Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 99

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 99
ÞRIR MERKIR VESTUR-ÍSLENDINGAR 75 urðsson, sem það ár kom frá íslandi, og sem bjó þar til dauðadags árið 1933 eða um 46 ár. Jón var fæddur 20. apríl árið 1853 á Torfastöðum í Jökulsárhlíð og var kominn af góðum bændaættum á Pljótsdalshéraði. Voru þeir syst- kinasynir hann og Jón frá Sleðbrjót. Hann kvæntist 1876 Björgu Runólfs- dóttur, ekkju eftir Jón Þorsteinsson bónda á Surtsstöðum. Þau fluttust vestur um haf eftir 11 ára búskap á Islandi. Konu sína misti Jón sex árum eftir að þau komu vestur og var ekkjumaður upp frá því. Jón var tvímælalaust með allra merkustu íslenskum landnámsmönn- um vestan hafs. Og áður en hann fór frá íslandi hafði hann getið sér góðan orðstír fyrir framúrskarandi hjálpsemi og það, hve úrræðagóður hann var, þegar vandræði bar að höndum. Má lesa um það í áður- nefndri grein í Óðni eftir frænda hans, Guðmund Jónsson frá Húsey, jan.-júní T932. Bjó Jón þá á Ketils- stöðum í Jökulsárhlíð, er hann bjargaði tveimur heimilum frá skepnufelli og fólki frá hungur- dauða með dugnaði sínum og rausn- arlegri hjálpsemi. En á þessum ár- um, einkum harða vorið 1882, varð hann fyrir þungum búsifjum vegna harðindanna og varð það til þess að hann fluttist vestur nokkrum árum seinna eins og svo margir aðrir úr þeim sveitum. Fyrstu árin vestra voru Jóni erfið eins og flestum öðrum landnemum á þeim árum. Leiðin frá Winnipeg út í hina nýju bygð var löng þá, þó nú sé hún stutt, þegar aka má í bíl frá Lundar til Winnipeg á hálfum öðrum klukkutíma eða rúmlega það eftir ágætum vegi. í þá daga voru samgöngufærin engin önnur en uxar, sem lötruðu tvær mílur á klukkutímanum, en til Winnipeg urðu menn . að sækja allar nauð- synjar sínar og þar var markaður- inn fyrir þær litlu búsafurðir, sem menn gátu selt, en þær voru helst smjör, sem safnað var yfir sumarið. Nautgripaeignin var lítil fyrst fram- an af, því flestir komu aðeins með örfáar skepnur með sér; þannig átti Jón eina kú og einn uxa, þegar hann byrjaði búskapinn í nýja land- náminu, og kýrin hafði honum verið gefin í Winnipeg af frænda hans Eyjólfi Eyjólfssyni, sem flestir eldri Winnipeg Islendingar muna eftir, og sem var allra manna hjálplegastur við landa nýkomna að heiman á þeim árum og þá ekki síður hans ágæta kona, Signý Pálsdóttir. Hér um bil strax byrjuðu nýlendubúar að veiða fisk í Manitobavatni og fluttu ofurlítið hvítfisk til Winnipeg til sölu. En ekki kunnu þeir mikið til fiskiveiða allra fyrst, sem heldur var ekki von til, því að fæstir þeirra höfðu séð net lögð undir ís. Sagði Jón eftirfylgjandi sögu af sér og nágranna sínum einum, er þeir fóru fyrst að leggja net í vatnið: Þeir höfðu með sér stöng og færi til að draga netið undir ísinn, en þegar þeir komu góðan spöl frá landi, fundu þeir sprungu í ísnum. Héldu þeir að það væri heillaráð að leggja netið í sprunguna, því að það spar- aði þeim vinnu við að höggva vakir á ísinn. En þegar þeir fóru að vitja um netið fundu þeir hvergi sprung- una, hafði hún gengið saman og netið fundu þeir auðvitað aldrei. Vöruðu þeir sig ekki á því að sprungur í ísnum ýmist opnast eða ganga saman eftir veðrabreytingum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.