Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið — BÚ ‘87 Þróunin hefur orðið sú að samtökin hafa í vissu skjóli eða sam- vinnu við Bændablaðið, fengið aðstöðu til að kynna mál sín nokkuð í sýningarbás á Landbúnaðarsýningunni, 14.—23. ágúst 1987. Einnig hefir samtökunum boðist rými í þessu sýningarblaði til að kynna nokkuð feril sinn og stefnu. Líklegt er að seinna verði leitað þátttöku í landssýningum annarra atvinnuvega. Hlöðver Þ. Hlöðversson, formaður S.J.L.: Andstæðingar ranglætis... Orsökin til stofnunar sam- takanna var, að fjöldi lands- byggðafólks fann til þess í vax- andi mæli, að byggðalög þess fóru halloka gagnvart höfuð- borgarsvæðinu á flesta grein, og aukið miðstjórnarvald — Reykjavíkurvald — dró úr áhrifum þess á eigin mál. Á fimmta áratug aldarinnar varð mikil umræða um aukið landshlutavald — lands- hlutasamtök með sjálfstæða tekjustofna og fjárveitingarvald í allmiklum mæli. Til þess- arar umræðu má nefna Jónas Guðmunds- son, þá formann sambands íslenskra sveit- arfélaga, Hjálmar Vilhjálmsson sýslumann á Seyðisfirði, seinna ráðuneytisstjóra, þing- mennina Karl Kristjánsson og Gísla Guð- mundsson og Jóhann Skaptason sýslumann í Þingeyjarsýslum. Uppúr þessu þróuðust núverandi landshluta samtök, merk í um- ræðu og ályktunum, en án fjárveitingar- valds sem nokkuð vegur. Útvörður og Samtökin Jónas Pétursson, fyrrverandi alþingismað- ur, hefir um langt árabil barist af eldlegum áhuga fyrir auknu landshiutavaldi með áherslu á sveitarfélögin, er skipi sér stjórn- arskrárbundið í fylki eða þing, og inntakið sé: Manngildi ofar auðgildi. Um miðjan síðasta áratug voru þau hjón, Aðalbjörn Benediktsson og Guðrún Benediktsdóttir, frumkvöðlar umræðu og mótmæla gegn straumi fjármagns og valds frá Iandsbyggð til höfuðborgarsvæðis og gegn fjölgun alþingismanna, og þau bentu á að fleira þyrfti að jafna en atkvæðisrétt. Stofnfundur samtaka um jafnrétti milli landshluta var haldinn á Akureyri 13. febrú- ar 1983 að frumkvæði Péturs Valdimarsson- ar á Akureyri, Guðrúnar Benediktsdóttur Hvammstanga ofl. Upp úr þessu hófst mikil fundaherferð víða um land til að kynna samtökin og stofna félagsdeildir. Ekki er unnt í einni blaðagrein að telja upp nöfn þeirra mörgu sem þarna tóku þátt og lögðu ýmsir fram mikla vinnu og fjármuni. Til að bæta þar úr er bent á tímarit samtakanna. Út hafa komið 4 hefti. Hið fyrsta hét Sam- tökin en hin 3 Útvörður. Þetta er hið merk- asta rit. Þar hafa birst margar ágætar grein- ar eftir ýmsa höfunda, auk annarra frá- sagna um starf samtakanna og stefnumið. Tímaritið er til sölu á vægu verði á sýning- unni, meðan upplag endist. Mörg dreifibréf hafa komið út, til að flytja fréttir af starfi samtakanna og fyrirætlunum. Hið síðasta verður í sýningarbásnum handa þeim er vilja. Þar verður sagt frá síðasta landsfundi samtakanna, núverandi stjórn, ofl. Nefnd á vegum samtakanna hefir unnið mikið starf við gerð frumvarps að stjórnar- skrá í þeim anda er samtakafólk vill sjá í framtíð. Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður tók að sér að flytja það á Alþingi, en þar hefir það lítið hreyfst. Fyrsti landsfundur samtakanna var hald- inn á Skútustöðum í Mývatnssveit 8.—9. júní 1985, agætur fundur og allfjölmennur miðað við aðstæður. Annar landsfundur var að Laugarvatni 21.—22. júní 1986. Þar var fjallað nánar um ýmis skipulagsmál samtakanna. Þjóðarflokksdeilur Þriðji landsfundurinn var haldinn í Reyk- holti í Borgarfirði 20.—21. júní 1987. Hann var haldinn í nokkurri óvissu þess, að mest- ur grjótpáll í stofnun og starfi samtakanna, Pétur Valdimarsson og nokkrir félagar, efndu til sérframboðs til Alþingis, Þjóðar- flokksins. Þó að Pétur, sem verið hafði for- maður frá stofnun samtakanna, segði for- mennskunni af sér og lýsti framboðið óháð, tengdu margir samtökin og framboðið sam- an og álitu að framboðið hefði gengið af samtökunum dauðum. „Framboðsmenn" töldu hins vegar, að hin mikla umræða, sem færi gafst á í kosningabaráttunni, hefði orð- ið málstað samtakanna mjög til framdrátt- ar. Hér fara á eftir þær ályktanir Reykholts- f undarins, er á þessu taka, og benda þangað, sem helst er til stefnt hjá samtökunum nú: „Landsfundur S.J.L. haldinn í Reykholti 20.—21. júní 1987 telur að stefna samtak- anna að jafna og treysta búsetu og lífskjör í landinu, hafi aldrei verið þýðingarmeiri en nú og þörf fyrir eflingu þeirra aldrei brýnni. Lrttu við hjá okkur „Airstream" hjálmurinn AH 50, AH51 og Júprler hjálmurinn. Vörn gegn ofnæmisvöldum í andrúmsloftinu, heyryki, úða og fleiru. ísaga

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.