Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 132

Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 132
130 Árbók VFÍ 1988 klofnar efnið og getur þá myndast díoxín, sem er stórhættulegt eiturefni. Einnig brotnar þetta efni afar seint niður í náttúrunni og hleðst því upp í lífkeðjunni. Kenningar voru uppi um (og hafa magnast), að efnið komið í manninn gegnum lffkeðjuna sé krabbameinsvaldur. Niðurstaða úttektarinnar 1984 í Straumsvík var sú, að allir þéttamir, 260 að tölu á 7 stöðum, innihéldu PCB undir mismunandi heitum. Heildarrýmdarafl nam tæplega 30 MVar. Jafnframt var Ijóst, að margir þéttanna „voru farnir að líta upp á landið“, þ.e.a.s. að bólgna, sem gat þýtt sprengingu innan tíðar. Við mat á hagkvæmni þéttaútskiptingar þarf einnig að taka tillit til raunorkusparnaðar með nýjum þéttum. Orkutöp í hinum nýju þéttum ISAL eru aðeins um 1/10 af töpum í 15-20 ára þéttum vegna framfara í framleiðslutækni. Síðast en ekki síst ber svo að nefna einangrunarvökvann, en hann var í raun þyngstur á metunum, þegar ákveðið var að endurnýja þéttavirkið. Nýi vökvinn kallast BAYLECTROL 4900 og er algerlega skaðlaus og vatnsuppleysanlegur. Hér eru nokkrir eiginleikar vökvans: Vatnsleysanleiki er 3,4 mg/1, LD 50 = 3640 mg/kg (skaðsemi við inntöku), innan 30 daga hefur 71% leyst upp í náttúrulegt efni við förgun, seigja = 5,8 cst, frostmark = -54°C, brennslu- mark við 155°C og blossamark við 545°C. Gömlu þéttarnir láku ekki, en margir voru orðnir ansi bólgnir. Búið var um þá í sérsmíðuöum blikkkössum á Europallettu, 10 saman í kassa, og þétt með ídrægu efni. Öllum kössunum, 15 að tölu, var komið fyrir í 30-feta gámi og skipað um borð til flutnings til eyðingaraðila, sem seljandi nýja virkisins hafði samið við. Eins og áður hefur komið fram, eru 7 þéttavirki í Straumsvík. Árið 1984 var mótuð stefna varðandi endurnýjun þétta og útrýmingu hinna viðsjárverðu PCB-þétta. Þar sem hér var um mjög kostnaðarsamar aðgerðir að ræða, var framkvæmdinni dreift á 4 ár (1985 - 1988). Annar aðalnotandi launafls í Straumsvík er steypuskálinn. Þar eru 4 rennuspanofnar, hver um sig með uppsettu þéttaafli 900 kVAr, og einn deigluspanofn með uppsettu þéttaafli 7500 kVAr. Þarna var fyrst hafist handa um útskiptingu, enda eldlíkurnar að vissu leyti mestar þar. Afleiðutjónið gæti og hafa orðið mest þar. Á árinu 1987 lauk þéttaútskiptingu í steypuskála og á árinu 1988 í skautsmiðju og aðveitustöð. Kostnaður varð um 600.000 svissneskir frankar. Þar af kostaði eyðingin um fjórðung. Framan af voru þéttar sendir til eyðingarfyrirtækis í Austurríki, en árið 1988 var svo komið, að innflutningur efnisins til Austurríkis var stranglega bannaður. Eins og áður var drepið á gerði hinn austurríski þéttaframleiðandi samning við fyrirtæki í Englandi, sem reyndar hefur tekið við PCB-þéttum frá öðrum fyrirtækjum á Islandi. Reynslan af þeim framkvæmdum, sem að framan hefur verið lýst, hefur verið mjög góð. Við spanofnana var tekið að bera á afkastaminnkun þéttanna, sem var orðin bagaleg, og gat numið 5 - 25%. Elstu þéttarnir voru orðnir 18 ára og virðist svo sem þéttar þessarar gerðar endist við þessa notkun aðeins u.þ.b. 15 ár miðað við full afköst. Nýju þéttarnir hafa reynst mjög vel. Enginn spanofnsþéttir hefur bilað til þessa. I aðveitustöð var strax ljóst, m.a. út frá síritun núllpunktsstrauma, að 2 þéttar voru bilaðir. Eftir að skipt hafði verið um þá, hefur rekstur virkisins gengið mjög vel og bilanalaust. Fasviksstuðull hefur hækkað um 0,01, sem sparar Landsvirkjun nokkuð og veitir ISAL meira svigrúm m.t.t. álagsbreytinga og viðhalds.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268

x

Árbók VFÍ

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók VFÍ
https://timarit.is/publication/898

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.