Bændablaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 31. ágúst 1999 Samanburður á einangruðum og óeinangruðum fjósum Nautgripir haía mikið loftslagsþol ag gera ekki miklar krðinr N iGfthita eða loftraka Fyrir aðeins fáum árum þótti eðlilegt að ný lausagöngufjós væru einangraðar byggingar. Nú þykir jafn eðlilegt að byggja óeinangruð fjós. Kröfur um lækkaðan kostnað við nýbygg- ingar og ný þekking á umhverf- iskröfum nautgripa hafa breytt myndinni. Nautgripir hafa talsvert þol gagnvart loftslagi og gera ekki miklar kröfur á því sviði, hvorki gagnvart loftraka eða lofthita. Afkastamikilli mjólkurkú líður best ef umhverfishitinn er milli 0 - 10°C. Ef hitinn er yfir 10°C, þarf kýrin að nota aukaorku til að losa sig við umframhita. Góð mjólkur- kýr framleiðir hita sem samsvarar 1400 watta rafmagnsofni, svo það er ekki undarlegt að fyrr á öldum voru kýmar notaðar til að hita upp íveruhús fólks. Þol gagnvart um- hverfishita gildir einnig um aðra nautgripi en kýr, t.d. þekkist það í Kanada að kálfar séu settir fárra daga gamlir út í sérstök kálfaskýli í margra stiga frosti. Aftur á móti er það ófrávíkjanleg krafa, að dýrin geti fundið skjól og legið á þurrum stað, sem er laus við dragsúg. Hvað lofthita varðar er kýrinn- ar vegna engin ástæða til að ein- angra hin nýju lausagöngufjós. Það, sem skepnumar fyrst og fremst þurfa er skjól fyrir úrkomu og vindi. Það er alveg ljóst að í fjósum á fyrst og fremst að taka tillit til vel- líðunar og heilsu skepnanna, en það em einnig önnur atriði, sem leiða af sér að menn vilja halda fjósunum, eða a.m.k. hluta þeirra, lausum við frost. Sturtuvagnar og stálgrindahús frá WECKMAN hús. Margar geröir, Einnig stálklæöningar hagstætt verö H. HAUKSSON HF. |Th> SUÐURLANDSBRAUT 48 11 Sími 588 mo - Fax: 588 1131 Hpl Heimasími >67 1880 P Fjós í Noregi. Samræming liúsgerðar og fjósjyrirkom ulags Þegar velja skal fyrirkomulag fjóss er mikilvægt að gera sér ljóst, að ekki henta allar byggingagerðir hverri fjósgerð. Ef valið er hefð- bundið básafjós krefst það þess að hægt sé að stýra loftræsingunni. Skepnumar em bundnar á básana og geta ekki fært sig á annan stað í fjósinu ef t.d. dragsúgur myndast. Svo hægt sé að stýra loftræs- ingunni verður því ekki hjá því komist að velja einangrað fjós fyrir þetta fyrirkomulag. I einangmðu fjósi er hægt að halda uppi vel skil- greindu loftslagi með nokkmm völdum stillimöguleikum hvað varðar hita og raka. Loftræsikerfið getur svo verið hvort heldur er vél- rænt eða með náttúralegum loft- skiptum - það skiptir ekki ýkja miklu máli. I legubásafjósi hefur val á byggingargerð ekki afgerandi áhrif á umhverfisskilyrðin. Ef valið er einangrað hús, gefur það einnig möguleika á að hafa húsið frost- laust og stjóma loftræsingunni. Möguleiki á opnum mjaltabás. Ef fjósið er einangrað, þarf heldur ekki að hugsa fyrir frost- vöm á brynningarkerfið og það verður eðlilegra að velja opinn mjaltabás. Ef mjaltabásinn er inni í sjálfu fjósinu, er hann hluti af opnu rými fjóssins og hefur því ekki áhrif á heildarloftræsingu þess. Nota má náttúmlega loftræsingu með möguleika á sjálfvirkri stýr- ingu. Ef valið er óeinangrað legu- básafjós, minnkar það möguleik- ana á að stýra loftræsingunni. Náttúraleg loftræsing í óeinangr- uðu fjósi mun í víðasta skilningi verða heildarloftræsing háð vind- stöðú á húsið. í vetrarhörkum mun ekki verða unnt að halda íjósinu frostlausu og því þarf að koma fyrir frostvöm á brynningarkerf- um, jafnframt því sem nauðsynlegt verður að einangra mjaltabás. í stærri fjósum mun það því hafa ýmsa kosti í för með sér að hafa mjaltabása í sérstökum viðbygg- ingum. Þess ber að geta, að í lang- vinnum frostaköflum að vetri geta skapast vandamál ef mykja nær að frjósa á göngum og í fullum mykjuopum. Hálmgólfsfjós. Hálmgólfsfjós era frábragðin öðram fjósgerðum, einkum hvað loftræsingu varðar. Til viðbótar við þörf skepnanna fyrir ferskt loft, krefst hið þykka lag af áburði á gólfinu, sem framleiðir sjálft mik- inn hita og gufu, sérstakra afkasta við loftræsingu. Þegar ákveðin er stærð loftræsiopa, bæði loftinntak og útræsingarop, í fjósum með hálmgólfum, þaif að hafa þau 30 - 50% stærri en í öðram fjósgerðum. Það þýðir beinlínis, að fjósin þurfa vera eins opin og framast er unnt og því þjónar það engum tilgangi að einangra þessi fjós. Þau krefjast þess líka, sem önnur óeinangrað fjós, að frostvöm sé komið fyrir á brynningarkerfum. I óeinangraðu fjósi hefur loftræsingin einnig annað mikilvægt hlutverk. Við miklar sveiflur á útihitastigi, svo sem þegar veður breytist frá frosti í hláku eða þegar mikill hitamunur er milli dags og nætur, vill myndast saggi á innra borði þaksins. Því er afar mikilvægt, að góð loftræsing sé fram með innra byrði þaksins. Vinnuaðstaða fólksins Það er engin ástæða til að ein- angra fjósin með tilliti til skepn- anna eingöngu. Aftur á móti þarf að taka tillit til starfsumhverfis þess fólks, sem í fjósinu vinnur sín verk. Við mjólkurframleiðslu nú- tímans era mjaltimar vinnufrekasta verkefnið og meira en helmingur þess vinnutíma, sem notaður er í fjósinu, fer fram í mjaltabásnum. Viðmiðunarverð sauðfjárafurða 25. júlí 1999 Gefið út samkvæmt heimiid í búvörulögum Verðfl. Gæöaflokkar Kr/kg 1. DE1 DE2 DE3 DU1 DU2 DU3 262,15 2. DR2 257,11 3. DR1 D02 252,07 4. DE3+ DU3+ DR3 D03 247,03 5. DR3+ D01 D03+ DP1 DP2 DP3 DP3+ VR3 226,86 6. DE4 DU4 DR4 201,65 7. DE5 DU5 DR5 D04 D05 DP4 DP5 VR4 VP1 VHR3 186,53 8. VHR4VHP1FR3 90,74 9. FR4 FP1 57,98 10. HR3 HR4 HP1 22,69 Kr/stk Slátur úr dilkum 223,22 Viðmiðunarverð fyrir gærur og ull verður gefið út síðar í haust þegar betri upplýsingar liggja fyrir um stöðu þeirra mála. Samþykkt á stjórnarfundi Landssamtaka sauðfjárbænda 20. júlí 1999. Það er því mikilvægt, að við skipulagningu mjaltabáss og mjólkurhúss sé tekið tillit til þess fólks, sem þar þarf að starfa. Mjaltabásinn er því einangraður þannig að hægt sé að halda uppi þægilegum vinnuhita að vetri til og nægilegum svala að sumri. Því þarf að gera ráð fyrir að hægt sé að auka við hitann að vetrinum með einhverjum upphitunarbúnaði og jafnframt sé hægt að loftræsa að sumri til. í stærstu fjósum er því oft raunin að byggðar era sérstakar þjónustueiningar með mjaltabás, tankherbergi og aðstöðu fyrir vél- búnað ásamt með starfsmannaað- stöðu. Á þann hátt er hægt að sam- ræma velferð skepnanna í óein- angruðu fjósi og vinnuumhverfi starfsfólksins í einangruðu og ef þörf krefur upphituðu húsnæði. (Eins og ljóst má vera, er grein þessi miðuð við danskar aðstæður, en þrátt fyrir það er ýmislegt í henni, sem telja má vert til skoð- unar og umhugsunar fyrir okkur./Þýðandi) Greinin er eftir Helge Kromann, landsráðunaut á ráðgjafarstofnun danska landbúnaðarins fyrir vélar og byggingar. Greinin er upphaflega skrifuð fyrir tímaritið Effektivt Landbrug. Þýðing: Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, starfsmaður Kaupfélags Skagfirðinga. Notaðar vélar New Holland 2x4 75hö. árg. 98 Fiat 8294 4x4 85hö. árg. 94 Fiat 100-90 100hö. árg. 91 með Alö 560 tæki Case 1494 Hydra shift 82hö. árg. 84 Deutz-D 3.50 4x4 63hö. árg. 88 með tækjum Zetor 9540 4x4 10Ohö. árg. 92 Zetor 7745 4x4 85hö. árg. 91 með tækjum MF 240 2x4 árg. 86 MF 1080 2x4 80hö. árg. 73 Avanti katti - Fjósvél árg. 93 New Holland 970 baggabindivél árg. 87 Claas R-46 rúlluvél árg. 93 Krone Turbo 2500 heyhleðsluvagn BÚ JÖFUR Krókhálsi 8,110 Reykjavík Sími 567 5200 - Fax 567 5218 FJÓSVÉLIN ORKUTÆKNI Hyrjarhöfða 3 112 Reykjavík Sími 587 6065

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.