Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2005, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2005, Blaðsíða 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2005 I Skálmarfirði, séð til lllugastaða. Sigríður, fimmta barn Deildarárhjónanna, bjó með Sumarliða Magnús- syni á Illugastöðum og lést þar af barnsburði 1883. (Ljósmynd frá 1978, Björn Jónsson) Hann drukknaði við þriðja mann undan Arnarnesi þegar bát þeirra hvolfdi á leið innan úr Mjóafirði 15. nóvember 1885. Barn þeirra Ingibjargar hét Margrét Sigríður, varð gömul kona, lengi húsfreyja í Sól- heimum á Isafirði, átti Guðmund Guðjónsson smið, ættaðan úr Múlasveit og fjölda barna. Sveitarþyngsl Fimmta barnið var Sigríður, fædd 4. október 1858 á Litlanesi. Hún var enn heima í Skálmardal 1880. Vorið 1881 fluttist Jón Arason og tjölskylda hans frá Djúpadal á hálflenduna í Skálmardal og með þeim Sumarliði Magnússon lausamaður. Hann var fæddur 12. október 1857 á Lundi í Þverárhlíð en hafði alist upp á sveit í Gufudalshreppi. Fljótt hafa orðið náin kynni þeirra Sumarliða og Sigríðar því vorið eftir, 7. júní 1882 fæddist sonur þeirra Sigurður og voru þau þá komin að Illugastöðum, næsta bæ við Skálmardal. Þeim fæddist svo annar sonur, Þorsteinn, 6. október 1883 en móðirin dó af þeint barnsburði í sömu vikunni þann 12. október. Drengir þessir ólust upp á sveit en Sumarliði fór vestur á Barðaströnd og síðan í Amarfjörð þar sem hann drukknaði 30. október 1889 við Grímssker fram af Bakkadal, voru tveir á bát að koma frá Bíldudal. Þá hafði létt nokkuð sveitarþyngslum af Múlahreppi því Sigurður litli Sumarliðason dó 26. september 1888 en Þorsteinn komst til rnanns, fór burt úr sveitinni 17 ára gamall, fyrst að Skjaldvarar- fossi, síðan að Vatneyri. Hann var vinnumaður í Skógi á Rauðasandi 1930, dó 2. júlí 1944, ókvæntur. Guðrún var sjötta bamið á Deildará, fædd þar 3. september 1860. Hún fer smali að Bæ á Bæjarnesi 1873 en svo að Djúpi 1875 og er þá léttastúlka í Hálshúsum í tvö ár. Svo fer hún vinnukona að Eyri í Mjóafirði 1877 og þar er hún enn við manntalið 1880. Þá er þar samtíða henni Kári Ólafsson frá Bolungarvík. Hann var fæddur 27. apríl 1854 í Tröð í Bolungarvík, sonur Ólafs Jónssonar bónda í Botni í Mjóafirði Kárasonar og konu hans Kristínar Torfa- dóttur frá Kálfavík. Suntarkynni þeirra Guðrúnar og Kára drógu nokkurn slóða því vorið eftir þegar Guðrún var komin í Heydal eignaðist hún soninn Sigurð Kárason 22. maí 1883 og var liðlétt við sauð- burðinn það vor. Kári hafði fáum árum fyrr eignast barn í Vatnsfjarðarsveit með Sigurborgu Jónsdóttur, f. 20. febrúar 1830 í Súðavík en þeirra leiðir lágu ekki saman og eftir ævintýrið með Guðrúnu tók hann saman við Sigurborgu Jónsdóttur, f. 4. mars 1846 á Gilsbrekku í Súgandafirði. Er þessa getið hér því þessum barnsmæðrum Kára hefur stundum verið ruglað saman. Flutt á sína sveit Það var eins og kalt vatn rynni niður eftir bakinu á hreppsnefndinni við þessa frétt og strax og Guðrún var ferðafær var hún flutt með soninn suður yfir heiðar á sveit sína í Múlahreppi. En hún var ekki á því að neglast niður yfir krakka suður í Múlasveit þótt hún ætti hann sjálf og strax árið eftir var hún komin aftur að Djúpi, vinnukona í Reykjarfjörð, laus og liðug og sonurinn kominn til föður síns út í Meirihlíð 1884. Sigurður Kárason ólst svo upp með föður sínum og Sigurborgu Jónsdóttur konu hans og varð formaður í Bolungarvík þegar hann komst upp. Þau urðu ævilok hans að hann drukknaði í róðri frá Kirkjubóli í Tröllatungusókn 5. október 1912 með þrem hásetum sínum. Hann var ókvæntur og barnlaus. Guðrún frá Deildará undi nú vel hag sínum í Reykjarfirði. Þar var um þessar mundir þríbýli og yfir 30 manns á bænum. Hér var styttra á milli bæja en í Múlasveit og meira um mannfundi og fjör í sveitalífinu. Hugur hennar hneig fljótlega að Jóni Halldórssyni vinnumanni í Reykjarfirði sem komið hafði 1882 frá Vífilsmýrum í Önundarfirð. Hann var fæddur 3. júní 1857 á Níp á Skarðsströnd, sonur Halldórs Jónssonar bónda þar og á öðru vistarári hennar eru kynni þeirra orðin eins náin og verða má milli karls og konu. Vorið 1885 flyst Jón Bjömsson húsbóndi þeirra með allt sitt fólk úr þrengslunum í Reykjarfirði Skálmardalur. 1874 yfirgefur Sigurður búskapinn á Deildará og fer að hokra í tvíbýli í Skálmardal og þar er hann næstu tíu árin. (Ljósmynd frá 1978, Björn Jónsson) http://www.vortex.is/aett 12 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.