Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 8
Gæði, markaður Stór sjónvarpstæki Neytendablaðið hefur gert viðamikla könnun á verði og eiginleikum um 140 stórra sjónvarpstækja sem fást hér- lendis og birtir einnig ná- kvæma gæðakönnun International Testing á 26 þeirra. Flest eru með 28 eða 29 tommu skjá og þeir fást upp í 53 tommur en þá er verðið líka komið yfir hálfa milljón króna. Hvað á að ráða stærðinni? Stóru sjónvarpstækin eru flest með meira af aukabúnaði en hin smærri. En óþarfi er að fá sér stórt og þungt tæki nema húsrýmið henti því. Hér eru lauslegar ábendingar um val á skjástærð en vitanlega fer þetta eftir smekk og aðstæð- um. Val á réttri tœkjastœrð Fjarlægð Heppileg frá skjá skjástærð (tommur) 1,5-2 m 19-21 Innan við 2,5 m 25-28 3 m 32 3,5 m 36-38 Stærð skjáa á sjónvarps- tækjum er mæld á ská hom í hom og hérlendis yfirleitt gef- in upp í tommum en víða í cm og er ekki alveg um sömu mælitækni að ræða. Skjástœrðir Tommur cm 14 34 21 51 25 59 28 66 29 68 32 76 Hver eru aðalatriðin? Hjá langflestum notendum skipta myndgæðin mestu máli 8 og þau fara alls ekki alltaf batnandi í beinu hlutfalli við hærra verð. Tækið sem fékk hæstu einkunnina hjá IT fyrir myndgæði er Grundig ST 70- 700 sem kostar innan við 60 þús. kr. Tækniþróunin gerir það að verkum að flest tæki hafa nú viðunandi myndgæði. Verðmunurinn liggur helst í mismunandi búnaði. Sjaldnast næst afbragðs hljóð úr innbyggðum hátölur- um sjónvarpstækja þótt margs konar tækni eigi að greiða fyrir því. Sumum tækjum fylgja lausir hátalarar og Dol- by Pro-Logic víðóma hljóm- tækni en þeir sem vilja sem bestan hljóm ættu að kynna sér heimabíómálin. Aldrei hefur verið unnt að eyða jafn miklum peningum í sjónvarpstækjakaup og nú. Dýrasta tækið á íslenska markaðnum kostar um 580 þús. kr. og nokkur eru á bilinu 250-350 þús. Þetta eru tæki með verulega stóra skjái. Hægt er að fá viðunandi stór sjónvarpstæki á um 40-50 þús. kr. og prýðileg tæki um og innan við 100 þús. kr. Ódýrustu breiðskjástæki er hægt að fá hér á 85 þús. kr. en flest þeirra kosta vel á annað hundrað þúsund. Sumstaðar tíðkast að bjóða við hækkuðu verði sérstak- lega framlengda ábyrgð á stórum sjónvarpstækjum. Þetta er ekki talið svara kostn- aði nema hvað varðar stóra sýningarskjái sem getur verið dýrt að láta gera við. Fyrir fatlað fólk og hreyfi- hamlað er mikilvægast að hnappar á fjarstýringu séu stórir og skýrir og gjaman lit- aðir, en ekki litlir og stífir, og að hnappar og stýribúnaður séu vel aðgengilegir utan á tækinu en ekki inni í hólfum sem þarf að opna og loka. Philips og Samsung tæki voru best í síðarnefnda tillitinu en Panasonic-fjarstýringar einna þægilegastar. Einnig er gott fyrir slíkt fólk að geta notað heyrnartól og að tengi fyrir þau séu framan á tækinu en ekki aftan á. Ýmsum þykir gott að tvö eða fleiri myndtengi séu á tækjunum, svo þau geti t.d. bæði verið tengd myndbands- tæki og geislaspilara eða öðr- um búnaði eins og tölvu eða leiktæki. Slík sérstök tengi gefa betri mynd og hljóð heldur en samband ineð loft- netssnúm. 4:3 eða 16:9? Hefðbundin sjónvarpstæki em með skjái í stærðarhlutföllun- um 4:3, sem er hið uppruna- lega form kvikmyndanna og síðar sjónvarps- og tölvu- skjáa. I breiðskjássjónvarpi (wide screen) em myndhlut- föllin 16:9 en það er líkara því sem tíðkast í bíói samtím- ans og kemst nær breiddinni á augnsviði fólks. Ekki er enn farið að senda mikið af sjón- varpsefni út í breiðformi nema kvikmyndir en mörg er- lend myndver taka þó efni sitt upp í 16:9-breiðforminu og margir telja það um síðir munu verða yfirgnæfandi. Til þess að fólk verði ekki óánægt með smæð 4:3-mynda á breiðskjá þarf hann að vera nokkuð stór. Hérlendis fást nær eingöngu 100 riða breið- skjássjónvörp sem eru talsvert dýr. Vegna þess að tvenn stærð- arhlutföll eru send út sjást stundum í 4:3-tækjum svartir borðar ofan og neðan við myndefnið en í 16:9-tækjum svartar rendur til hliðanna. Til að ráða bót á þessu er hægt í síðarnefndu tækjunum að stækka og myndina og/eða teygja úr henni sem aflagar myndefnið og vill oft verða til þess að skýringartexti á neð- anverðri mynd hverfur. Sum tæki gera þetta sjálfvirkt en framleiðendur hafa með ýmsu móti reynt að ráða bót á þessu og nefnist ein tæknin ofur- brun (super zoom). Svona lítur venjuleg 4:3- mynd út í 16:9-sjónvarpi óbreytt, svartir borðar til beggja hliða. í 16:9-sjónvarpi er hægt að teygja á myndinni eða stækka hana, stundum hverfur þá skýringartexti að neðanverðu. Svona lítur breiðformssend- ing út á venjulegum 4:3-sjón- varpsskjá. Örari tíðni og betri skjáir Á skjá „venjuleg'ra“ 50 riða (50Hz) sjónvarpstækja endur- nýjast myndin 50 sinnum á sekúndu. í 100 riða (100Hz) tækjum sem eru dýrari (og eyða sum 20-30% meira raf- magni) endurnýjast hún tvö- falt hraðar og verður við það stöðugari. Þetta er ekki eins þreytandi fyrir augun og gefur myndinni auðugari en ekki endilega skarpari blæ og getur gert hreyfingar loðnar, enda er hver myndrammi í raun sýndur tvisvar í stað einu sinni. Munurinn sést vel á skýringartexta, textavarpi og kyrrmyndum. 100 riða tækni á ekkert skylt við stafrænt há- skerpusjónvarp (HDTV) því NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.