Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 65

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 65
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 65 hanna ragnarsdóttir kunnáttu en ungmennin. Sams konar munur kemur fram hvað varðar félagslega þætti. Þau ungmenni sem hafa verið í íslenskum grunnskóla frá upphafi segjast eiga jafnt íslenska og erlenda vini. Þau sem eldri eru segjast einkum eiga vini af erlendum uppruna. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessum mun. Þau ungmenni sem hafa verið í íslenskum grunnskóla frá upphafi hafa jafnframt lært að taka þátt í skólamenningu viðkomandi skóla (Brooker, 2002; Hanna Ragnarsdóttir, 2008; Nieto, 2010). Lítið virð- ist þó hafa farið fyrir kennslu í þeim anda sem Gay (2000) og Nieto (2010) lýsa sem mótun fjölmenningarlegra skólasamfélaga þar sem hver nemandi fái tækifæri til að tengja námið reynslu sinni og þekkingu. Niðurstöðurnar benda til þess að leggja þurfi aukna áherslu á gagnkvæma aðlögun meðal nemenda, t.d. með fjölmenningarlegri menntun (Banks, 2007) og þróun fjölmenningarlegra skólasamfélaga (Ryan, 2003), ekki síst í framhaldsskólum. Einnig þurfi að styðja betur við íslenskunám erlendra nemenda í framhaldsskólum og háskólum en nú er gert. Ungmennin virðast ekki upptekin af menningarlegri sjálfsmynd sinni og telja sig ekki þurfa að velja sér stað eða tengsl við annaðhvort Ísland eða upprunalandið. Margar rannsóknir hafa fjallað um þetta val, þ.e. hvernig ungt fólk fer bil beggja í sjálfsmyndarmótun sinni eða hvernig það fer milli hlutverka og menningarheima samfélags og heimilis (Bhatti, 1999; Hall, 1995). Ungmennin í rannsókninni virðast njóta þess besta úr báðum menningarheimum. Ástæður fyrir þessu kunna að vera það umhverfi sem ungmenni lifa í, með stöðugri notkun netmiðla til að mynda og viðhalda tengslum þvert á landamæri. Þau halda þannig tengslum við ungmenni í upprunalöndum sínum, svo og í öðrum löndum (Popkewitz og Rizvi, 2009). Jafnframt virðast þau ákveðin í að nýta aðstæður sínar sér til framdráttar (Bennett, 1993; Hildur Blöndal, 2010; Rizvi, 2009). önnur skýring gæti verið sú að í skólagöngu þeirra hafi þau ekki verið hvött til að „verða“ Íslendingar, þ.e. að skólarnir hafi ekki lagt ríka áherslu á aðlögun þeirra að íslensku samfélagi eða að „íslenska“ börnin. Það hafi síðan skilað sér í sveigjanlegri menningarsjálfsmynd ungmennanna eða þróun menningar- blöndu (Elsa Sigríður Jónsdóttir, 2007; Suárez-Orozco og Suárez-Orozco, 2001). Á heimilum ungmennanna er ekki lögð áhersla á hefðir og menningarlega sjálfsmynd upprunalandsins sem hindrað gætu aðlögun þeirra að íslensku samfélagi (Bhatti, 1999). Foreldrar ungmennanna virðast einnig vilja veita þeim svigrúm til að móta sitt eigið líf og framtíðaráætlanir. Með því að viðhalda tengslum við upprunalandið en styðja ungmennin jafnframt til náms og starfa í íslensku samfélagi veita foreldrarnir þeim hvort tveggja í senn, menningarlegan grunn upprunalandsins og fjölbreytta möguleika í nýju samfélagi. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að sum ungmennin hafa upplifað jaðarstöðu vegna ónógrar íslenskukunnáttu, átt við erfiðleika að etja í námi og verið félagslega einangruð. Þær niðurstöður eru samhljóða niðurstöðum annarra íslenskra rannsókna (Almar M. Halldórsson o.fl., 2007; Almar M. Halldórsson o.fl., 2010; Nína V. Magnúsdóttir, 2010; Schubert, 2010; Þóroddur Bjarnason, 2006). Niðurstöðurnar leiða einnig í ljós að ungmennin telja sig njóta góðs af því vali sem þau hafa og fjöl- breyttum möguleikum sem felast í virkum tengslum við tvo menningarheima, virku tvítyngi og fjölbreyttri tungumálakunnáttu (Baker, 2003; Birna Arnbjörnsdóttir, 2010; Elín Þöll Þórðardóttir, 2007).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.