Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 12
Canon MV 600/ hlaut 3,4 í heildargæðaeinkunn og fékkst á um 70 þús. kr. hjá Hans Petersen og Nýherja. Með hliðræn og stafræn tengi, hægt að nota sem vefmynda- vél, hægt að tengja lausan hljóðnema. Stafrænar myndskeiðavélar Aukin gæði - lægra verð Verð á stafrænum upptökuvélum er núna í mörgum tilvikum aðeins helm- ingurinn af því sem þær kostuðu fyrir þremur árum. AIIs reyndust 55 gerðir til sölu hér í nóvember og voru þær á verðbilinu 45.000-390.000 kr. í gæða- könnun International Consumer Rese- arch and Testing (ICRT) voru alls 40 gerðir og yfirlit um þær 17 sem fengust hérlendis er í töflu. Þar sem rætt er um búnað og gæði í þessari grein er miðað við þessar 17. Jafngóðar eða betri vélar kunna að vera til sölu. Kostirnir Fyrir nokkrum árum voru bara hliðrænar (analogue) myndskeiðavélar á markaðn- um, t.d. 8mm, Hi8, VHS og S-VHS. Gæðakönnun á myndskeiðavélum Stafrænar myndskeiðavélar (digital camcorders) fyrir almenning komu fyrst fram 1995. Þær hafa marga kosti umfram hliðrænar. Dæmi: • Verulega meiri mynd- og hljómgæði. • Mun fleiri möguleikar. • Afrit eru jafn góð og frumrit en með hliðrænni tækni er afrit alltaf lakara. • Klipping og myndvinnsla er auðveldari, fljótlegri og býður upp á fleiri kosti. • Flestar stafrænu vélarnar eru minni og léttari því að spólurnar eru yfirleitt smærri. • Stafrænar vélar hafa flestar minniskort til Ijósmyndatöku sem ekki er í hinum hliðrænu. Nýyrði í þessari grein er nýyrðið ,myndskeiða- vél' notað í stað ,myndbandstökuvél'. Ástæðan er sú að ekki er lengur myndband í öllum slíkum vélum heldur vistast myndskeiðin stundum á DVD-disk eða minniskort. Orðið myndskeið merkir eitt samfellt upp- tökubil (,skot'). Munurinn er ekki jafn áberandi varðandi ýmis önnur atriði, t.d. hljómgæði og hristivörn (image stabiliser) sem dregur úr áhrifum óstöðugrar myndatöku en árangurinn er áþekkur með báðum gerð- um. Ending rafhlaðna er líka svipuð. Mismunandi gerÖir Stafrænar myndavélar nota mismunandi tækni til upptöku. Talsverður munur er á möguleikum og eftirvinnslutækni þeirra. Mini DV Mini DV bandið er algengast enda var það fyrsta stafræna gerðin á markaðnum, spólan er lítil um sig og sumar vélarnar má geyma í vasa. Þrátt fyrir smæðina geta rúmast á spólunni um 2 klst. af myndefni f gæðaupplausn. /7 gerðir sem fengust hér í nóv. 2003. Vélunum er raðað eftir verði, ódýrastar efst, dýrastar neðst. Gefnar eru einkunnir á kvarðanum 0-5 þar sem 0 er lakast og 5 er best. Heildargæðaeinkunn byggist á fleiri atriðum en hér eru tilgreind. Vörumerki Gerð Seljandi Staðgreiðslu- verð Tækni Heildar- gæða- einkunn Mynd- gæði Upplausn Upptaka við litla birtu Hristi- vörn JVC GR-D20E Elko 48.900 (1) Mini DV 2.9 3 3 3 3 JVC GR-D30E Elko 56.900 (2) Mini DV 2.9 3 3 3 3 Canon MV600 Hans Petersen, Nýherji 59,900 Mini DV 3.3 4 3 2 3 Canon MVOOOi Hans Petersen, Nýherji 69,900 Mini DV 3.4 4 3 2 3 Panasonic NV-DS65 BT 79,992 MiniOV 3.8 4 3 4 4 Panasonic NV-GS50 Elko 87,900 Mini DV 3.7 4 3 3 4 Canon MV630Í Hans Petersen, Nýherji 89,900 Mini DV 3.3 3 3 2 3 JVC GR-D70E Sjónvarpsmiðstöðin 89.990 (3) Mini DV 3.1 3 3 3 3 Sharp VL-Z7 S Bræðurnir Drmsson 94,900 Mini DV 3.1 3 4 3 3 Sony DCR-TRV33 Sony-Setrið 109,950 Mini DV 3.7 4 4 4 4 Canon MVX100Í Hans Petersen, Nýherji 114,900 Mini DV 3.6 4 4 3 4 JVC GR-DVP9E Elko 126,900 Mini DV 3.2 4 4 4 3 Sony DCR-PC105 Sony-Setrið 129,950 Mini DV 3.6 4 3 4 4 Panasonic NV-GS70 Elko 129.900 (4) Mini DV 4.1 5 4 4 4 Sony DCR-TRVBO Elko 159.900 (5) Mini DV 3.8 4 4 4 4 Sony DCR-IP220 Sony-Setrið 199,950 Micro MV 4.1 5 4 4 5 © International Consumer Research and Testing - Neytendablaðið 2003. 12 NEYTENDABUBIÐ 4. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.