Bændablaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 6
6 Bœndablaðið Miðvikudagur 7. júní 1995 Hef aldrei lent I vandræðum með gest ✓ segir Asgerður Pálsdóttir ferðaþjónustubóndi á Geitaskarði í Langadal Ferðaþjónusta bænda á ís- landi hófst árið 1970 þegar Gunnar Hilmarsson, þáverandi starfsmaður Flugfélags ís- lands, ferðaðist um landið og reyndi að fá bændur til fylgis við hugmyndina. Hann hafði kynnst slíkri þjónustu í Dan- mörku og taldi hana eiga vel við hér ekki síst þegar höfð var í huga fræg gestrisni íslensks sveitafólks. I þessari fyrstu lotu fengust 10-15 býli til liðs við Flugfélagið sem útvegaði gestina en þá nutu eingöngu útlendingar þessarar þjónustu og pantanir fóru í gegnum skrifstofu Flugfélagsins. Margar ástæður lágu að baki því að menn voru tilbúnir til að opna heimili sín gestum. Margir vildu nýta stórt húsnæði, aðrir auðga félagslíf sitt og eignast nýja vini en annars staðar var um að ræða eldri hjón sem gjaman vildu bæta á sig gestum yfir sumartímann og minnka um leið bústofninn. Svo voru þeir sem strax sáu í þessu nýjan og hentugan atvinnuveg í sveitum og hófu þegar upp- byggingarstarf. Arið 1980 var svo Félag ferða- þjónustu bænda stofnað. Hjónin Agúst Sigurðsson og Ásgerður Pálsdóttir á Geitaskarði í Langadal voru í hópi stofnfélaga og Ásgerður var spurð hvers vegna þau hefðu ákveðið að vera með? "Geitaskarð var meðal þeirra bæja sem gengu til liðs við Flug- félag íslands á sínum tíma. Tengdaforeldrar mínir bjuggu hér þá og tóku útlendinga til dvalar á sumrin, viku og viku í senn. Þegar við tókum við árið 1975 voru bömin okkar enn það ung að ekki var hægt að halda þessu við. Þó gleymdist Geitaskarð aldrei alveg því þeir sem hér höfðu dvalið kynntu bæinn í sínu heimalandi. Eg tók því við erlendum gestum af og til. Svissneskur piltur dvaldi hér til dæmis um tíma en hann hafði spumir af bænum frá frænda sínum sem gisti hér í tíð tengda- foreldra minna. Við vomm því ekki óþekkt nafn og þess vegna var leitað til okkar þegar þetta fór á flot. Þá vom aðeins eftir 5 af þeim bæjum sem hófu þessa starfsemi en Fljótstunga í Hvítarsíðu er eini starfandi bærinn sem hefur verið með frá upphafi. íslendingar vilja rifja upp tengslin við sveitina Á Geitaskarði er gamalt reisulegt steinhús byggt árið 1910 og er því með elstu steinhúsum á landinu í sveit. Það er rúmgott enda yfirleitt margt um manninn á sveitabæjum á byggingartíma þess, stór- fjölskyldan og vinnufólk fleira en nú er. í þeim hluta bæjarins sem nýttur er fyrir ferðaþjónustu er rúm fyrir tíu gesti. Tvö tveggja manna herbergi og eitt stórt fjölskyldu- herbergi en að auki er alltaf mögu- leiki að koma fyrir svefnpoka- plássi á dýnum þegar annað þrýtur. En eftir hverju eru gestir að leita sem nýta sér þessa þjónustu ? "Það er misjafnt, útlendingar vilja komast í tengsl við fólkið í landinu, sjá hvemig það býr og reyna þannig að fá tilfinningu fyrir landi og þjóð. Þeim finnst þeir kynnast meira og persónulegar fólki í bændagistingu en á hóteli. Þó nokkrir vilja komast á hestbak eða í gönguferðir og þiggja ábendingar um gönguleiðir. Margir útlendu gestanna eru náttúrufræðimenntaðir og lesnir í fomum íslenskum bókmenntum fyrir og þá er ísland mikil paradís. Fyrstu árin eftir að við byrjuðum komu ekki margir ís- lendingar. Flestir héldu að þetta væri aðeins fyrir útlendinga. Þeir sem riðu á vaðið höfðu kynnst þessu erlendis aðallega í Þýska- landi og á Norðurlöndum. Nú kemur hér bæði fólk sem hefur verið alið upp úti á landi eða hefur haft einhver tengsl við sveitina og vill rifja upp kynnin. Margir koma með bömin sín til að leyfa þeim að sjá. íslendingamir vilja þó almennt halda sig meira út af fyrir sig en út- lendingar og kjósa eins oft að fara í sumarhús." Þegar margt fólkfer um hlaðið fer ekki hjá því að misjafn sé sauður í mörgu fé. Eru ekki til sögur af einhverjum gestum og tiltcekjum þeirra? "Áuðvitað er alltaf eitthvað sem kemur upp á en yfirleitt er þetta gott og elskulegt fólk. Ég man ekki eftir að hafa nokkum tíma lent í vandræðum með neinn. Það er helst að ókunnugleikinn orsaki einhverjar uppákomur. Ég man eftir japönskum prófessor sem vildi fá að skreppa á hestbak. Hann hafði auðvitað aldrei setið hest né út í aðra eins víðáttu og fá- menni komið og hér er. Ég gleymi aldrei svipnum á heimilisfólkinu þegar hann kom niður uppábúinn og tilbúinn í útreiðar. Hann var með hvítan hatt og drifhvíta hanska. Nú, hann var svo settur upp á gamla Brún en var ekki alveg jafn fínn þegar hann kom heim en mjög ánægður." Mikil framför í sölu og kynningarmálum Bændur í ferðaþjónustu bundust samtökum árið 1980 eins og áður sagði og nú em tæplega 130 meðlimir í þeim. Markmið sam- takanna var og er að efla ferða- þjónustuna sem atvinnuveg og fá hana viðurkennda sem fullgilda búgrein og jafnréttháa nýtingu bú- jarðar og sauðfjárbúskap. Þess vegna telja ferðaþjónustubændur að opna eigi þeim aðgang að sjóða- og lánakerfi landbúnaðarins til að byggja upp aðstöðu sína og auka notkunarmöguleikana. Það hefur enn ekki tekist að fullu en fé- lagið sinnir ýmsum öðrum störfum í þágu búgreinarinnar. Ágúst Sig- urðsson, maður Ásgerðar, situr í stjóm samtakanna og hún telur þau hafa margsannað gildi sitt. "Kynningar- og sölustarf hefur tekið miklum framfömm vegna samtakanna. Einnig er tekið á gæðamálum og þau sinna innra eftirliti. Þetta er erfíð vinna sem vinnst á stuttum tíma. Aðalvertíðin er varla nema tíu vikur, þ.e.a.s. þá er einhver veruleg trafik. Ferðir hingað til lands hafa líka breyst frá því sem var. Færra fólk kemur nú út á landsbyggðina en áður. Ferða- menn koma meira í styttri ferðir og þá oft skipulagðar kringum Reykjavík og nágrenni. Aðilum í ferðaþjónustu hefur líka fjölgað og því kemur minna í hlut hvers ein- staks og vissulega má enn bæta sölu og markaðsmál Félags ferða- þjónustubænda. Sú þjónusta sem við bjóðum er gisting og morgunverður en hægt er að fá hádegis-, kvöldverð eða nesti ef pantað er með einhveijum fyrirvara. Við emm í samvinnu við hestaleigu hér í hreppnum og sjáum um að útvega fólki veiði- leyfi í vatni í nágrenninu. Golf- völlur er í 10 km fjarlægð en mest byggist þetta á gistingu og morgunverði. Fólk stansar styttri tíma en áður. Þegar við byrjuðum var algengt að menn dveldu viku til tíu daga og oft heilar fjölskyldur en nú ert sjaldgæft að gist sé fleiri en tvær nætur." Björt framtíð ferðaþjónustu bænda Ferðaþjónusta bænda á augljóslega framtíð fyrir sér. Ferðalög ís- lendinga innan lands hafa aukist og þá jafnframt sá hópur þeirra sem nýtir sér gistingu á bænda- býlum. Það sem helst stendur at- vinnuveginum fyrir þrifum er hið stutta íslenska sumar og nú er brýnast að leita leiða til að lengja ferðamannatímann. Nú þegar er eitthvað um að skotveiðimenn noti gistiaðstöðu í sveitum í veiði- ferðum á haustin og einnig hefur komið upp sú hugmynd að senda skólaböm í vettvangsferðir á vetrum. Slíkar ferðir hafa marg- sannað sig í skólakerfinu og ekki er síðra að skreppa út á lands- byggðina en að heimsækja fyrir- tæki í þéttbýli. Vísir að slíkri þjónustu er þegar leikskólaböm fá daglangt að heimsækja bændabýli á vorin og opnir dagar líkt og var í sumar þegar mikill fjöldi borgar- búa heimsótti sveitina á sunnudegi. Framsýnir hugsjónamenn eins og Kristleifur Þorsteinsson á Húsa- felli sjá þó mun lengra fram í tímann þegar skiplögð útivistar- svæði verða í kringum allar ís- lenskar náttúmperlur og aðstaða til íþróttaiðkana kringum bæji í ferðaþjónustu. Þar sem heitar upp- sprettur er að finna má setja upp heilsuvinjar opnar öllum og innan verðflokka er flestir ráða við. Heit böð, nudd, heilsufæði og holl hreyfing, innan húss sem utan er það sem Kristleifur telur að slíkar vinjar eigi að bjóða. Hann spáir einnig mikilli aukningu í eftirspum eftir sumarhúsum og lóðum undir þau. Ferðaþjónustubændur ættu þá að hafa atvinnu af þjónustu við þau og geta jafnvel skipulagt slík hverfi á jörðum sínum. Fyrirkomu- lagið væri þá ýmist leigu- eða eignarlóðir eftir hentugleikum. Ljóst er að enn er eitthvað í að sKkar hugmyndir nái fram að ganga en sé vilji fyrir hendi til að framkvæma þær er í raun ekkert því til fyrirstöðu að þessi fram- tíðarsýn verði að veruleika. Timil V! <111IT m Bændur og sumarhúsaeigendur GIRÐINGAREFNI j ÚRVALI MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 VÖRUBÍLADEKK góð dekk ó góðu verði sendum í póstkröfu um land al Gúmmívinnustofan hf. Réttarhálsi 2 sími 587 5588 Ábúendur á Geitaskarði hafa tekið þátt í Ferðaþjónustu bœnda allt frá upphafi. Á innfelldu myndinni er Ásgerður Pálsdóttir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.