Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 2
Mikilvægi virkrar samkeppni Síðasta tölublað Neytendablaðsins vakti verðskuldaða athygli. Það var ekki síst vegna úttekta á þremur gerðum mikil- vægra markaða fyrir okkur neytendur, mat- vörumarkaðnum, tryggingamarkaðnum og bankamarkaðnum. Niðurstöður úttekt- anna voru á líkum nótum, fákeppni, verð- og gjaldskrárhækkanir og mikill hagnaður einkenna þessar markaði. Neytendasam- tökin hafa hins vegar lagt áherslu á að virk samkeppni sé það eina sem tryggi neytend- um sanngjarnt verðlag, enda seljendum heimilt að selja á því verði sem þeir vilja. Það kallast frjáls verðlagning og er það sem gildir í dag. Neytendasamtökin vildu með þessum úttektum leggja sitt af mörk- um til að veita fyrirtækjum nauðsynlegt aðhald og samtökin munu vissulega halda því áfram eftir því sem tilefni gefst til. Það er þó ekki svo að hér á landi ríki algjört svartnætti þegar kemur að sam- keppni. Við höfum mörg dæmi um markaði þar sem virk samkeppni ríkir og staðfestir fullyrðingar okkar um mikilvægi samkeppninnarfyrirokkur neytendur. Tök- um dæmi af heimilistækjamarkaðnum. Þar starfa annars vegar rótgróin fyrirtæki sem eru umboðsaðilar fyrir ákveðin vöru- merki. Hins vegar eru fyrirtæki sem eru í samvinnu við keðjur erlendis og flytja inn sambærilegar vörur og umboðsaðilarnir, mikið til sömu vörumerkin og jafnvel sömu tækin. Verðlag á þessum markaði hefur í raun lækkað á síðustu árum og í samanburði við nágrannalönd okkar stöndum við allvel að vígi. Það sama má segja um ýmis önnur svið markaðarins og þar er verðlag mun hagstæðara fyrir okkur neytendur en það sem ríkir á einokunar- eða fákeppnismörkuðum. Þrátt fyrir að fákeppni hafi myndast á mat- vörumarkaði er alls ekki svo að þar sé ekki fyrir hendi nein samkeppni. Það þekkjum við neytendur vel. Keðjurnar reka mis- munandi tegundir verslana, þar á meðal lágvöruverðsverslanir. Og þó svo að staða Baugs sé líkt og risa í samanburði við samkeppnisaðilana og hann hafi markaðs- ráðandi stöðu, hriktir oft í og verð getur verið mjög breytilegt. Auk þess keppa sam- bærilegar tegundir matvöru innbyrðis um hylli okkar neytenda og er kjötið þar gott dæmi, en auk innri samkeppni keppir það að sjálfsögðu við ýmsar aðrar matvörur. Eins og fram kom í síðasta Neytendablaði er það engu að síður svo að Baugur, eða réttara sagt Bónus, sem stjórnar að mestu hve langt niður verðið fer þó vissulega reyni aðrir aðilar á lágvöruverðsmarkaði að gera sig gildandi, auk þess sem sjálf- stæðir kaupmenn skerpa á samkeppninni. Á vátryggingamarkaði er skjálfti um þessar mundir. Með tilkomu nýs tryggingafélags, íslandstryggingar, virðast gömlu og sam- grónu tryggingafélögin þrjú lækka verðið ef neytendur knýja þar nógu fast dyra. Baugur hefur einnig tilkynnt að hann ætli sérað setja fjármagn inn í lítið tryggingafé- lag sem starfað hefur á Akureyri en ætlar að opna útibú um allt land. Það er að skilja að þetta félag ætli að verðleggja iðgjöldin á hagstæðari hátt fyrir okkur neytendur. Olíufélögin hafa verið mikið til umfjöllun- ar um langa hríð og það ástand sem skap- ast hefur á þeim mikilvæga markaði. Nú er nýtt fyrirtæki að hasla sér völl á þessu sviði, Atlantsolía. Fyrstu skref fyrirtækisins gefa tilefni til væntinga fyrir neytendur. Það er afar mikilvægt að stjórnendur sveitarfélaga sýni þessu fyrirtæki skilning við úthlutun lóða og miðað við samkeppn- isaðstæður er ekki óeðlilegt að það fái sérstaka fyrirgreiðslu hvað það varðar hjá sveitarfélögunum fyrst í stað. Auk þessara þriggja markaðsgerða sem hafa verið tald- artil má nefna samkeppni ísamgöngumál- um. í flutningum með okkur mannfólkið hefur til skamms tíma verið einokun sem Flugleiðir hafa notið góðs af. Mikilvægi virkrar samkeppni sannaðist með tilkomu lceland Express og fyrir okkur varð ódýr- ara að ferðast til annarra landa. Það er mikilvægt að neytendur vandi val viðskiptamanna sinna vel svo samkeppni verði sem virkust, enda eina tygging okk- ar fyrir hagstæðu verðlagi. Ekki síst vegna þess að smæð íslensks markaðar eykur hættuna á fákeppni og einokun. Sömuleið- isskiptir mikluaðopinberareftirlitsstofnan- ir, Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið sinni vel verkefnum sínum og samkeppn- isyfirvöld nýti úrræði samkeppnislaga til að tryggja samkeppni og skapa rými fyrir nýja aðila á fákeppni- og einokunarmörk- uðum. lóhannes Gunnarsson Frá kvörtunarþjónustunni 3 Hvað eru transfitusýrur 4 Gæðakönnun á DVD-spilurum 6 Auglýsingar á villigötum? 8 Skilaréttur 11 Gæðakönnun á myndskeiðavélum 12 Erfðabreytt bygg - svar frá ORF 15 Sölumennska íframhaldsskólum 16 Útskýring á greiðsluseðli 19 Sýndarveruleiki markaðarins 20 Spurningar og svör um bílaviðskipti 22 % /. Blaðið er prentað á / umhverfisvænan hátt. 141 Prentað efni NEYTENDABLAÐIÐ 4.tbl., 49. árg. - desember 2003 Utgefandi: Neytendasamtökin, Síðumúla 13, 108 Reykjavík Sími 545 1200 Fax 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritnefnd: Brynhildur Pétursdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Þórólfur Daníelsson, Þuríður Hjartardóttir Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur H. Torfason Yfirlestur: Laufey Leifsdóttir Umbrot og hönnun: Stíll ehf. Prentun: Hjá GuðjóniÓ ehf. - vistvæn prentsmiðja Pökkun: Bjarkarás Upplag: 13.000 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasam- tökunum Ársáskrift: 3.300 krónur og gerist áskrifandi um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasam- takanna. Upplýsingar úr Neytenda- blaðinu er óheimilt að nota í auglýs- ingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: eplil 2 2 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.