Bændablaðið - 01.01.1988, Síða 4

Bændablaðið - 01.01.1988, Síða 4
1. tbl. 1988 OVONDUÐ VINNUBRÖGD — svar viö skrifum Andrésar Arnalds beitarþolssérfræðings í síðasta Bændablaði Andrés Arnalds beitarþolsfræðingur Landgræðsl- unnar ritar grein í síðasta Bændablaði þar sem hann ræðir skrif okkar um Grafninginn og ber undirritað- an þungum sökum þeirra vegna. í grein Andrésar segir að „ályktanir“ blaðamanns Bændablaðsins séu á sandi byggðar og til þess settar fram að tortryggja nauðsyn gróðurverndar. Þá er að skilja að Andrés telji mig hafa samið viðtöl við menn að þeim forn- spurðum. Þetta eru undarlegar hugmyndir og vart hjá því komist að svara, — þó allt sem máli skiptir í um- fjöllun um Grafninginn hafi þegar komið fram, — m.a. með viðtali við Andrés Arnalds í 6. tbl. þar sem hann viðurkennir að upphlaup hans síðastliðið sumar hafi verið sprottið af ómerkilegri sumarbústaðaþrætu og að heimildir sem tilgreindar voru í fréttum séu ekki til. Umræðan hefur því fjarlægst Grafninginn en snýst meira um vinnubrögð Andrésar og vinnubrögð Bændablaðsins. í nefndri grein gerir Andrés Arn- alds undirrituðum og blaði okkar upp ýmsar skoðanir og ímyndaðan tilgang með skritunum um Grafn- inginn. Það rétta er að blaðið ákvað að kanna viðhorf manna til þeirrar umfjöllunar sem verið hafði um Grafninginn. Sigurður bóndi á Vill- ingavatni hafði í stuttu spjalli við undirritaðan á landbúnaðarsýning- unni í sumar haldið því fram að í máli þessu hefðu visindamenn mjög hallað réttu máli og að fræði- Iegur grunnur þeirra væri í molum. Það Iá því beint við að ræða við Sig- urð. Þeim sem telja það gagnrýnis- vert skilja Iítið tilgang eða eðli op- innar umræðu. Sumarbústaðir og vísindi En til þess að gerast ekki sekur um að birta einhliða mynd af ástandinu ákvað ég að tala einnig við fræðimenn um málið. Andrés Arnalds var þar efstur á blaði hjá mér því í hann höfðu aðrir fjölmiðl- ar vitnað í sumar. Ýmsir, þar á með- al Andrés, bentu mér á að Ólafur Dýrmundsson hefði nokkra þekk- ingu á málefnum Grafningsins. Stefán Sigfússon varð fyrir valinu vegna þess að hann vinnur hjá sömu stofnun og Andrés og for- BÆNDUR OC BÚMENN Stórgripasláturhús okkar er opiö allan ársins hring. Hafiö samband viö okkur áöur en piö leitið annaö. Þaö borgar sig. KA UPF’ELA GIP SÍMAR 5831 - 5832 - 5833 HELLU Útibú í Skarðshlíð og að Vegamótum. GÓÐ ÞJÓNUSTA Á GÓÐUM STAÐ vitnilegt að vita hvort hann hefði sömu viðhorf. Þá fannst mér eðli- legt að ræða við Bjarna Helgason sem auk þess að vera jarðvegsfræð- ingur að mennt (en sú fræðigrein er skyld gróður og beitarþolsfræðum) er manna best kunnugur Grafningi af. áratuga skógræktarvinnu í Hagavik. Einstök atriði sem í ljós komu, urðu svo til þess að ég ræddi við fleiri, s.s. Yngva Þorsteinsson á RALA og Ársæl Hannesson odd- vita á Stóra Hálsi. Það sem kom mér á óvert var að i þessu máli stóðu ekki annars vegar skoðanir bóndans á Villingavatni og hins vegar vísindamanna sem höfðu fræðilega þekkingu og hlut- lausa afstöðu gagnvart málinu. Gróðurfræðingarnir stóðu miklu frekar Sigurðarmegin í málinu heldur en Andrésar ef hægt er að draga slíka meginlínu. Heildar- myndin sem viðtölin gáfu var að Andrés Arnalds hefur att fjölmiðl- um út í vafasamar fullyrðingar um beitar og búskaparhætti bænda í Grafningi, — ennfremur að alls- endis ónógar rannsóknir liggja fyrir til þess að fullyrða eins mikið og gert var í fjölmiðlum. Óformlegt spjall mitt við Yngva Þorsteinsson á RALA fannst mér benda heldur í þessa átt en hann sagði stofnunina vera að vinna uppdrátt af gróður- eyðingu í Grafningi en ekki sérstaka könnun á orsökum sömu gróður- eyðingar. Viðtal mitt við Andrés Arnalds varð þó einkum til að skjóta stoð- urn undir þessa mynd því hann sagði blátt áfram að ástæða þess að umfjöllun um Grafninginn fór af stað síðasta sumar hafi verið sú að heimamenn neituðu að láta lausa jörð til Skógræktarfélags Reykja- víkur. Skyndileg umfjöllun um „of- beit“ tengdist því ekki breytingu á beitarháttum eða neinum nýjum sannindum utn ástand gróðurs í sveitinni utan að vitað er að beitar- álag hefur farið minnkandi! Það kann að vera að það hefði verið betra fyrir þessa einstöku jörð að hún hefði farið til Skógræktarfé- lags Reykjavíkur eins og ráðuneyt- isstjóri landbúnaðaráðuneytis og fleiri vildu en það hefur líklegast lít- ið að gera með heildarástand gróð- urfars í sveitinni. Þó hefur því verið haldið fram að með því aðgirðaenn eina Grafningsjörðina af, þrengist beitiland þess fjár sem þar er og ef hætta er á ofbeit í sveitinni í heild þá eykst hún frekar en minnkar Andrés Arnalds segir nú að skýrsla um Grafninginn sem hann fékk fréttamenn til að vitna i á liðnu sumri, hafi ekki „ennþá" verið skrifuð. Bœndabiaðið spyr hvort að það standi yfirleitt til. með svo einhliða aðgerð. Fjárfjöldi í Hlíð er rétt um 200. Skýrslan sem ekki var skrifuð í þessari nýju grein Andrésar Arnalds um Grafningsskrifin koma enn fram punktar sem benda til þess að upphlaupið i sumar eigi sér ekki neinar forsendur í búskapar- Iagi heimamanna, en hann segir þar orðrétt: „Ástand beitarmála hefur lagast nokkuð í Grafningnum á allra síðustu árum. Fénu er nú ætl- að meira fóður og þar með dregur úr vetrarbeitinni.." En á undan þessu koma fullyrðingar um „allt fram á síðustu ár“ hafi Grafnings- bændur og sérílagi bóndinn á Vill- ingavatni ætlað fé sínu lítið fóður. Af þessu hafi hlotist hörð vetrar- beit og miklar landskemmdir. ívitn- uð heimild eru fóöurbirgðaskýrslur en af lauslegri athugun þeirra get ég ekki séð að þær gefi tilefni til slíkra fullyrðinga. Grafningsmenn hafa 120 fóðureiningar á kind sem við- miðun, sem er í þokkalegu meðal- lagi á Suðurlandi og í Grímsnesi er sama viðmiðun 100. Af þeim árum sem ég skoðaði aftur til 1970 var sveitin í heild oftast yfir þessum mörkum og ástandið virtist mér ekki vera betra eða verra en í ná- grannasveitum, en til fullyrðinga um þessi mál þarf mikla yfirlegu og það er alvarlegt að saka bónda um lélega fóðrun. Ég skil heldur ekki hvaðan Andrési Arnalds kemur þekking á landskemmdum af vetr- arbeit þegar hann hefur aldrei rætt við nokkurn bónda í sveitinni eða kynnt sér hvar þeir beita ef eitthvað er beitt á vetrum. Tæplega yrði talið að beit á kafloðnar sinumýrar væri til bölvunar. í frétt Ríkissjónvarpsins síðasta BREFASKOLINN Nú er rétti tíminn til aö huga að fjármálunum. Kynniö ykkur kennsluefni Bréfaskólans í • landbúnaðarhagfræði • heyverkun og • sauöfjárrækt. SUÐURLANDSBRAUT 32, 108 REYKJAVÍK SÍMI 91-68 97 50

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.