Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 148

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 148
124 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA mjög öðrum til fyrirmyndar. Mrs. Dan- ielson hefir æft söngflokk barna með aðstoð Mrs. S. B. Stefánsson. Stendur félagið nú sem áður í hinni mestu þakklætisskuld við kennara þessa fyrir áhuga þeirra og fórnfúst starf. Sama máli gegnir um Ásmund P. Jó- hannsson, sem enn hefir, eins og um undanfarin áratug, látið sér sérstakleg umhugað um hag skólans og framgang. Þá standa deildir félagsins í Riverton, Árborg og Mikley, og ef til vill víðar, að íslenskukenslu með góðum árangri. — Bera þeim öllum þakkir, sem leggja hönd að þeirri þörfu starfsemi. Á síðasta þjóðræknisþingi gerðist sú nýbreytni, að forseta var falið að skipa milliþinganefnd í fræðslumálum. — Skipaði hann hana þessum mönnum o konum: Mrs. Einar P. Jónsson, formað- ur; Ásmundur P. Jóhannsson, Mrs. S. E. Björnsson, Sveinn Thorvaldson og Miss Vilborg Eyjólfsson; hefir fólk þetta alt sýnt hinn mesta áhuga á fræðslumálum vorum. Forseti hefir einnig setið fund nefndarinnar og stutt hana að starfi eft- ir föngum. Tók nefndin þegar til starfa eigi löngu eftir þingið i fyrra og hefir unnið að því að skipuleggja íslensku- kensluna, er miklu fyrri skyldi gert hafa verið. Með það fyrir augum hefir nefnd- in, með fulltingi stjórnarnefndar Þjóð- ræknisfélagsins, valið og pantað fjölda kenslubóka frá Islandi, sem væntanleg- ar eru á næstunni og bæta vonandi úr hinni brýnu þörf, sem verið hefir á slík- um bókum og gert kennurum og nem- endum aðstöðuna stórum erfiðari. 1 skýrslu milliþinganefndarinnar í þess- um málum verður skýrt nánar frá þess- ari viðleitni og hinni ágætu samvinnu, sem landar vorir heima hafa veitt oss i þeim efnum. Samvinnumál við ísland Er það ekki ofmælt, að Islendingar heima á ættjörðinni hafa með mörgum hætti sýnt það í verki undanfarið, að þeim er af heilum huga ant um það að treysta sem mest ættarböndin og fram- haldandi menningarsamband milli vor og þeirra. Eigi hafa þeir þó fram að þessu stigið merkilegra eða þakkar- verðara spor í þátt átt, en með frum- varpi því um styrk til Islendinga vestan hafs til náms í íslenskum fræðum í Háskóla Islands, sem Bjarni alþingis- maður Ásgeirsson flutti og Alþingi Is- lands samþykti og afgreiddi sem lög þ. 22. maí síðastliðinn. Var lagafrumvarp þetta undirritað af Sveini Björnssyni rikisstjóra og prófessor Magnúsi Jóns- syni, þáverandi kenslumálaráðherra, þ- 4. júlí í sumar. Þar sem Þjóðræknis- félagið er beinn aðili i þessu máli, fer ágætlega á því, að frumvarpið, í þeirri mynd, sem það var samþykt og undir- ritað, sé tekið upp í skýrslu þessa, en það er á þessa leið: 1. gr. Kenslumálaráðherra skal heimilt að veita manni af íslenskum ættum, ein- um í senn, sem búsettur er í Canada, eða Bandaríkjum Norður-Ameríku, og lokið hefir stúdentsprófi þar, styrk úr ríkissjóði til náms í íslenskum fræðum í heimspekideild Háskóla Islands. 2. gr. Námsstyrkur samkvæmt 1. gr. skal miðaður við það, að nemandinn fái greiddan hæfilegan kostnað af húsnæði, fæði og kaupum nauðsynlegra 'náms- bóka. Ráðherra úrskurðar kosthað þann, að fengnu áliti heimspekideildar há- skólans, og skal fæðis- og húsnæðis- kostnaður greiddur fyrirfram. 3. gr. Ráðherra ákveður, hver styrks þessa skuli verða aðnjótandi í hvert sinn, að fengnum tillögum stjórnar Þjóðræknis- félags Islendinga í Vesturheimi og heimspekideildar Háskóla Islands. Sá, er styrk hlýtur, skal njóta hans meðan hann stundar nám í deildinni, þó aldrei lengur en 4 ár. Samþykt þessa lagafrumvarps lýsir frábærum drengskaparhug í garð vor ís- lendinga í landi hér, og eiga flutnings- maður frumvarpsins og Alþingi í heild sinni skilið ómældar þakkir vorar fyrir þá ágætu ræktarsemi og framsýni, sem liggur hér að baki. Má einnig vafa- laust fullyrða, að þetta djúptæka sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.