Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 22
Gæði og markaður- Klukkuútvörp Klukkuútvörp ér er birt verðkönnun Neytendablaðsins á 52 litlum útvarpstækjum með innbyggðum vekjarklukkum og gæðakönnun International Testing á 10 þeirra sem fást hérlendis. Verðkönnunin var gerð seinni hluta marsmánað- ar og náði til 12 innflytjenda. I öllum tilvikum er ábyrgðar- tími eitt ár eins og gildandi lög kveða á um. Verðið sem hér birtist er í öllum tilvikum staðgreiðsluverð, en verð get- ur verið mismunandi eftir því hvort staðgreitt er eða borgað með kreditkorti og er munur- inn 5-10%. Eiginleikar Öll tækin í gæðakönnun 1T ná FM-bylgju og flest einnig miðbylgju (A, MW) en fá langbylgju (LW). Nú nást langbylgjusendingar RÚV um allt land og miðin og því verulegt hagræði að síðast- nefndu tækjunum eins og Sony ICF-C233L og ICF- C290L. Heymartól er hægt að tengja við Grundig Sono- Clock 22 og Panasonic RC- 6099 og hlusta þannig á út- varp án þess að trufla aðra. Öll tækin hafa „svæfil“ svo að þau slökkvi sjálfvirkt á sér eftir ákveðinn tíma sem mörgum þykir gott undir svefninn. Öll tækin hafa nátt- úrlega vekjara, unnt er að velja milli vekjarahljóðs eða útvarpsins og líka endurtekn- ingar á vakningu eftir 6-9 mínútur. Gæðakönnunin Almennt er þetta góð vara, öll tækin í könnun IT sem eru til sölu hérlendis fengu næst- hæstu heildareinkunn fyrir gæði (4). I tækniprófunum var magnarinn athugaður og hvort tækið hélst stillt á rétta rás án verulegra breytinga eða trufl- ana. Öll tækin fengu þama meðaleinkunn (3) eða hærri. Klukkumar reyndust lrka ganga rétt og fengu flestar einkunnina „góð“ (4). Sagt hefur verið að því meira sem fólk langar til að brjóta vekjaraklukkuna sína þeim mun betri sé hún. Hljóð- styrkur vekjarans var í öllum tilvikum viðunandi en áber- andi hæst lét í SuperTech CR- 06 sem fékk hæstu einkunn (5). Slakastur eða með öðrum orðum lágværastur var vekjar- inn í Sony ICF-C290L. Gæðakönnun International Testing Vörumerki Gerð Utvarp Klukka Þægindi Heitdar- einkunn Bylgjur* Tækni- próf Hljóm- gæði Ná- kvæmni Hljóð- styrkur vekjara Raf- hlaða Klukka i heitd Grundig SonoCtock 22 FM,AM 4 3 4 4 4 _____ 4 ~ Panasonic RC-6066 FM,AM 4 3 4 _____ 4 4 4 _____ Philips AJ 3040 FM.AM 4 3 ___ 3 5 4 3 4 Philips A3 3150 FM,AM 3 3 4 4 5 4 4 4 Philips AJ 3250 FM,AM 3 3 4 4 _____ 4 4 4 Sanyo RM 5080 FM,AM _____ 3 4 ~4~ 4 4 3 _____ Sanyo RM-7000 FM,AM 4 3 4 3 3 3 4 4 Sony ICF-C233L FM,AM,LW 4 3 5 4 2 4 4 | 4 Sony ICF-C290L FM,LW 4 3 4 3 4 4 4 4 SuperTech CR-06 FM 4 3 4 5 3 4 3 4 * AM er miðbylgja (stundum ritað MW), LW er tangbylgja. Einkunnir eru gefnar á kvarðanum 1-5 þar sem 1 er lakast og 5 best. 22 NEYTENDABLAÐIÐ - april 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.