Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 8
Húsnæði Neytendasamtökin í málaferli Fyrir nokkru ákvað stjóm Neytenda- samtakanna að standa að baki tvenn- um málaferlum neytenda, annars vegar vegna gjaldþrota ferðaskrifstofu, ístra- vels, og hins vegar gegn kjúklingafram- leiðanda vegna margfrægrar kampýló- bakteríusýkingar. ístravel - Ráðuneytið sinnir ekki áliti umboðsmanns Ferðaskrifstofan ístravel ehf. stöðvaði rekstur sinn í ágústmánuði 1996. Nokkrir félagsmenn Neytendasamtakanna voru í hópi þeirra sem höfðu greitt fyrir ferðir hjá fyrirtækinu, og lýstu þeir kröfum í tryggingarfé ferðaskrifstofunnar ásamt fleiri viðskiptamönnum. Samgönguráðu- neytið, sem sá um uppgjör á tryggingar- fénu, svaraði félagsmönnum okkar á þann veg að trygging ferðaskrifstofunnar hafi aðeins dugað fyrir heimflutningi far- þega og væri því ekki unnt að verða við greiðslukröfum þeirra. I kjölfarið leituðu þessir félagsmenn til Neytendasamtakanna og óskuðu þau eftir áliti umboðsmanns alþingis á mál- inu. Niðurstaða hans fékkst nú í mars og er á þann veg að hann telur of langan tíma hafa liðið frá gildistöku laga nr. 81/1994, sem fólu meðal annars í sér breytingar á reglum um tryggingar ferða- skrifstofa, þar til samgönguráðuneytið gerði ferðaskrifstofunni að láta í té upp- lýsingar til að nýjar ákvarðanir yrðu teknar um tryggingar ferðaskrifstofa. Einnig telur hann að ráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að veita þeim sem staddir voru erlendis á vegum ístravels ehf. forgang fram yfir þá sem greitt höfðu inn á ferðir með ferðaskrifstof- unni. Telur umboðsmaður að samgöngu- NEYTENDASTARFER ÍALLRA ÞÁGU ráðuneytið hafi átt að láta hlutfallslega skerðingu ganga jafnt yfir alla sem áttu í hlut og gerðu kröfu í tryggingarféð. Um- boðsmaður beindi svo þeim tilmælum til ráðuneytisins að það tæki mál þessara fé- lagsmanna Neytendasamtakanna til end- urskoðunar kæmi fram beiðni þess efnis og leitaði leiða til að rétta hlut þeirra. I kjölfar álits umboðsmanns Alþingis fóru Neytendasamtökin fram á það við ráðuneytið að það endurskoðaði mál þessara félagsmanna samtakanna með hliðsjón af áliti umboðsmanns. Sam- gönguráðuneytið svaraði Neytendasam- tökunum á þann veg að það teldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu. Einn af þeim féiagsmönnum sem til okkar leitaði óskaði eftir því við Neyt- endasamtökin að þau styrktu hann í málaferlum sínum gegn samgönguráðu- neytinu, og samþykkti stjórn Neytenda- samtakanna það fyrir nokkru, eins og áður er sagt. Nú er verið að undirbúa málaferlin og lætur Neytendablaðið fé- lagsmenn samtakanna fylgjast með gangi mála. Málaferlin munu hafa verulega þýðingu fyrir þá mörgu sem lýst höfðu kröfu í tryggingarfé ferðaskrifstofunnar ístravels ehf. en fengu ekki greitt upp í kröfur sínar. Einnig munu þessi málaferli skapa mikilvægt fordæmi. Sýktir kjúklingar - Reykjagarður neitar skaðabótum Umræðan um kampýlósýkta kjúklinga fór varla fram hjá neinum síðastliðið sumar en þar létu Neytendasamtökin verulega til sín taka. Að lokum auglýstu samtökin opinberlega eftir fólki sem hefði sýkst af kampýlóbakteríunni með það í huga að láta reyna á ábyrgð fram- leiðanda matvörunnar. Fjöldi manns hafði samband við samtökin og var greinilegt að margir höfðu farið illa vegna hinna sýktu kjúklinga. Starfsmenn samtakanna fóru í gegnum þau mál sem bárust og var valið það mál sem líklegast þótti til árangurs. í því máli var um að ræða ferskan Holtakjúkling sem var framleiddur af Reykjagarði hl'. Tveimur dögum eftir að kjúklingurinn var matreiddur veiktust þeir sem borðuðu hann heiftarlega. Við rannsókn kom í ljós að um var að ræða sýkingu vegna kampýlóbakteríu. Þessi veikindi höfðu svo í för með sér bæði fjárhagslegt tjón og veruleg óþægindi. Neytendasamtökin sendu Reykjagarði hf. bréf þar sem þau gerðu kröfu um skaðabætur fyrir hönd áðurnefndra aðila á grundvelli laga um skaðsemisábyrgð. I kjölfarið hófust samningaviðræður Neyt- endasamtakanna og Reykjagarðs en þær báru ekki tilætlaðan árangur. Þá var ákveðið að höfða mál. Verið er að undir- búa rekstur þess og mun Neytendablaðið fylgjast grannt með framvindunni. Niðurstaða málsins hefur væntanlega mikið fordæmisgildi þar sem ekki hefur áður reynt á það fyrir dómstólum hver bótaábyrgð framleiðanda matvöru er í málum sem þessum. Telst matvara ekki gölluð þegar í henni eru bakteríur sem valda matarsýkingu hjá neytendunum? Og ef hún telst gölluð - ber þá ekki framleiðandi vörunnar ábyrgð á fram- leiðslugöllum hennar og afleiðingum þeirra? Frumherji hf Frygg hf. Hampidjan hf. Hans Petersen Herragaröurinn, Kringlunni og Laugavegi13 Húsasmiöjan hf. Húsavíkurkaupstaóur HúsgagnahöHin ehf., Bíldshöföa 20 Ingvar Helgason hf. íslandsbanki hf. ísleifur Jónsson ehf. ístak hf. Kolaportiö ■ Markaöstorg Kringlan Litaver Metró - Málarinn - Veggfóörarinn Olíufélagiö hf., ESSO Olíuverslun íslands hf. Orkuveita Reykjavíkur Osta- og smjörsalan Sparisjóöirnir Steinar Waage hf., Domus Medica og Kringlunni Strax, matvöruverslanir TM-Húsgögn Vátryggingafélag íslands hf. VISA ísland Öndvegi ehf. 8 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.