Péturs voru Jón Ólafsson og Anna Jónsdóttir, sem meðal annars bjuggu á Kaðalstöðum í Stafholtstungnahr., Mýr. Foreldrar Ástríðar voru Árni Ögmundsson úrvegsb. á Arnarstapa og í Ólafs- vík og fyrri kona hans, Ástríður Gísladóttir. Forættir þeirra Péturs og Ástríðar í Ólafsvík má rekja í sumar greinar. Foreldrar Málmfríðar húsfreyju á Bíldhóli voru hjónin Jón Vigfússon og Steinunn Jónsdóttir. Þau bjuggu lengst á Narfeyri og var Jón meðhjálpari. Einnig bjuggu þau á Hólmlátri og í Snóksdal í Hörðu- dalshr., Dal. Jón var fæddur um 1782 í Skógarstrand- arhreppi, líklega á Hálsi, d. á Dröngum í Skógar- strandarhreppi 7.marz 1850. Steinunn varf. í Skógar- strandarhreppi, sennilega í Brokey, um 1775, d. á Hólmlátri. 26.jan. 1830. Hún var fyrri kona Jóns. SeinnikonahansvarKristín(f. um 1805) Sveinsdóttir og bjuggu þau Jón á Hólmlátri og áDröngum. Jón átti mörg börn með báðum konum sínum. Foreldrar hans voru hjónin Vigfús Arason bóndi, hreppstjóri og meðhjálpari á Hálsi og Guðrún dóttir Sæmundar Þórðarsonar b. á Kjarlaksstöðum og víðar og k.h. Kristínar Guðmundsdóttur. Sjá hér fyrr. Foreldrar Vigfúsar voru hjónin Ari (f. um 1710) Magnússon (Gíslasonar) bóndi á Hálsi og Guðrún (f. 1703) dóttir Vigfúsar Jónssonar bónda og hreppstjóra í Ytri- Fagradal í Skarðsstrandarhr., Dal. og k.h. Steinunnar Ásmundssonar. Vigfús Arason á Hálsi var f. um 1741, d. á Narfeyri, ó.febr. 1810, en Steinunn k.h. var f.um 1742,d. 13.okt. 1803,“virðulegheiðurskvinna”. Dóttir þeirra, systir Jóns, hét Kristín og eru ættir frá henni. ForeldrarSteinunnarhúsfr. áNarfeyri voruhjónin Jón, f. um 1733, d. í Brokey, 20. maí 1788, bóndi í Brokey, Jónsson, sama stað, Vigfússonarhreppstjóra í Ytri-Fagradal, Jónssonar og Málmfríður Hákonar- dóttir húsfr. og bóndi í Brokey, seinna húsfr. og bóndi á Narfeyri. Hún var fædd í Amey í Skarðstrandarhr., Dal., 27.des 1753, d. á Narfeyri, 14. febr. 1805, framh. á nœstu bls. 22

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.