Bændablaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið Miðvikudagur 7. júní 1995 Bændablaðiði Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg 127 Reykjavík Sími 5630300 Bréfasími 5628290 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Ritnefnd: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Haukur Halldórsson Prentun: ísafoldarprentsmiðja Leióarinn Neytendur gera kröfu um öflugt innflutningseftirlit með matvælum Oft er sagt að maðurinn sé ekki annað en það sem hann borðar og nú er svo komið að full ástæða er til að huga vel að innihaldi fæðunnar og hvemig staðið hefur verið að gerð hennar. Fjölmargar rannsóknir sýna og sanna að landbúnaður iðnríkjanna notar stórhættuleg - og það sem verra er - ólögleg efni til að auka vaxtarhraða dýra svo dæmi sé tekið. Afleiðingamar geta orðið skelfilegar eins og kemur glöggt fram í skýrslu sem Landlæknisembættið hefur sent frá sér. Um árabil hafa íslenskir bændur geta státað sig af því bjóða neytendum hreina, ómengaða vöm. Þetta hefur landlæknir staðfest en í skýrslu hans segir að þær tak- mörkuðu rannsóknir sem gerðar hafa verið á leifum ýmissa hormóna- og sýklalyfja í íslenskum land- búnaðarafurðum bendi til að umrædd efni séu ekki notuð. Matvæli hafa verið flutt inn til íslands um langt skeið en það er fyrst nú að augu manna em að opnast fyrir heilsufarslegum áhrifum afurða sem innihalda ólögleg eða varasöm efni. Erlendis er til dæmis vaxandi fjöldi matar- eitrana rakinn beint til neyslu matvæla með lyfjaleifum. Rannsóknir hafa sýnt að mörg efni geta verið krabba- meinsvaldandi auk þess sem í kjöti dýra geta leynst leifar lyfja sem neytandinn hefur ofnæmi fyrir. Fólk með of- næmi getur orðið fárveikt af að neyta matvæla með slíkar leifar. Það er staðreynd að leifar stera og kynhormóna fínnast í dýmm - þrátt fyrir að hormónar hafi verið bannaðir í mörg ár í löndum ESB sem vaxtaraukandi lyf. Þetta er sér- staklega áberandi í löndum eins og Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Frakklandi. Landlæknir bendir á að flestar þjóðir í kringum okkur hafi komið sér upp góðu innflutningseftirliti með mat- vælum. Þetta þekkja íslenskir bændur vel eftir að hafa haf- ið sölu á kjöti til Bandaríkjanna. Eftirlitið er framkvæmt áður en varan fer í verslanir - öfugt við það sem hér gerist. Starfsmenn heilbrigðiseftirlits á íslandi em fáir og aðstaða þeirra víða afar bágborin. Þeir geta m.ö.o. ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni og verða að treysta upplýsingum frá innflytjendum og framleiðendum vömnnar. Landlæknir varar einmitt við þessu og segir orðrétt: “Eftirlit sem aðeins hefur aðstöðu til að skoða vottorð er ekki mjög trúverðugt.” Islenskir neytendur gera þá kröfu að eftirlitsaðilum verði sköpuð eðlileg starfsskilyrði. Þetta er bráð- nauðsynlegt því tæplega hefur nokkur áhuga á að leggja sér til munns matvæli “bætt” með hormónum og lyfjaleifum. Það vekur því furðu þegar forsvarsmenn neytendasamtaka undrast varkámi þeirra stjóm- málamanna sem telja fulla ástæðu til að fara varlega þegar innflutningur matvæla er annars vegar. Áskell Þórisson Að lokinni Aðeins fyrsta skrefið Það ætti að vera alveg ljóst öllum sem þekkja til og hugsa um félagskerfi landbúnaðarins (sam- tök bænda) að miklu fleiri, stærri og þýðingarmeiri hlutir eru eftir ógerðir en það sem búið er með sameiningu BI og Sb. Þetta á bæði við um það félagslega og faglega, þ.e. kjarabaráttukerfið og allt kerfi faglegra leiðbeininga og reyndar um rannsóknir og kennslu ef að út í þau mál er farið. Að því svo ógleymdu að mjög brýnt er fyrir bændastéttina að gera róttækar umbætur á afurðasölusamtökun- um, sem ef til vill er það lang- brýnasta. Búnaðarfélög hreppanna eru mjög mörg alltof smá, þar af leiðandi verkefnalítil og hafa ekki grundvöll til að starfa sem virk fé- lög. Frá þessu eru þó vissulega undantekningar. Búnaðarsamböndin mörg hver eru einnig of smá til þess að geta haldið uppi virkri og nægilega fjölþættri leiðbeiningaþjónustu í héruðunum. Það má þó benda á að ef "einnar sýslu" búnaðarsambönd eiga rétt á sér þá er það til að vera baráttutæki bænda sýslunnar fyrir svæðistengdum hagsmunamálum. Því þarf ekki endilega að tala um að sameina búnaðarsambönd ef þau geta sameinast um leið- beiningaþjónustuna yfir stærri landsvæði með skynsamlegum hætti. Það hlýtur að koma sterklega til álita í mörgum sýslum að stór- fækka hreppabúnaðarfélögum eða það sem liggur e.t.v. beinna við að bændur verði með beina aðild að búnaðarsambandi og þá allir bændur á viðkomandi svæði. Búgreinafélög í einstökum héruðum virðast í mörgum til- fellum ekki eiga rétt á sér, enda er af því nokkur reynsla. Réttara sem meginregla væri að bændur mynduðu búgreinaráð innan bún- aðarsambands (félags) og þau síðan landsráð búgreinanna (lands- samtök). Undantekning frá þessu yrði að sjálfsögðu þær búgreinar sem tiltölulega fáir bændur stunda, sem áfram mundu hafa landsfélög með beinni aðild. Erindi Skagfirðinga A Búnaðarþingi nýlega afstöðnu voru þessi mál eðlilega nokkuð til umræðu. Þó að mest snérust um- ræðumar um það hvemig koma ætti málunum fyrir í "toppinn" komu þó einnig fyrir þingið til- lögur um breytingar á fé- lagskerfinu. Hér skal þó aðeins minnst á erindi frá Búnaðarsambandi Skag- firðinga, sem samþykkt var á full- trúafundi sambandsins hinn 21. febrúar 1995, og sent Búnaðar- þingi. í inngangi að tillögunum segir eftir að búið er að lýsa ánægju manna yfir sameiningu BÍ og Sb: "Fundurinn telur að sú sam- eining, sem nú þegar er samþykkt sé aðeins fyrsta skrefið af mörg- um. Nauðsynlegt er að láta ekki staðar numið hér, heldur þarf að ná fram sameiningu og aukinni hag- ræðingu upp í gegnum allt félags- og stofnanakerfi landbúnaðarins. Ef ekki er haldið áfram nú þegar er hætt við að málið dagi uppi og þessi sameining látin duga. Er þá verr af stað farið en heima setið, Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri Seinni hluti þar sem áhrif bænda á sínum mál- um færu þverrandi með færri full- trúum án lítils annars spamaðar né einföldunar." Beinar tillögur eru gerðar um; a) skipan búnaðarsambanda, b) Búnaðarþing, c) stjóm bændasam- takanna d) framkvæmdastjóra og e) starfsemi. í greinargerð með þessum til- löguliðum kemur best fram hvemig þeir hugsa sér félagskerfið í hémðunum og hvemig það bygg- ir upp landssamtökin. Þar segir: "a) Lagt er til að bændur sem einstaklingar eigi beina aðild að viðkomandi búnaðarsambandi. Innan hvers búnaðarsambands geti síðan starfað fagdeildir fyrir ein- stakar búgreinar. Fagdeildir þess- ar fjalli um málefni viðkomandi greinar og verði ráðgefandi fyrir stjóm og aðalfundi búnaðarsam- bandsins um málefni greinarinnar á viðkomandi svæði. Fagdeildir þessar komi í stað starfandi bú- greinafélaga á viðkomandi svæði. Fagdeildir einstakra greina geta síðan myndað með sér landssamtök er kjósi í fagráð fyrir greinina á landsvísu. Fagráðið verður leiðbeinandi aðili fyrir stjóm heildarsamtakanna og lands- fund þeirra þ.e. Búnaðarþing. b) Lagt er til að fulltrúar á Búnaðarþingi skulu kosnir beinni kosningu af félagsmönnum við- komandi búnaðarsambands. Þetta fyrirkomulag kemur í veg fyrir tvöfaldan eða margfaldan at- kvæðisrétt gegnum búnaðar- og búgreinafélögin. Fjöldi fulltrúa taki fyrst og fremst mið af fjölda félagsmanna á hveiju svæði þó að teknu tilliti til jákvæðrar mis- mununar vegna fámennra og dreifðra byggða." Erindi Skagfirðinganna ásamt öðm hliðstæðu var vísað til stjóm- ar samtakanna sem hafa skyldi það til athugunar með öðm í sambandi við endurskoðun á samþykktum BÍ. Til þeirra starfa hefur stjómin þegar skipað sérstaka nefnd. Að lokum Það er alveg ljóst að mikið þarf að laga til og endurbæta í félagskerfi landbúnaðarins til þess að það verði nægilega sterkt og samheldið til að geta sinnt meginhlutverkum sínum; annars vegar því að halda á réttindamálum bænda, standa vörð um afkomuna og tryggja að landbúnaðurinn búi við eðlileg skilyrði í þjóðfélaginu og hins vegar því að starfrækja öfluga fræðslu- og leiðbeiningaþjónustu, þróunar- og framfarastarfsemi sem lífsnauðsynlegt er að byggi á fé- lagslegum gmndvelli. Það er mjög brýnt að leiðbeiningaþjónustan og þróunarstarfsemin sé á vegum bænda bæði vegna þess að með því einu móti nær þessi starfsemi beint til bændanna en ekki síður vegna þess að framfarastarfsemin byggir alltaf að vemlegum hluta á starfi bændanna sjálfra í einum mikilvægasta þætti sínum, bú- fjárkynbótunum. Eg á þá ósk besta Bændasam- tökum íslands til handa að þeim takist að styrkja innviði sína í líkingu við það sem ég hef að framan drepið á og í öðm lagi að þeim takist að gegna tvíþættu meginhlutverki sínu þannig að á hvomgt halli; kjarasviðið og réttindabaráttuna eða leiðbeininga- sviðið og faglega framfarabaráttu. Hér hefur ekkert verið fjallað um þriðja aflið í félagskerfmu sem þó er ef til vill eins og nú standa sakir það langmikilvægasta en það er afurðasölukerfið. Það efni eitt sér væri efni í margar greinar og alvarlegar. Grein þessi er fyrst og fremst, sett saman til að vekja athygli bænda á málinu og þar með ffeista þess að vekja umræðu um þau.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.