Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 29. apríl 2003 Bændablaðið 27 svarar kalli ttmans „Náttúrunýtingarsvið er annað tveggja sviða sem námið við skólann skiptist í. Hitt sviðið er Búvísindasvið sem byggt er á hinni gömlu Búvísindadeild sem hefur verið starfrækt við skólann í áratugi. Það má segja að Náttúrunýtingarsvið sé það svið sem er að svara kalli tímans í breyttu samfélagi og aðkomu íslensks landbúnaðar og lands- byggðar að fjölþættu hlutverki landbúnaðarins inn í fram- tíðina,“ sagði Auður Sveins- dóttir, sviðsstjóri á náttúru- nýtingarsviði við Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri þegar hún var innt eftir tilgangi Náttúrunýtingarsviðs. „Bilið milli þéttbýlis og dreif- býlis er að taka miklum breyt- ingum og það kallar á margvíslega og breytta landnotkun sem hingað til hefur verið í aukahlutverki. Á náttúrunýtingarsviði er hægt að velja á milli landnýting- arbrautar og umhverfisskipulags- brautar (landslagsarkitektúr), sem báðar eru nýjar við skólann. Á báðum þessum brautum er lögð áhersla á náttúruvísindi og að nemandinn öðlist þekkingu á sér- stöðu íslenskrar náttúru, menning- ar og samfélags í samfélagi þjóðanna. Þessi undirstaða á svo að geta nýst þeim annaðhvort í áfram- haldandi námi eða í störfum sínum hér á landi. - Hvað er kennt á Landnýting- arbraut? „Á landnýtingarbraut er lögð sérstök áhersla á landgræðslu og skógrækt auk almennrar umhirðu og umönnunar lands, svo sem á sviði náttúruvemdar og mengunar. Með þeim miklu og auknu áherslum og fjármunum sem lagðir em í skógrækt og landgræðslu er mikið í húfi að vel takist til og að þeirri reynslu og þekkingu sem ís- lenskir landgræðslu- og skóg- ræktarmenn hafa öðlast á undan- fomum ámm sé miðlað til ungu kynslóðarinnar. Það teljum við hlutverk okkar á LBH. Námið er að sjálfsögðu í góðu samstarfi við hlutaðeigandi stofnanir þ.e.a.s. Skógrækt ríkisins, Rannsóknarstöðina á Mó- Auður Sveinsdóttir lauk prófi í landslagsarkítektúr frá Landbúnaðar- háskólanum að Ási í Noregi 1973. Hún hefur m.a. kennt við Garðyrkjuskóla ríkisins og rekið eigin teíknistofu. Frá 2002 fastráðinn kennari við LBH. gilsá, Landgræðslu ríkisins og Umhverfisstofnun, sem hafa sýnt uppbyggingu námsins mikinn áhuga og veita góðan og jákvæðan stuðning. Auk áðumefndra aðila koma margir aðrir að náminu. Það er sannfæring okkar að þessi menntun sem í boði er nýtist til starfa við Iandgræðslu og skógrækt, einnig við margvísleg önnur störf er snerta umhirðu og umönnun landsins.“ Umhverfisskipulag - landslagsarkitektúr Á umhverfisskipulagsbraut sem einnig má líta á sem fyrri hluta náms í landslagsarkitektúr eru meginstoðir námsins náttúm- vísindi, hönnun og hið íslenska samfélag, hvort sem er í þéttbýli rrn-Buveirt eða dreifbýli. Þetta þrennt er forsenda góðrar menntunar í skipulagsfræðum og á að gefa nemandanum góða innsýn og gmnn að skipulagsstörfúm. Nú þegar er mikill áhugi á þessari braut og margir aðilar, bæði stofhanir, einstaklingar og fyrirtæki hafa komið að mótun hennar og uppbyggingu. Ennffemur er það að koma sífellt betur í ljós hve slík menntun er nauðsynleg hér á Islandi þar sem miðað er við íslenskar að- stæður og ekki síst hve mörg sóknarfæri em á sviði rannsókna og margvíslegra kannana er geta komið að góðum notum við skipulag - þannig að við getum lifað í sátt við landið" - Hvernig er svo að búa á Hvanneyri? Það er mjög gott bæði að starfa og búa á Hvanneyri. Hér er gott og áhugasamt fólk að störfum, mikill mannauður og mikil uppbygging í gangi - að ógleymdri náttúm- fegurðinni. Það er líka stórkostlegt að fá tækifæri til þess að vera þátt- takandi í því brautryðjendastarfi að byggja upp háskólanám í land- nýtingu og skipulagi - og eiga kost á að miðla til unga fóiksins því sem manni er svo kært þ.e.a.s. sambúð manns og lands.“ Stálgrindarhús frá Weckman Steel Fjöldi stærða og gerða í boði Verðdæmi Stærðl 1.3x21.5 m. Verð kr. 1.890.000 með virðisaukaskatti Stærð 14.3 x 29.9 m. Verð kr. 2.950.000 með virðisaukaskatti. H. Hauksson Suðurlandsbraut 48 Sími 588-1130 Fax 588-1131 Búrekstrardeildir KA IíSp Saövorur Vorið 2003 Sáömagn Magn Verö án vsk Grasfræ kg/ha í sekk pr. kg Vallarfoxoras Vega 25 25 280 Vallarfoxgras Grindstad 25 25 380 Vallarsvelfgras Sobra 15 25 340 Vallarsveifgras Barvictor 15 25 510 'Grasfræblanda I 25 25 350 "Grasfraeblanda II 25 25 395 Túnvingull Rubin 25 25 260 Fiölaert rýgresi Baristra 35 10 250 Rauösmári Biursele 5-6 10 755 •Grasfraeblanda I, gefur góðan endurvöxt, tilvalin þar sem slegiö er tvisvar. "Grasfraeblanda II, hentar vel til beitar og þar sem slegiö er einu sinni. Vetrarþol meira en í Grasfræblöndu I. Sáömagn Magn Verð án vsk Grænfóðurfræ kg/ha ísekk pr. kg Grænfóðurhafrar Maricant 180-200 40 65 Sumarrýgresi Barspectra 35 25 175 Sumarrýgresi Clipper 35 25 175 Sumarrýgresi Avance 35 25 175 Vetrarrýgresi Ajax 35 25 175 Vetrarrýgresi EF 486 Dasas 35 25 175 Sumarrepja Bingo 15 10 800 Vetrarrepja Emerald 8 25 185 Vetrarrepja Barcoli 8 25 170 Fóöurmergkól GrönerAngeliter 6 25 1250 Fóöumaepur Barkant 1,5 25 600 Sáömagn Magn Verö án vsk Bygg til þroska kg/ha fsekk pr.kg Arve 6 raöa 180-200 40 65 Olsok 6 raöa 180-200 40 65 Saana 2 raöa 180-200 50 47 Gunilla 2 raöa 180-200 50 49 Filippa 2 raöa 180-200 50 49 Búrekstrardeild Búrekstrardeild AVP Vík HK-Búvörur Klaustri Selfossi Hvolsvelli Sími 4871331 Sími 487 4852 Símar 482 3767 Sími 487 8413 Fax 487 1431 Fax 487 4851 og 482 3768 Fax 487 8225 Fax 482 3769

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.