Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Page 28

Neytendablaðið - 01.04.1989, Page 28
Itilefni af alþjóðadegi neytendaréttar 15. mars, sendu Neytendasamtökin öllum grunnskólum landsins bréf þar sem hvatt var til umræðu í skólum um neytendamál og þá sérstaklega auglýs- ingar. Leiðbeiningar og hugmyndir að kynningu og verkefnavinnu, ætlað kennurum, fylgdi einnig með. Eitt þeirra verkefna sem stungið var upp á var að nemendur teiknuðu góða og upplýsandi auglýsingu og sendu til Neytendasamtakanna. Samtökunum hafa borist teikningar frá nemendum tveggja skóla, Grunnskólanum á Raufarhöfn og Selásskóla í Reykjavík og birtast hér sýnishorn af þeim. Er nemendum og kennurum sendar kærar þakkir með von um að verkefnið hafi reynst þeim fróðlegt. Höfundar myndanna eru: Gísli 3.E í Selásskóla (t.h.), Sandra Ösp Gylfadóttir og Angela Agnarsdóttir 9. bekk á Raufarhöfn (efri mynd bls. 29) og Lára Rún 5.S Selásskóla (neðri mynd bls. 29). Neðri myndin á þessari síðu var hins vegar ómerkt.

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.