Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 6
I stuttu máli Mánudagsvélin Félagsmaður hafði samband við Neytendasamtökin og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann hafði keypt Ariston- þvottavél með sambyggðum þurrkara af fyrirtæki sem hét Eru steikar- pokar óæski- legir fyrir umhverfið? Lesandi hringdi á skrif- stofu Neytendasamtakanna og spurðist fyrir hvort steikarpokar væru fram- leiddir úr óæskilegum efn- um, svo sem mýkingarefn- um sem geta þá borist í matinn, til dæmis í pokum frá Vita? Þessu er til að svara að samkvæmt upplýsingum frá framleiðandanum er mýkingarefni ekki notað. Pokarnir eru framleiddir úr plasttegundinni PET, sem einnig er notað meðal ann- ars í margnota flöskur og matarílát sem ætluð eru í örbylgjuofna. Þetta er sterkt plast og mjög hita- þolið. Ekki er þó ráðlegt að nota steikarpoka við hærri hita en 200°C. Kjölur í desember 1993 eða fyrir rúmum fimm árum. Stuttu eftir kaupin fór að bera á vandamálum með vélina sem meðal annars ollu því að hún hitaði of mikið á þurrki, og varð þetta til þess að yfir- hitaöryggi sló ítrekað út og hlífðarplast utan á hurð bráðn- aði. Kom þá í ljós að kælivifta á blásarahjóli hafði losnað og var það lagfært eins og fram kemur í skýrslu rafvirkjans sem gert hefur við vélina frá upphafi. Þegar þetta henti var vélin í ábyrgð hjá Kili, en það fyrirtæki og Byko bitust þá um innflutning á Ariston-heimilis- tækjum. Kjölur varð svo gjald- þrota og okkar maður fékk aldrei nýtt plast á hurðina. í skýrslu rafvirkjans kemur einnig fram að eftir þetta hafi vélin verið að bila 3-4 sinnum á ári. Ymist hafi það verið vandamál varðandi þurrkarann eða þá annað, til dæmis hafi vélin flætt tvisvar, vandamál hafi verið með hurðarrofa og vélin dælt frá sér án nokkurra skýringa. Nokkrum sinnum hefur verið mældur hiti á þurrkaranum í vinnslu og allt eðlilegt. Um mánaðamótin maí-júní 1997 var vélin svo tekin inn á verkstæði og yfir- farin. Þá var skipt um hlífðar- plast á hurð, yfirhitabúnað fyr- ir þurrkara og lúgugúmmí sem Er Gore-Tex efni skaðlegra umhverfinu en PVC-plastefni? Neytendablaðinu hefur borist fyrirspurn um hvort Gore-Tex efni sé skað- legra umhverfinu en PVC- plastefni, en Gore-Tex efni eru nú í mörgum fram- leiðsluvörum, svo sem yfir- höfnum, skóm, hönskum og margs konar útivistarfatnaði. Gore-Tex hefur þann eigin- leika að vera vatnsþétt og vindþétt efni sem „andar“, þ.e. það hleypir raka frá lík- amanum út í gegn um sig en utanaðkomandi raki eða væta nær ekki í gegn. Þessi eiginleiki næst vegna þess að að efnið er gert úr ör- þunnum teflonlögum. Teflon er einnig nefnt PTFE sem merkir poly-tetra-flúor- ethylen. Þegar teflon er brennt við förgun myndast lífræn flúor-efnasambönd. Þau valda meiri mengun en efnasambönd sem myndast við bruna á PVC-plasti. Við getum hins vegar huggað okkur við að þegar á heild- ina er litið er mun minna magni af Gori-texi fargað í bruna en af PVC-plasti. Eins og sjá má er gulleit rönd ofan við lúguna eftir að vélin hitaði sig of mikið, stuttu eftir að hún var keypt. allt var orðið skemmt eftir of mikinn hita frá þurrkara. Ári síðar koma aftur upp vanda- mál með þurrkarann og kom þá í ljós að eliment í þurrkara var ónýtt og einnig var bilun í tímastillinum. Þetta þýddi meðal annars að vélin vann ekki rétt, dældi annaðhvort ekki eða illa út af sér og vatt ekki. Það þarf því að fylgjast með vélinni og hjálpa henni yfir þar sem hún stoppar, sem stundum virkaði en ekki alltaf. Athugasemd Neytenda- blaðsins: Samkvæmt kaupa- lögum (lögum um lausafjár- kaup) getur neytandi ef um meiriháttar galla er að ræða krafist nýs og ógallaðs hlutar eða rift kaupunum. Það er ljóst að hér er um meiriháttar galla að ræða, en neytandinn getur ekki fengið úrlausn sinna mála þar sem fyrirtækið sem hann verslaði við varð gjaldþrota. Fyrirtæki það sem annaðist sölu Ariston-tækja eftir að Kjölur fór í gjaldþrot, Byko, er ekki bótaskylt samkvæmt lög- um. Það verður hinsvegar að viðurkennast að saga þessarar þvottvélar er með þeim ein- dæmum að fyrirtækið sem sel- ur vörur frá Ariston ætti að hlutast til um eðlilegar bætur frá framleiðandanum. Það er ekki ósanngjöm krafa. Danir háma í sig erfða- breyttan snakkmat rátt fyrir að tveir af hverjum þremur Dön- um telji að banna eigi erfðabreytt matvæli háma þeir í sig snakkmat sem framleiddur er úr erfða- breyttum maís. Fram til þessa hefur aðeins ein vara sem framleidd er úr erfðabreyttum maís verið merkt sem slfk á dönsk- um markaði, snakkmatur frá Bugles, sem hefur verið merktur frá því í desember í fyrra. Þær upplýsingar virðast þó ekki hræða danska neyt- endur frá því að kaupa snakkið. Rannsókn sem náði til stærstu matvöru- verslananna sýnir að sal- an á þessum snakkmat jókst um 47% í desember í fyrra, miðað við sama mánuð árið áður, en þá var varan ekki merkt sem erfðabreytt. Heimasíða neytenda á netinu Munið heimasíðu Neytenda- samtakanna á netinu, slóðin er: www.ns.is 6 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.