Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 6
Landbúnaður - úttekt Búvörusamningurinn sem gerður var við sauðfjárbændur í fyrra hlýt- ur að valda gríðarlegum vonbrigðum. Ný kynslóð stjórnmálamanna réð ferðinni og nýir menn fóru fyrir bændum en engu að síður varð nið- urstaðan í megindráttum hin sama og fyrr. Markmið sauðfjárræktar- samningsins er að sem flestir geti haft viðurværi sitt af sauðfjárrækt fremur en að hvert ársverk skili sem mestum verðmætum. Stjórnmála- mennirnir lýstu stuðningi við vandamálið í stað þess að leita lausna. Eftir Markús Möller Vonbrigðin eru því meiri sem allar að- stæður virtust fyrir hendi til að taka á málum. Forystumenn beggja stjómar- flokka aðhylltust að sögn atvinnufrelsi og afnám hafta sem meginstefnu en höfðu þó jafnframt allnokkra tiltrú hjá bændum. Talsverðar vonir voru bundnar við nýja forystu bændasamtakanna, með- al annars vegna þess að hún virtist hafa burði til að móta stefnu fremur en hengja sig hugsunarlaust aftan í umbjóðendur sína. En tíminn til samninga var naumur. Þeir hófust um miðjan maí og þurfti að ljúka í september og verulegur tími tap- aðist vegna heyanna og sumarleyfa. Rrk- isstjómin lagði aldrei neina áherslu sem um munaði á mörkun nýrrar stefnu og lagði ekki einu sinni til þann tæknilega stuðning sem þurft hefði, en mmskaði undir lokin til að hespa málið af. Við þær aðstæður var kannski ekki hægt að ætlast til stórræða af bændaforystunni. Tæki- færið fór forgörðum og samningsgerðin koðnaði niður í sambland af minni háttar endurbótum og tæknilegu klúðri. Eftir jóðsótt fjallsins fæddist minni háttar nag- dýr með allan ættarsvip fyrri búvöm- samninga. Græddu bændur? Sá sigur sem sauðfjárbændur unnu með samningsgerðinni er í mesta lagi vamar- sigur. Kjör þeirra bötnuðu ekki þótt þeir slyppu undan bráðdrepandi niðurskurðar- ákvæðum gamla búvörusamningsins. Um það má þó deila hvort seigdrepandi fram- lenging er betri en bráðdrepandi breyt- ingar. Vandinn sem blasti við sauðfjárbænd- um var að samkvæmt búvörusamningn- um frá 1991 hefðu kjör sauðfjárbænda versnað að mun haustið 1996 þar sem styrkir og framleiðslukvóti áttu að drag- ast saman til að rýma fyrir sölu birgða sem leyft hafði verið að safnast upp í trássi við gamla samninginn. Með nýja samningnum verður stuðningur óbreyttur næstu árin og kjör sauðfjárbænda gætu haldist óbreytt. Haustið 1998 kemur hins vegar til framkvæmda ákvæði sem jafn- gildir því að bóndi geti aukið rétt sinn til að selja afurðir innanlands með því að auka útflutningsframleiðslu, jafnvel þótt útflutningurinn skili litlu sem engu. Ef ekki verður gripið í taumana gæti þetta ákvæði leikið sauðfjárbændur harla grátt. Græða neytendur? Fullyrt hefur verið að með nýja sauðfjár- samningnum sé horfið frá framleiðslu- stjómun, að verðlagning á slátrun og um- sýslu verði gefin frjáls þegar í stað og opinber verðlagning verði afnumin frá og með haustinu 1998.1 fljótu bragði hljóm- ar þetta eins og að frá og með 1998 muni rfkja óheft samkeppni í sölu og fram- leiðslu kindakjöts. Því er ekki aldeilis að heilsa. A hverju hausti, þegar nokkum veginn liggur fyrir hve mikið kjöt fellur til við haustslátmn og hver birgðastaðan verður í upphafi sláturtíðar, á landbúnað- arráðherra að ákveða, að fengnum tillög- um 5,8 milljörðum en greiðslur til hliðar- starfsemi við landbúnað nema um 2,1 milljarði. Má þar nefna Búnaðarfélag fs- lands sáluga, Framleiðnisjóð landbúnað- arins, Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins, sauðfjárveikivamir, landbúnaðar- ráðuneytið o.s.frv. Markaðsbrestur eins og hann snýr að neytendum Eftirspurn neytenda eftir landbúnaðar- vörum hefur minnkað, m.a. vegna efna- hagslegrar stöðnunar og lítils hagvaxtar, atvinnuleysis og lágra launa. Þó að verð á fjölmörgum landbúnaðarvörum hafi hækkað minna en sem nemur verðbólgu er verðið oftast engu að síður of hátt miðað við kjör venjulegs launafólks. Þetta hefur skapað umfram framleiðslu og hátt birgðahlutfall í flestum landbún- aðargreinum. Neytendur á íslandi eru óskipulagður hagsmunahópur sem á í erfiðleikum með 6 að ná fram kröfum sínum. Þeir eiga við verndarstefnu að stríða og hafa lítil póli- tísk áhrif nema e.t.v. rétt fyrir kosningar og jafnvel ekki þá. Þeir hafa engin sér- stök ítök í pólitíska kerfinu. Þegar órétt- látar ákvarðanir eru teknar af stjórnmála- mönnum, framleiðendum í hag, eru ís- lenskir neytendur undarlega rólegir og ekki bærist hár á höfði þeirra þó svo að verð á vörum hækki og innflutningur sé takmarkaður. Þeir halda þó uppi mót- mælum í fjölmiðlum með Neytendasam- tökin í fararbroddi. Niöurstaða Niðurstaðan er að vegna markaðsbrests og þar af leiðandi stjómsýslumistaka, er landbúnaður sem atvinnugrein háður ein- hæfri miðstjórn stjómmálamanna og embættismanna. Bændur og vinnslu- greinarnar eru algjörlega háð opinberu kerfi og þeim stuðningi sem boðið er upp á. Vegna þessa og þeirrar staðreyndar að framleiðslan er ekki samhæfð markaðs- öflunum, heldur stjómunaröflum, em hagkvæmnin, lítill framleiðslukostnaður og hagræðing ekki í fyrirrúmi. Aukinn markaðsbrestur hjá framleið- endum kallar á aukinn stuðning frá stjómkerfinu. Þetta þýðir að framleið- endur bera ekki ábyrgð á eigin mistökum heldur velta þeim út í þjóðfélagið. Stjómvöld og embættismannakerfið hafa undanfarið verið að hvetja framleiðendur til aukinnar hagkvæmni og hagræðingar, bæði á framleiðslustigi og markaðsstigi. Það hefur verið fullyrt að aðild íslend- inga að Alþjóðaviðskiptastofnuninni og aðrar utanaðkomandi breytingar muni auka samkeppni í íslenskum landbúnaði. Framleiðendur hafa verið hvattir til að marka stefnu til að koma til móts við slíkar breytingar. En vegna innflutnings- hafta, tolla og stuðnings hefur öllum slík- um breytingum verið frestað. Samkvæmt samkeppniskenningunni er nauðsynlegt að virkja samkeppnisöflin ef þau eiga að hafa áhrif. Ekki er nóg að hvetja eða hafa NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.