Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 19
í. í Gufunesi var greinaklippið kurlað og því blandað saman við gras og hrossatað. Mass- inn var síðan unninn með múgaaðferð. Þá er massinn mótaður í raðir sem síðan er hróflað reglulega við með sér- hönnuðu tæki, múgasnerli, (sjá mynd). Nauðsynlegt er að hreyfa þannig við massanum til að súrefni andrúmsloftsins komist í tæri við blönduna en það er ein meginforsendan fyrir bæði hitamyndun og hraða ferlisins. Blandan er öflug og hitinn fór fljótt upp í 70°C. Eftir u.þ.b. tíu vikur hafði hitinn lækkað niður í 15-20 °C sem er vísbending um að ferlið sé að mestu full- komnað og massinn orðinn stöðugur. Afurðinni var gefið nafnið molta. Niðurstöður af tilrauna- verkefninu liggja fyrir og er þær að finna í skýrslu sem kom út í mars á þessu ári og er fyrirliggjandi hjá Sorpu, fyrir þá sem áhuga hafa. Nið- urstöðumar snerta fjölda þátta og ekki hægt að fara náið út í þá hér. M.a. var athugað hvemig molta reynist við ræktun, undir gleri, í garðrækt utanhúss að sumri til og við uppgræðslu örfoka lands. Við garðræktina utanhúss var moltan prófuð sumarið 1995 í samvinnu við nokkra félags- menn í Garðyrkjufélagi ís- lands. Um haustið var leitað eftir áliti og hver reynsla þeirra væri af ræktun í moltu. Eftirfarandi tafla lýsir í fáum dráttum niðurstöðum af þeirri athugun: Almennt viðhorf gagnvart moltu hjá félagsmönnum í Garðyrkjufélagi íslands: Viðbrögð Fjöldi Hiutfali (%) Mjög ánægðir 22 33 Ánægðir 34 50 Hlutlausir 10 15 Óánægðir 1 2 AIls 67 100 í stómm dráttum hafa eng- in þau vandamál komið fram sem hindra að jarðgerð garða- úrgangs á höfuðborgarsvæð- inu geti ekki orðið sjálfsagður og eðlilegur þáttur í meðferð úrgangs á höfuðborgarsvæð- inu. Molta verður sett á mark- að nú í ár í fyrsta skipti og verður fróðlegt að sjá hverjar viðtökur almennings verða. Verkefni Gámaþjónustunnar Um svipað leyti og Sorpa hóf jarðgerðarverkefni sitt hófst undirbúningur á vegum Gámaþjónustunnar hf. um flokkun, söfnun og jarðgerð á lífrænum heimilisúrgangi. Gámaþjónustan hf. er stærsta einkafyrirtæki hérlendis í sorphirðu og hefur m.a. á sinni hendi alla sorphirðu í Hafnarfirði. Þrjár götur í ein- býlishúsahverfi í Hafnarfírði, Skjólvangur, Sævangur og Vesturvangur, vom valdar og síðsumars 1994 var grennslast fyrir um áhuga heimilisfólks þar á að flokka lífrænan úr- gang frá öðm neyslusorpi. Eftir talsverða kynningu Einhver fróðlegasta niður- staða af verkefninu í Hafnar- firði er hinn afdráttarlausi vilji íbúanna til að leggja sitt afmörkum, segir Björn m.a. í grein sinni um reynsluna af flokkun og jarðgerð lífrœns úrgangs. a) Reynslu heimilisfólks, stjómenda og starfsfólks af flokkun á upphafsstað. b) Magn lífræns úrgangs frá heimilum. c) Möguleikana á jarðgerð með einföldum aðferðum allan ársins hring. d) Gæði afurðar (moltu) úr lífrænum heimilisúrgangi. e) Viðskiptalegar forsendur fyrir starfseminni. Vilji íbúanna Einhver fróðlegasta niður- staðan af verkefninu í Hafnar- fírði er hinn afdráttarlausi vilji íbúanna til að leggja sitt af mörkum. Rétt er að hafa í huga að heimilin í Hafnarfirði voru ekki valin til þátttöku vegna þess að þau hefðu meiri áhuga en önnur heldur ein- faldlega vegna þess að þau stóðu við ákveðnar götur. Af- staða þeirra gæti því allt eins verið dæmigerð, alla vega fyr- ir einbýli. Eftir sjö mánuði vom heimilin í Hafnarfirði beðin um að svara nokkmm spumingum um reynslu sína af nýju fyrirkomulagi. M.a. var spurt hvort heimilisfólk hefði upplifað flokkunina sem aukna fyrirhöfn. 94% svömðu neitandi. Þá var spurt hvort fólk gæti fremur hugsað sér að hafa safnhaug heima við og sjá um jarðgerðina sjálft. 81 % svaraði því neitandi og kvaðst vilja flokka en að efnin yrðu sótt og jarðgerð annars staðar eins og gert er í verk- efninu. Þá var spurt almennt hvort heimilisfólk gæti hugs- að sér þetta fyrirkomulag til frambúðar og þar svömðu 99% játandi. Verkefnið sýnir magntölur upp á u.þ.b. 1,30 ákváðu 97 heimili af 103 að taka þátt. Heimili fengu ílát til notkunar bæði innanhúss og utan og lífræna úrganginum, aðallega hvers kyns matarleif- um, var safnað sérstaklega á hálfsmánaðar fresti. Mata hf., sem er innflutnings- og dreif- ingarfyrirtæki í grænmeti og ávöxtum, tekur einnig þátt og er úrkasti af lager fyrirtækis- ins safnað vikulega. Efnin era síðan flutt til jarðgerðar í út- jaðri höfuðborgarsvæðisins. Verkefnið, sem hefur m.a. stuðst við framlög frá Rann- sóknaráði Islands, hefur fyrst og fremst fengist við eftirfar- andi þætti: Björn Guðbrandur Jónsson: Svörin við spurningunum hér í byrjun verða þvíþau að í bananahýðinu erufólgin verðmæti og að það getur borið ávöxt á ný íformi frjósams jarðvegsbœtis. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.