Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 undanrennan sat eftir í byttunum. Svo man ég eftir hörpuskelinni sem var notuð til að ná rjómanum úr löggunum og þá varð þykkasti rjóminn eftir og kannski lenti hann í litlum munni. Hillur voru á þremur veggjum, en þar mátti koma fyrir 9-10 mjólkurbyttum, sem ekki hefur veitt af á yngri árum mömmu meðan fært var frá 60-70 ám á Leysingjastöðum í tíð Halldórs og Guðfinnu. Einn gripur hefur fylgt mér frá þessum tíma, frá gamla kjallaranum, en það er ca tveggja lítra leirkút- ur með tappa úr tini, sennilega fenginn af Borðeyri eða úr Skarðsstöð. Hann stendur til hliðar við mig við skrifborðið - tómur. Hefur trúlega forðum geymt gómsætt vín - kannski frá Rínarlöndum. í maí eða byrjun júní kom harðfiskurinn frá Flateyri. Það var svonefndur kúlusteinbítur, sætur og góður. Þau kaup gerðust með vöruskiptum- smjör og tólg voru send vestur en við fengunt harðfiskinn í staðinn. Þessi viðskipti byrjuðu með dvöl Guðjóns á Kýrunnarstöðum hjá Ellefsen hvalveiðimanni á Sólbakka við Flateyri. Eg man enn hvemig fram- bærinn angaði á vorin þegar þetta önfirska sælgæti var komið upp á nagla við norðurþilið í búrinu. Meðan fóstra hélt sjóninni, fram um sjötugt, þá kom fyrir að hún greip í bók. Bækur Jóns Trausta, Torfhildar Hólm eða Jóns Mýrdal las hún man ég og mundi efnið og persónurnar afar vel og ræddi um þær. Hin daglega vinna hennar í eldhúsi og búri ásamt tóvinnunni gekk þó fyrir öllu. Æskuvinkonan Vinkonur átti fóstra fáar. Ingibjargar í Magnússkóg- um hef ég þegar getið. Það unga fólk sem hún ólst upp með í Hvammssveitinni var flest dáið eða flutt burt. Helga í Glerárskógum og Kristín á Laugum voru kunningjakonur hennar en þó ekki nánar. En eina vinkonu átti fóstra - öllum öðrum kærari - það var Soffía Snorradóttir. Soffía var lengi merkishúsfreyja á Bóndhól í Borgarhreppi í Borgar- firði. Þær vinkonumar vom jafnaldrar. Man ég nokkuð vel komur hennar - sérstaklega þegar þær heilsuðust á hlaðinu austan við bæinn. Þá ríkti gleðin ein, sól skein glatt úti og inni. Fyrir fóstru laukst upp heimur æskunnar og þeim báðum, sá var heimur ástar og yndis, en einnig heimur hryggðar og tára. En allt var þetta liðinn tími og vitanlega var allt breytt. Soffía var búin að vera ekkja í mörg ár en alls mun hún hafa búið á Bóndhól sem ekkja í 20 ár. Hún missti mann sinn Guðmund bónda á Bóndhól 1915. Af þremur bömum þeirra hjóna varð kunnust Aslaug prestskona á Staðarstað á Snæfellsnesi. Mun mörg- um nemendum sr. Þorgríms verða minnisstæð dvölin þar, ekki síst sökum skörungsskapar hennar. Drottning meðal lista Ef ég ætti að velja einhverja eina setningu sem einkunnarorð fyrir ævi Einars fóstra míns mundi ég segja í orðastað hans: „Heil þú drottning dásöm með- al lista“ en hjá honum var sú drottning drottning söngs og fagurra tóna. Fóstri minn bless- aður hóf búskap sinn í Ásgarði 1895 og lést 1942. Alls urðu búskaparárin því 47. Eg held það sé vafa- samt að segja að hann fóstri minn hafi verið á réttri hillu í lífinu sem bóndi. Við það bættist að hann bjó við verri leigukjör en nokkur annar bóndi í Hvammssveit. Það voru þrælakjör meðan Pétur Halldórsson mágur hans átti jörð- ina. Pétur átti jörðina til ársins 1935, en þá seldi hann hana Guðfinnu frænku og svo seldi hún mér jörðina á sama verði og hún keypti hana- eða á 4 þúsund krónur. Þá gerði meðaldilkur 7-9 krónur! Jörðinni fylgdu 30 ær og í tíð Péturs þurfti fóstri að greiða eftir ærnar 100 pund af smjöri árlega, en eftir jörðina sjálfa 72 krónur á ári. En víkjum svo aftur að uppáhaldinu hans fóstra. í tíð sr. Jóns Guttormssonar var Hjarðarholtsheimilið í Laxárdal eitt mesta menningarheimilið í Dölum. Af börnum þeirra hjóna má sérstaklega nefna þau Guðlaugu og Guttorm. Guðlaug lærði orgelleik og söngfræði í Reykjavík og vann mikið að þeim mál- um í nágrannasóknunum eftir að heim kom. Gutt- ormur var smiður ágætur og mjög athyglisverður fyrir ýmsar uppfinningar sínar á þeim tímum. Hann smíðaði klakhús norðan við Hjarðarholtstún, rak það í nokkur ár og jókst þá allmikið fiskigengd í Laxá. Saman dvöldu þau systkinin hjá sr. Steini Steins- sen í Hvammi og lærðu bæði söngfræði og tónmennt, en ekki síst í samráði við sr. Stein í Hvammi komu þau af stað kunnáttu í smíði einfaldra hljóðfæra s.s. langspila, en eitt slíkt langspil var til á Leysingja- stöðum. Þórður Sigmundsson á Skarfsstöðum smíð- aði m.a. nokkur langspil. Við fermingarundirbúninginn vorið 1884 dvaldi fóstri minn í Hjarðarholti. Þar liðu dagarnir yfirleitt þannig að þegar biblíustaglinu lauk hjá sr. Jóni Guttormssyni þá fór Guðlaug með börnin út í kirkju og lét þau syngja, í fyrsta lagi fermingarsálmana og í öðru lagi ýmiss falleg ættjarðarlög, en sjálf lék hún undir á orgel. Þama opnaðist fóstra alveg nýr heimur - heimur söngs og töfrandi hljóma. Guðlaug útskýrði og kenndi börnunum einföldustu atriði söngsins og hvemig hljóðfærið og þeirra eigin rödd ynnu saman. Afi, langafi og langalangafi Einars Kristjánssonar hétu allir Einar svo og fóstri hans og föðurbróðir, Einar Einarsson. Hér er afi Einars Kristjánssonar, Einar Einars- son „yngri“ (1835-1911), bóndi á Kýrunnarstöðum. http://www.vortex.is/aett 15 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.