Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 6
sveinsprófi. Og nú kviknaði á perunni, auðvitað kom í ljós, að SSSB var stimpill Símonar SigurðsSonar Bechs, bónda þar á Bakka, handverkssveins þar og sem Brynjólfur Jónsson kallar gullsmið. Hann er 18. aldar maður, og hafi hann lært í Kaupmannahöfn, sem vafalaust er, hefur hann verið þar fyrir tíma varðveittra heimilda frá gullsmiðalaginu þar, sem ekki ná lengra aftur en til 1750. í minsterialbók segir þegar getið er láts Símonar, að hann hafí verið 13 ár ytra og lært “gjörtlers profession”, sem er drifsmíði, og þarf þá ekki fleiri vitna við, að hann hefur lært silfursmíði, enda þótt patína hans á Bakka sé ekki sérlega vel drifin. Og svo vill til, að eimitt í kirkjustól Bakkakirkju segir í vísitasíu 1752, að í kirkjunni sé þá silfurka- leikur nýr með patínu og gömlum korpóral. Ekki var því lengur um að villast, Símon Bech hafði smíðað áhöldin til kirkjunnar, enda var hann sjálfur sjálfur kirkjubóndinn, proprietarius kirkjunnar. Enþví miður hefur kaleikurinn ekki náð að varðveitast. Um miðja 19. öld hefur Friðfmnur Þorláksson gullsmiður á Akureyri smíðað nýjan kaleik í kirkjuna og því eins og altítt var brætt gamla kaleikinn í hinn nýja. Símonvarfæddurum 1716ogdó 1785,fæddurað Kvíabekk í Ólafsfírði, talinn sonur Sigurðar Bjarna- sonar prests þar og Lísebetar Símonardótt- ur konu hans, danskrar ættar, en almennt var Símon þó talinn sonur Benedikts sýslumanns Bech. Nafnið Bech er tekið eftir Kvíabekk í Olafsfírði, fæðingarstað Símonar. í mörgum tilvikum er aðeins hægt að benda á einn eða tvo hluti eftir þekkta gullsmiði. Vafalaust hafa þessir gömlu gullsmiðir okkar fæstir smíðað verulega mikið, og langmestur hluti smíðisgripa þeirra er ómerktur og þannig er í flestum tilvikum ógemingur að segja til um hver smíðað hefur þá. Vaflaust eiga smiðir eins og Símon Bech eða Jóhann Schram fleiri gripi til varðveitta, til dæmis gamalt kvensilfur á söfnum, en nú er ómögulegt að benda á það lengur, þetta er nánast allt ómerkt og heimildir um smiði hafa ekki fylgt til safnanna. En stundum lenda menn á villigötum, það þekkja ættfræðingar vel og einn leiðréttir það sem annar hefur farið rangt með. - Meðal þess sem Matthías Þórðarson skráði vom kaleikur og patína í Ljósa- vatnskirkju. Þau vom stimpluð MB og segir Matthías þau vera frá 19. öld, eftir Magnús Benediktsson gullsmið á Akureyri. Þetta hefur honum líklegast verið sagt þar nyrðra og hann tekið trúanlegt. Ég leitaði oft og lengi að Magnús þessurn Benediktssyni, sem verið hefur prýðilegur smiður og lærður eftir stimplinum að dæma, en fann hann hvergi nefndan þótt ég færi gegn um öll þau manntöl sem aðgengileg vom og þótti einkennilegt. Það var svo fyrir tilviljun að ég rakst á í vísitasíu- bók, á ólíklegasta stað, kvittun fyrir þessum gripum á Ljósavatni undirritaða af Magnúsi Bjömssyni gull- smið í Gilhaga í Skagafírði. “Meðkenni ég undir- skrifaður að hafa meðtekið af monsjör Söfren Jens- son á Ljósavatni 6 ríxdala og 3 skildinga (virði) af brotasilfri sem smíðast á af kaleikur til Ljósavatns- kirkju. Til merkis mitt nafn að Ljósavatni d. 14 juníus 1749. Magnús Bjömsson”. - Og síðar: “ Ennfremur meðkenni ég að hafa meðtekið fyrir erfíðislaun á þessum sama kaleik tvo ríxdali kroner hvar fyrir ég kvittera að Ljósavatni d. 20. júlí 1749. Magnús Bjömsson.” Hér var þá kominn gripur eftir Magnús Bj ömsson, sem ég hafði lítillega séð nefndan, en ekki sést hann þó á skrám meðal lærlinga eða útskrifaðra í Kaup- mannahöfn, með því að hann hefur verið þar fyrir þann tíma, sem þær ná til. Fyrir vikið var nú hægt að slá striki yfír Magnús Benediktsson gullsmið á Akureyri, sem vísast hefur aldrei verið til. Magnús þessi Bjömsson hefúr víst verið mætasti maður, kallaður “guðrækinn og hæglyndur”, en hann lenti í fjárþröng og komst þannig af klandri inn í dómabækur. Þar kveðst hann hafa lært hjá Ludvig Schulboj í Kaup- mannahöfn, en sá sést reyndar ekki nefndur meðal meistara þar, og spyr maður sig því hvort það sé þá villa aða vísvitandi rangt. Magnús kvæntist ytra en skildi þar aftur, kom reyndar sú kona á eftir honum til íslands, ef til vill til að rétta við ráðahaginn, en fór mannlaus utan aftur, enda var Magnús þá kvæntur á nýjan leik Halldóru dóttur Bjöms Skúlasonar prests á Flugumýri. Mér segir reyndar svo hugur, að eftir Magnús séu einnig kaleikur og patína í Ámeskirkju á Ströndum. Reyndar eru þau frá sama ári og Magnús deyr, 1789, en full vissa er þó ekki fyrir því og verður víst aldrei, en íslenzkir eru þeir gripir og með fangamarki prestsins sem þá var þar, séra Jóhanns Bergsveinssonar. “Það er svo gaman að fmna” er haft eftir ungum Vestur-íslendingi sem kom hingað heim og rakti ættir sínar eftir heimildum. Vissulega er það gleði, sem ættfræðingarþekkja mannabezt, að draga hálftýnt fólk eða algerlega týnt fram í dagsljósið, gera það að meiru en nafninu einu. Það er mikil ánægja að geta bent á eitthvað áþreifanlegt og tengja slíku fólki. Og stundum er þetta eins og leynilögreglusaga, oft veit maður ekkert í fýrstu, síðan koma grunsemdir og En stundum lenda menn á villigötum, það þekkja ættfræðingar vel og einn leiðréttir það sem annar hefur farið rangt með. 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.