Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2007 Guðmundur Guðmundsson héraðslæknir, faðir Ásu. Arndís Jónsdóttir móðir Ásu. Arndís þótti myndarleg kona og svipmikil. Jón Pétursson háyfirdómari, móðurafi Ásu. Honum þótti takast einstaklega vel að hjálpa konum í barnsnauð. Þessi lífsreynsla Ásu hefur vafalítið orðið til þess að hún lagði síðar stund á hjúkrunarfræði. Á Laugardælaárunum hvíldi oft mikil ábyrgð á Amdísi móður Ásu. Auk þess að gæta bús og barna þurfti hún að sinna ferjunni yfir Hvítá. Ása minntist þess að hafa sem smábarn farið með móður sinni í slrka ferjuflutninga. Oft var þá fólk að koma að Laugardælum til þess að leita sér lækninga. Drekkur hann enn? Á bannárunum rak Guðmundur Apótekið í Stykkis- hólmi og er sagt að hann hafi þá stundum gefið hundaskammta. Einhverju sinni komu til hans tveir bræður að austan til þess að fá hundaskammta til þess að hressa upp á afa sinn. Þá segir Guðmundur: Jæja, drekkur hann enn? En Guðmundur vissi að sá gamli hafði dáið fyrir ári síðan! Um Guðmund er sagt að hann hafi verið alþýðlegur, oft fyndinn og skemmtilegur, en umfram allt einlægur og stundum jafnvel barnalegur. Hann var mjög ættfróður og gerði sér far um að setja sig inn í einkenni ætta. Séra Árni Þórarinsson prestur á Stóra-Hrauni segir um Guðmund að hann hafi verið: „mesti aufúsugestur á heimilum, vegna þess hve alþýðlegur hann var og fræðandi. Hann kom sjaldan svo, að fólk fyndi ekki, að hann hefði menntað það í einhverju.“ Engir afkomendur Þau Arndís og Guðmundur eignuðust fimm börn sem lifðu. Auk Ásu, sem var yngst, voru það Sturla, Sigþrúður, Ingi og Þóra sem einnig var kölluð Minna. Öll létust þau systkini Ásu í bernsku eða í blóma lífsins. Ása var sú eina sem náði háum aldri. Ekkert þeirra eignaðist afkomendur. Sturla var við framhaldsnám í lögum og stærðfræði í Danmörku er hann lést 26 ára gamall. Hann þótti einstaklega efnilegur ungur maður. Sigþrúður lést 21 árs, Ingi aðeins eins árs og Þóra 30 ára. Hún var tekin í fóstur af móðursystur sinni Þóru og manni hennar Jóni Magnússyni ráðherra. Þóra giftist Oddi Hermannssyni yfirréttarmálaflutningsmanni sem var sonur Hermanns sýslumanns Jónssonar á Velli í Hvolshreppi. Oddur var bróðir Halldórs Hermanns- sonar prófessors og bókavarðar við Comell háskóla í Iþöku í Bandaríkjunum. Þóra lést í spönsku veikinni 1918 þá nýgift. Guðmundur faðir Ásu starfaði sem læknir í Stykkishólmi til 74 ára aldurs, árið 1927, og hafði þá starfað sem héraðslæknir í 50 ár. Ása var níu ára þegar hún flutti til Stykkishólms þar sem hún var fram að tvítugsaldri. 1912 flutti hún til Þóru móðursystur sinnar í Reykjavík og manns hennar Jóns Magnússonar sem þá var bæjarfógeti. Þóra systir Ásu var kjördóttir þeirra. Ása varð þeim hjónum einnig mjög handgengin á þessum árum og aðstoðaði frænku sína við móttöku gesta og lærði að viðhalda rausn og myndarskap á gestkvæmu heimili. Gekk fyrir konung Dugnaður og virðuleiki var Ásu í blóð borinn og uppeldið og skólunin sem hún fékk þama hjá frænku sinni og eiginmanni hennar reyndust henni haldgott veganesti og notadrjúg þekking, þegar hún sjálf fór að standa fyrir heimili. Ása vakti allsstaðar athygli fyrir það hvað hún var heilsteypt og glæsileg stúlka. Einn þeirra erlendu gesta sem heimsóttu bæjar- fógetahjónin var ungfrú Bertha Phillpotts, en hún var skólastýra Girton College í London. Ungfrú Phillpotts hafði náð nokkrum tökum á íslensku og ritaði m.a. um íslensk fornkvæði og lét sér detta í hug að þau hefðu jafnvel verið sungin. Það er ekki fyrr en nú, þegar menn eru farnir að rappa fomkvæðin, að það uppgötvast að það er hægt að syngja þau. Ásu langaði að fara utan til mennta og það varð úr að Þóra móðursystir hennar skrifaði þessari ágætu menntakonu bréf og bað hana að útvega Ásu dvalarstað í London hjá góðu ensku fólki. Það varð úr að Ása fór utan og fékk dvalarstað hjá fyrirfólki í http://www.ætt.is 4 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.