Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. apríl 2003 Bændablaðið 5 Loðdýnabændur njóti sfimu tyrirgreiðslu og aflrir Þau Guðjón A. Kristjánsson, Karl V. Matthíasson, Sigríður Jóhannesdóttir og Þuríður Backman fluttu þingsáiyktun- artillögu síðla vetrar um að landbúnaðarráðherra verði falið að skipa fimm manna starfshóp sem hafi það hlutverk að koma með tillögur til úrbóta fyrir loðdýrarækt í landinu. Starfs- hópurinn skal athuga það lána- kerfi sem greinin býr við, fóður- mál, umhverfismál og byggða- mál. Guðjón A. Kristjánsson var spurður um ástæðuna fyrir flutningi þingsályktunartillögunn- ar. Hann sagði að eftir að hafa hlustað á málflutning manna varð- andi loðdýr hefðu flutningsmenn sannfærst um að það væru tæki- færi fyrir bændur í loðdýra- ræktinni. Sitji við sama borð og aðrir „En á sama tíma verða bændur í loðdýrarækt að þola þann orðróm að enga afkomu sé að hafa í loð- dýrarækt og þess vegna sitja þeir ekki við sama borð og aðrir varðandi lánamál og aðra fyrir- greiðslu. Við teljum að þeir loð- dýrabændur sem lifðu af hremm- ingamar í þessari búgrein hér fyrrum hafi sýnt það undanfarið að af loðdýrarækt megi hafa ágæta af- komu. Við viljum að þetta verði staðfest opinberlega þannig að loðdýrabændum sé ekki gert lægra undir höfði en öðrum," sagði Guðjón Amar. I greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn að framtíðar- horfúr í loðdýrarækt hér á landi séu mjög góðar og hefur verið all- nokkur vöxtur í greininni þrátt fyrir áfoll. Tekjumöguleikar em miklir og má, ef rétt er á haldið, margfalda gjaldeyristekjur sem greinin gefúr af sér. Þær em nú 400-500 millj. kr. á ári. Skila árangri á heimsvisu Flutningsmenn benda á að loðdýrarækt henti mjög vel við ís- lenskar aðstæður. Mikilvægt sé að byggja upp ný bú í tengslum við fóðurstöðvar og þau bú sem til eru og nýta betur þá fjárfestingu sem fyrir er. Þannig megi lækka fóður- kostnað, en hann er u.þ.b. 30% meiri hér en annars staðar á Norð- urlöndum. Þá er, eins og áður sagði, mikið af góðu hráefni hér sem hentar vel í loðdýrafóður, svo sem fisk úrgangur, og einnig úrgangur frá sláturhúsum sem ekki má lengur gefa dýmm sem ætluð em til manneldis. Bent er á að loðdýrarækt hafí fengið lítinn opinberan stuðning hér á landi á síðustu árum miðað við það sem gerist í nágranna- og samkeppnislöndum okkar. íslensk- ir bændur séu famir að skila árangri á heimsvísu, enda sé hér fyrir þekking, dugnaður og þraut- seigja þeirra er eftir standa í grein- inni. Markaður fyrir loðfeldi er stór en Islendingar em einungis með 0,5% af honum. Framtíð- armöguleikar loðdýraræktar séu því mjög miklir. BÆNDUR! Eigum kjötsagir og hakkavélar á lager. Nýr bæklingur kominn. Góður, nettur Steinbock lyftari. NORDPOST PÓSTVERSLUN Árnarberg ehf OPIÐ 09:00-17:00 sími 555 - 4631 & 568 - 1515 Dugguvogi 6-104 Reylcjavík | MultiSol "ekki lófastór blettur, ekki Yfirlýsing Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra i febrúar 2001 um áhrif Norðlingaölduveitu á friðlandið i Þjórsárverum i 2003

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.