Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 Guðfinna Einarsdóttir uppeldissystir og frænka Einars Kristjánssonar er í dag elst allra íslendinga 108 ára gömul. Hún er við góða heilsu og býr enn á heimili dóttur sinnar. Ritstjórinn heimsótti Guðfinnu nýlega og spjallaði við hana. Hún sagðist vera stálhraust og sér liði vel. Hún minntist með hlýju æskuáranna á Leysingjastöðum og samvistanna við Einar frænda SÍnn. (Ljósmynd Björg Juto) Tónlistin mann fram af manni Þama voru að eiga sér stað algjör tímamót í kirkju- söng. Frá því um 1890 mátti heita að gamli grallara- söngurinn hyrfi úr öllum kirkjum í Dölum. Vestan Svínadals voru það tengdafeðgarnir í Stórholti, sr. Jón Halldórsson og sr. Jón Thorarensen sem beittu sér fyrir gjörbreyttum kirkjusöng. I hljóðfæralausum grallarasöng söng hver með sínu nefi og var það þegar verst lét ámátlegt gaul. Báðir voru þeir nafnar úrvals söngmenn. Það fer ekki á milli mála að Einar fóstri minn fékk á unga aldri að lifa ein mestu tímamót söngmála sem orðið hafa í þessu landi. A hrifnæmasta skeiði ævinnar gekk hann tónlistargyðjunni á hönd og yfirgaf hana aldrei síðan. Sína eigin tónlistardrauma sá hann svo rætast fyllilega í námi og starfi sonar síns Jóns Jóels. Jón Jóel dvaldi við nám í orgelleik og kórstjórn einn vetur eða fleiri hjá Páli Isólfssyni. Var Jón um langt skeið færasti orgelleikari og kórstjórnandi sýslunnar. Fyrir utan að efla kirkjusöng í Hvammssókn hélt hann námskeið í söng og hljóðfæraleik m.a. í Mið- dölum og í rnörg ár tók hann nemendur í orgelleik á heimili sitt bæði í Hólum og á Leysingjastöðum. Einar fóstri minn og afkomendur hans hafa nú tignað tónlistargyðjuna nokkuð á aðra öld. Nýverið lauk Eyþór Ingi Jónsson, frá Sælingsdalstungu, langafabarn Jóns Jóels framhaldsnámi í orgelleik og kórstjórnun í Svíþjóð. Sá ferill hófst í Hjarðar- holtskirkju vorið 1884. Aðeins af skyldu En hvernig bóndi var Einar fóstri minn? Eftir að hafa veitt forstöðu litlu búi fósturforeldra sinna í Asgarði, gengu þau í hjónaband árið 1895 fóstri minn og Signý Halldórsdóttir fóstra mín frá Leysingja- stöðum. I Asgarði bjuggu þau í þrjú ár og fluttu vorið 1898 ásamt fósturforeldrum Einars, Jóhanni og Þórunni, að Leysingjastöðum. Ekkert hús var þá á jörðinni nema með torfþaki. Fóstri hófst fljótlega handa með byggingu nýrri og varanlegri útihúsa. Hann fékk Jón Magnússon frá Glerárskógum, sem þá hefði nýlega lokið trésmíða- námi í Noregi, til að standa fyrir smíði vandaðra fjárhúsa sem tóku 180 fjár. Man ég hve fallega voru lásaðir saman allir burðarásar í húsunum og allar stoðir tappaðar upp í ásana. Ný hlaða var reist hlíðar- megin við fjárhúsin - allt klætt bárujárni. Gamli bærinn á Leysingjastöðunr stóð til ársins 1943 eða í 63 ár. Þegar ég man fyrst eftir mér voru svona fjárhús komin á þrjá aðra bæi; Glerárskóga, Asgarð og Kýrunnarstaði. Fósturfaðir minn hafði góða almenna greind en enga sérgáfu nema eina - tónlistargáfuna. Hann sinnti ekki bústörfununr eftir tilfinningu eða hugar- yndi, heldur af skyldu, það vissi ég vel. Hann var heldur ekki talinn handlaginn maður - ekkert í lík- ingu við son sinn, Jón Jóel, eða Kristján bróður sinn, föður minn. En hann fóstri minn og nafni var afburða sláttumaður, meðal bestu sláttu- og heyskaparmanna sem ég hafði kynni af. Enda konr það sér vel, því allt snerist um heyfenginn og nriklar og góðar slægjur, langan vinnutíma, samfara þreki og orku. Skapofsi og stilling En hvemig var samspil þeirra Leysingjastaðahjón- anna Einars og Signýjar? Geðofsi fóstru minnar var oft mikill og gat farið yfir mörk velsæmis stöku sinn- um, en skapstilling fóstra míns var því meiri og það lægði stærstu öldurnar. En ég stóð alltaf í sólargeisla elskuseminnar hjá þeinr báðunr. En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ef til vill hefur fóstra mín fundið fyrir sannleiksgildi þeirra orða við fráfall eiginmanns síns 19. júní 1942. Fóstra mín felldi sjaldan tár. Innstu hugrenningar hennar voru aldrei til unrræðu, hún talaði aldrei beint út og síst um sín einkamál og hversdagslega var hún fremur þögul. Fóstri minn átti sínar sælustundir með tónlistinni. Oft heyrði ég hann spila ef hann var einn frammi í gestastofu. Þá heyrði ég hann spila lagparta sem hann endurtók oft, stundum með breytingum. Ef til vill var hann að semja lög, ég veit það ekki. En ef ég kom inn í stofuna voru engin nótnablöð sjáanleg. Þegar ég lít yfir farinn veg er mér efst í huga þakklæti fyrir það góða og kærleiksríka uppeldi sem ég fékk hjá þeim fóstru minni og fóstra, og æ betur skil ég þau forréttindi sem ég naut að búa í slíku návígi við góðar bókmenntir og unað tónlistarinnar. Hvorki ást og umhyggja og gott atlæti né nánd við listarinnar ýmsu ásýndir er eða var sjálfgefið. http://www.vortex.is/aett 16 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.