Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 17
notaði blautservéttur daglega við bleiuskipti. Fyrst fólk er í svo mikilli tímaþröng að það velur þessa leið umfram vatn og sápu er ekki víst að skyn- samlegar ráðleggingar nái eyrum þess, enda er markaðs- setning framleiðendanna lítt gagnrýnd. Danska neytendablaðið getur ekki mælt með notkun á neinni tegund af blautserv- éttum sem eru á dönskum markaði, og telur nauðsynlegt að reglur verði settar um það hvaða efni megi vera í snyrti- vörum sem framleidd eru fyr- ir börn. Neytendablaðið tekur undir þetta sjónarmið, enda mæla fagaðilar við ungbarna- eftirlit ekki með notkun blautservétta. Sé einhver vafí um einstök efni á að hafa hagsmuni bamsins að leiðar- ljósi, ekki framleiðandans. Böm em viðkvæmari en full- orðnir og hugsanlegir kvillar svo sem ofnæmi og exem geta fylgt einstaklingnum allt lífíð. Tegundir og verð I eftirfarandi töflu eru teg- undir og verð á blautservétt- um sem Neytendablaðið fann á íslenskum markaði og ætl- aðar em til notkunar við bleiuskipti. Verðið var kann- að í tveimur stórmörkuðum og einu apóteki. Verð getur því verið hærra eða lægra í öðmm verslunum. Framleið- Verð Fjöldi Verð andi ípakka pr. stk. Libero 445 80 5,60 Baby care 375 200 1,90 Pampers 620 80 7,80 Shop Rite 385 160 2,40 Johnson’s 598 80 7,50 Nice’n Clean 269 80 3,40 Pussycat 544 100 5,40 Sumar tegundimar fást í minni pakkningum og eru þær dýrari. Servétturnar frá Libero, Pampers, Nice’n’ clean og Johnson’s eru seldar í plastkössum, í þá er hægt að kaupa áfyllingarpakka sem eru ódýrari en kassarnir. Heimild: Danska neytendablaðið Tœnk. Bleiubossar f trúa ætti bleiuauglýsingum er notkun á einnota bleium besta tryggingin fýrir því að smábömum líði vel. Ekki stenst þetta þó að öllu leyti því að rök bleia ertir húðina svo hún roðnar. Hvað er þá til ráða? Bleiuþvottar fyrri tíma em liðnir, í staðinn em komnar einnota bleiur sem falla þétt að líkaman- um og geta dregið í sig mikinn vökva. Rök bleia er alltaf jafn-slæm fyrir bamið og þótt einnota bleiur dragi vökvann vel í sig þarf að skipta um strax og þær blotna. Rakinn ertir húðina en jafn- ffamt fjölgar baktenum sem bijóta niður þvag og ammoníak myndast. Ammoníak er mjög ertandi fyrir húðina. Rakinn í bleiunni eykur einnig hættu á sveppasýkingu. Listin að vera hreinn og þurr Einnota bleiur hafa fyrir löngu ýtt taubleium og plastbuxum til hliðar. Fyrirhöfnin var mikil með gamla laginu en það er þó óþarfi að falla alger- lega fyrir einnota bleiunum. Sum böm fá útbrot við notkun þeirra og þá er ráð að prófa að skipta um tegund. Bleiuna má ekki festa of þétt að lík- amanum, nauðsynlegt er að loft geti komist að og þess verður að gæta að jaðrar bleiunnar nuddi ekki húðina. Þegar bleian hefur blotnað á að skipta strax og þvo baminu með volgu vatni. Ef barnið hefur haft hægðir má nota væga bamasápu við þvott- inn. Húðin þarf að vera alveg þurr áður en ný bleia er sett á bamið og eins oft og mögulegt er á að lofa því að liggja smástund með beran boss- ann. Ef tíminn er naumur til þurrkunar má nota hárþurrku á lægstu stillingu eftir að athugað hefur verið að blásturinn sé ekki of heitur. Ekki er nauðsynlegt að nota krem ef húðin er roðalaus og heilbrigð. Áburður er óþarfur Áður fyrr var krem eða púður notað við hver bleiuskipti. Bamapúður er lítið notað lengur. Það þjappast saman í húðfellingum og getur jafnvel virkað eins og slípiefni á viðkvæma húð. Ef húðin sýnir einkenni ertingar á að nota krem til að vemda húðina. Til em margar krem- tegundir að nota á smáböm. Staðfest hefur verið að krem með 10% eða meira af sinkoxíði hafa vemdandi áhrif í slíkum tilfellum, svo það er skynsamlegt að velja slíkt krem. í öðmm tegundum em aðallega fita og raki og em þau góð við þurrki og ertingu. Nokkrar teg- undir virðast innihalda sink þótt sú sé ekki raun- in. Rétt er að sniðganga krem sem inniheldur ónauðsynleg efni svo sem ilmefni og rotvamar- efni. Hvað er til hér? Neytendablaðið hefur kannað verð og fram- boð á bossakremum í níu apótek á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri. Við fundum sjö mismun- andi tegundir, þar af er ein seld í tveimur þyngd- areiningum. í ljós kemur að verð á sama magni af mismunandi kremum er mjög mismunandi og er dýrasta kremið rúmlega ferfalt dýrara en það ódýrasta. Það vakti einnig athygli blaðsins hvað verð á sama kremi er mismunandi í apótekunum. Þannig kostaði Johnson's baby nappy cream minnst 360 krónur en mest 550 krónur eða nænri 200 krónum meira (53% hærra verð). Hér á eftir má sjá hvaða tegundir em hér á markaði og hvað þær kosta. Þess skal getið að á umbúðum allra þessara krema kemur fram að þau innihaldi það efni sem hér er sóst eftir, zinkoxid. í hvaða magni það er kemur hins vegar aðeins ffam á umbúðum tveggja tegunda. Natusan baby zinsalve inniheldur 25% zinkoxid og er þriðja ódýrsata kremið á markaðnum. Dyprotex inni- heldur 45% zinkoxid, en þetta krem fundum við aðeins í einu apóteki og er það jafnframt dýrasta kremið í könnuninni. Vörutegund Algengt verð Verð á lOOml Penaten 150 ml 495 330 Johnson's baby nappy cream llOg 480 436 Natusan baby zink salve 100 ml 465 465 Penaten 50 ml 265 530 Teddy tea tree 100 ml 700 700 Weleda nappy change cream 75 ml 718 957 Aco bam salve 50 ml 484 968 Dyprotex 12einingar, 30 g 411 1430 Ráð við rauðum bossum Það er ekkert óeðlilegt við það að böm fái útbrot á bleiusvæðinu, ef húðin verður íyrir ertingu og roðnar. Útbrot aukast ef bamið fær hita eða ef það fær niðurgang. Það sem oftast veldur þessu er að bamið hefur verið með raka bleiu of lengi, sem sést best á því að húðin er sködduð þar sem bleian snertir húðina en ekki í húðfellingum og í kringum endaþarmsopið. Besta meðferðin til að tryggja að húðin sé alltaf hrein og þurr er að loft leiki um hana eins oft og mögulegt er. Auk þess er hægt að vemda húðina með sinkáburði. Eftir tveggja daga notkun ætti bati að vera sjáanlegur. Ef útbrotin versna og dreifast víðar um líkamann þarf að hafa samband við ungbamaeftirlit eða lækni. Ef það vessar úr húðinni á ekki að nota sinká- burð. Þess í stað er gott að leggja bakstra við húð- ina úr bómullarklútum sem hafa verið undnir upp úr soðnu vatni. Annaðhvort er baksturinn lagður undir bleiuna og skipt um jiegar skipta þarf um bleiu eða bamið er látið liggja með baksturinn í tíu mínútur tvisvar til þrisvar daglega. Þegar hætt er að vessa úr húðinni er borinn á sinkáburður. Ef bakstrar hafa ekki borið árangur eftir viku meðferð þarf að hafa samband við ungbamaeftir- lit eða lækni. Sveppir Roði og útbrot geta leitt til sveppasýkingar. Sýkta svæðið getur dreifst yfír læri og nára. Útbrotin em oftast laxableik að lit og með gljáandi hrúðr- um. í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að hafa samband við ungbamaeftirlit eða lækni. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1999 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.