Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 27
Bændablaðið — BÚ ‘87 27 Lfttu við hjé okkur Isaga býður sýningargesti velkomna í sýningarbásinn. r Isaga Kaupfélag Skagfirðinga: BRAUTRYÐJANDIí INNFUITNINGI RAFMAGNSGIRÐINGA Varanlegar rafgirðingar eru sífellt vinsælli meðal þeirra sem þurfa að girða búpening af og friða land hvort sem er í byggð eða í afréttar- löndum. Kaupfélag Skagfirðinga er brautryðjandi í innflutningi á rafmagnsgirðingum og fulltrúar þess verða með bás á Landbúnaðar- sýningunni þar sem þessi tækni verður kynnt. Katmagnsgirðingar þessar eru frá Nýsjá- 'leílsku fyrirtæki Gallagher, stærsta fram- leiðenda þessarar vöru í heiminum. Girðing- arnar eru með 5000 volta straum, fjórum til fimm strengjum og festar með timburstaur- um með 30 metra millibili. Milli stauranna eru settar lausar renglur sem halda réttu millibili milli strengjanna en öll girðingin er sveigjanleg, getur lagst niður undan t.d. snjó eða umferð ökutækja og reisir sig alltaf upp aftur. Þegar hafa hundruð kílómetrar af Gallagher rafgirðingum verið sett upp hér á landi á vegum bænda, sauðfjárveikivarna, Landgræðslunnar og fleiri aðila. Sem dæmi má nefna að stórt tilraunahólf á Eyvindar- staðaheiði er girt með Gallagher og rafvætt með vindrellum sem fylgja þessum girðing- um. Rafgirðingar eru bæði ódýrari kostur og helmingi fljótlegri í uppsetningu en hefð- bundnar girðingar. Eins kílómeters efni kostar 35 þúsund krónur en með útsjónar- senri má Iækka þann kostnað, bæði með þvi að nota rekaviðarstaura og vír sem sums- staðar fæst fyrir lítið. Sveinn Sigfússon hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sagði í samtali við Bændablaðið að þar sem girt hefur verið haldi þessar girðingar mjög vel. Fyrsta árið sem hjörðin umgengst girðinguna sleppur ofurlítið í gegn en eftir það fer ekkert, girð- ingin heldur 100%. Timbrið í Gallagher girðingastaurunum er af sérstakri gerð, — þétt i sér og leiðir ekki rafmagn. Sé annað timbur notað þurfa menn að láta vírinn hvíla i sérstökum ein- angrurum. HEIMAÖFLUN BYGGRÆKT OG FÆRANLEG FÓÐURIÐJA Lítið vid hjá okkur á BÚ ’87 og kynnist því hvernig bændur eru að leysa af hólmi allan kjarnfóð- urinnflutning handa jórturdýr- um. Bændur rækta eigin fóður með bygg og grasrækt, verka fóðrið og vinna í fóðurblöndur hver heima hjá sér eða sameigin- lega. Það eina sem er aðfengið er ís- lenskt fiskimjöl og ögn af stein- efnum til að fullkomna verkið. Sjón er sögu ríkari oíi^ -*<!>»_ 3“ö Cö 3 T3 ^ mXm imb </> £ © CDQ u ® “E í . (/) r (/) #0 k“ «5 O > o- E ^ «o g d) £5 S-i '5 ,í2 £ OO ©V 3 <0 P Œ 03 ir « GQ £2. 03 £ E 03 </>

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.