Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 80

Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 80
78 Árbók VFÍ 1988 Alvarlegast við þessi sandveður er að þau verða gjarnan þegar vegir eru að öðru leyti greiðfærir og umferð í hámarki. Árið 1979 var sandfok t.d. í viku um mánaðarmótin apríl-maí og síðan í nokkra daga um sumarið og haustið. 1.4 Uppgræösla Hefting sandfoks á Mýrdalssandi með uppgræðslu hefur lengi verið til umræðu. Verkefnið hefur hins vegar þótt stórt og viðamikið, og fjármagn hefur ekki verið fyrir hendi. Einnig valda aðstæður erfiðleikum, vatnsagi og ágengni búfjár. Gerðar hafa verið tilraunasáningar austan Blautukvíslar sem hafa gefið sæmilega raun en að vestanverðu þar sem sandfokið er verst er hins vegar algjörlega gróðurlaus auðn. Sumarið 1986 gerði Landgræðsla ríkisins sérstaka athugun á möguleikum á uppgræðslu á sandinum m.t.t. framtíðarvegar. Niðurstaðan var, að erfitt sé að verja gamla vegstæðið fyrir ágangi sandsins því m.a. sé foksandsvæði austan Hafurseyjar of stórt til að venjulegar aðgerðir dygðu til að hefta sandinn. Að mati Landgræðslunnar er mun vænlegra að græða upp nýja vegsvæðið á sunnanverðum sandinum. 1.5 Snjómælingar Það orð hefur lengi legið á meðal heimamanna í Vestur-Skaftafellssýslu að leið sú sem lá yfir sandinn og stefndi á Álftaver hafi verið mun snjóléttari, en sú leiðin sem lá í Skaftártungu. Árið 1975 var ákveðið að hefja mælingar á snjódýpt á Sandinum, enda þótt engar ákvarðanir hafi þá verið teknar um hvenær hafist yrði handa með vegagerð um Sandinn. Mælingum þessum var þannig háttað að komið var upp fjórum línum frá norðri til suðurs. Var sú vestasta u.þ.b. 1,5 km austan við Hjörleifshöfða, en sú austasta til suðurs frá Langaskeri. Nyrstu stik- urnar voru rétt norðan gamla vegarins. Þá voru settar stikur í veglínu sem valin var þetta ár og er víðast hvar mjög nærri þeirri veglínu sem endanlega var valin. Einnig var komið upp stikum milli þessara lína og síðan aftur u.þ.b. þremur km sunnan við núverandi veglínu. I hverjum punkti var komið fyrir þremur stikum í hnapp með um 500 m á milli stika. Við þessar stikur var síðan snjódýptin mæld svo oft sem þurfa þótti og annaðist Böðvar Jónsson frá Norðurhjáleigu í Álftaveri þessar mælingar. Við samanburð á þessum mælingum kom í ljós all verulegur munur, hvað snjódýpt er minni eftir því sem sunnar dregur á sandinn þegar miklir snjóar eru. Mun því nýja veglínan verða mun snjóléttari en sú gamla. 1.6 Varnargarðar vegna Blautukvíslar Allt fram yfir 1970 var töluvert vatn í Blautukvísl og voru byggðir rammgerðir grjótvarðir garðar ofan við brúna til að halda vatninu undir henni. Uppúr 1970 hvarf þetta vatn vegna breyttra staðhátta upp við jökulinn og kom þá allt jökulvatnið fram í Skálm. Af loftmyndum sést að hluti þess vatns sem rann undir Blautu- kvíslarbrúna fór í Dýralæki. Á sl. sumri var byggður um 2.000 m langur garður í þeim tilgangi að hindra þetta og veita öllu vatninu undir nýju brúna. Þessi garður er hins vegar fremur veikbyggður og er einungis ætlaður til að hindra að leysingarvatn ofan af sandinum fari í Dýralæki. Ef hins vegar jökulvatn fer að koma í Blautukvísl að nýju, verður að byggja þarna mun öflugri garða. 1.7 Nýbygging ákveöin Alltaf af og til komu upp umræður um lagningu nýs vegar um Mýrdalssand. Voru þá ýmsar leiðir athugaðar bæði hvað varðaði endurbætur á gamla veginum og lagning nýs vegar. Kom t.d. til greina að leggja 4,0 m breitt klæðingarslitlag á gamla veginn til bráðabirgða, þar til nýr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268

x

Árbók VFÍ

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók VFÍ
https://timarit.is/publication/898

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.