Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2006, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2006, Blaðsíða 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2006 r lí mm\ Annað er það líka sem ég hef leiðst út í og það er að punkta niður sögu hverrar jarðar, segir Þór Magnús- son. Hér er Tjörn á Vatnsnesi en þar er prests fyrst getið á 14. öld. (Ljósmynd Björn Jónsson) eða voru til húsa það árið. Ef kirkjubækur ná, reyni ég að ná í alla fæðingadaga. Og hvað spannar þetta svo langan tíma? Ja, ef Adam og Eva hefðu verið Húnvetningar þá kæmu þau þama með líka. Þeir gömlu bundu sig við 1703, sem er eðlilegt, því þá er fyrsta manntalið, og enduðu svo um miðja 19. öld. Ég hef í rauninni tínt til alla sem ég finn á öllum tímum, meira segja úr fomsögunum, jafnvel persónur sem kannski aldrei voru til eins og Þórður hreða eða Svertingur á Svertingsstöðum. Því að auðvitað trúi ég fomsögunum, hvort sem að þær eru sannar eða ekki. Annað er það líka sem ég hef leiðst út í og það er að punkta niður sögu hverrar jarðar. Og það er nú meira verk en svo að einn maður ráði við það þó að hann gerði ekkert annað. Það er hins vegar mjög gaman að líta eftir því hvenær jörð er fyrst nefnd í heimildum eða hvort einhverjir séstakir viðburður urðu þar. Við Islendingar eigum merkilegri heimildir en flestar aðrar þjóðir. Það em t.d. annálamir, fom- sögumar að sjálfsögðu, Sturlunga, Biskupasögumar, sem eru líklega tiltölulega ömggar heimildir, og svo eru allar þessar miðaldaheimildir, eins og máldagar kirkna, þar sem úir og grúir af alls konar upplýsingum. I starfi mínu fyrir Þjóðminjasafnið, við að skrifa ákveðna þætti um kirkjugripi, í verkið Kirkjur Islands, hef ég þurft að fara rnikið í miðaldamáldaga kirkna til að leita uppi kirkjugripi sem að hugsanlega kunna að vera nefndir í máldögum. Eins þarf að gera aðeins grein fyrir sögu hvers kirkjustaðar. Þá rekst maður á gríðarlega mikið af mannanöfnum, fólki sem sagt er eitthvað frá, t.d við kaupmála og slíkt eða snerta atburði. Hefur sinn tíma En það er gaman að þessu og ég hef stundum sagt að maður eigi að gera það sem maður hefur gaman af ef það kemur ekki illa við aðra. Ég hef víða notið aðstoðar þegar mig rekur í þrot bæði ættfræðinga og annara. En ég er enn ekki búinn að tæma þær heim- ildir sem ég hef á borðinu hjá mér. Ég er enn ekki farinn að fínkemba og er enn að vinna þetta út frá aðalmanntölunum. En svo koma millibilin. Þá þarf að fara í sálnaregistrin og rekja ábúendur hverrar jarðar frá ári til árs. Ég hef nú lítið gert af því enn sem komið er. Það er nauðsynlegt því ábúendaskipti eru ákaflega tíð á jörðum. Flestir voru leiguliðar, sumir bjuggu stundum bara árið á hverjum stað og fóru síðan á aðra jörð, hröktust á milli. Menn gátu kannski búið á sex til sjö jörðum alla sína tíð. Sumir voru í húsmennsku, eða vinnumennsku og þá læt ég þess getið líka. Ég hef tekið með húsfólk líka, því að það var sjálfstæð fjölskylda þótt hún byggi ekki nema að takmörkuðu leyti eigin búskap. Mér finnst það fylla mikið myndina. Ég vinn þetta út frá aðalmanntölunum. En svo koma millibilin. Þá þarf að fara í sálnaregistrið og rekja ábúendur hverrar jarðar frá ári til árs. Abúendaskipti eru ákaflega tíð á jörðum. I Hindisvík sat þó sami karlleggur frá 1830. (Ljósmynd Björn Jónsson) Mér finnst ef svona verk er unnið á annað borð þá eigi að vinna það eins ítarlega og kostur er. Ég er ekki að keppast við að klára það heldur hefur þetta bara sinn tíma. Ég vona svo að einhverjir aðrir geti notið góðs af þessu þegar því er lokið og að ein- hverjir aðrir verði til þess að halda áfram þar sem ég hlýt frá að hverfa. Ættar fylgdi arfur mér oft þó dyldi kyimi, lítilsigld mín listin er Ijóðasnilld hjá þinni. Höfundur: Jóhannes Halldórsson Húnfjörð, f. 1884 í Stóradal í Svínavatnshreppi, vinnumaður í Engihlíð í Langadal, síðar landbúnaðarverkamaður í Brownbyggð í Manitoba, Kanada. Ættargöfgin œ er góð um þófœstir hirði og þeim sem hafa þrœlablóð þyki hún lítlis virði. Höfundur: Bragi Jónsson Hoftúnum í Staðarsveit (Refur bóndi) f. 1900 - d. 1980 http://www.vortex.is/aett 16 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.